Play tekur upp olíugjald á miðaverð vegna hækkana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2022 11:37 Birgir Jónsson forstjóri Play segir tap síðasta árs engan veginn til marks um skipsbrot. vísir/Vilhelm Flugfélagið Play mun taka upp sérstakt olíugjald á miðaverð eftir helgi til þess að mæta miklum hækkunum á eldsneytisverði. Félagið skilaði nærri þriggja milljarða króna tapi á síðasta ári - sem forstjórinn segir engan veginn til marks um skipsbrot. Í ársreikningi Play sem var birtur í gær og kynntur fjárfestum í morgun kemur fram að félagið tapaði um 2,9 milljörðum króna á síðasta ári. Birgir Jónsson forstjóri segir þetta viðbúið á fyrsta rekstrarári en tekjur voru þó undir væntingum sem Birgir segir afleiðingu faraldursins. „En félagið er gríðarlega vel fjármagnað þannig við höfum svo sem alveg bolmagn til að standa undir því enda erum við að horfa til lengri tíma,“ segir Birgir. Reiknað er með viðsnúningi og gert er ráð hagnaði á seinni hluta ársins vegna bókunarstöðu sem er sögð vera góð. „Við erum auðvitað bara nýtt fyrirtæki í uppbyggingarfasa þannig það er ósanngjart að horfa á þennan tímapunkt núna eins og einhver mistök eða skipsbrot. Það er langt frá því.“ Segja má að ytri aðstæður séu þó enn og aftur ekki hagstæðar þar sem olíuverð hefur hækkað hratt vegna stríðsins í Úkraínu og viðskiptaþvingana. Félagið stendur berskjaldað frammi fyrir þeim þar sem það er ekki með eldsneytisvarnir sem koma sér vel þegar verð hækkar svo mikið og skyndilega. Við þessu verður brugðist með upptöku olíugjalds á miðaverð. „Þetta gjald mun koma til frá og með næsta mánudegi og mun sveiflast eftir áfangastöðum og öðrum breytum.“ Gjaldið mun koma fram í sundurliðun í miðaverði. Birgir segir reiknað með að hækkandi olíuverð kosti félagið um tíu milljónir dollara á þessu ári, eða um 1,3 milljarða á núverandi gengi. „Og við þurfum að ná þeim tíu milljónum dollara til baka. Við verðum kannski með milljón farþega þannig við þurfum kannski að hækka miðann um tíu dollara allavega.“ Tekjur PLAY á síðasta ári námu 16,4 milljónum Bandaríkjadala en tapið 22,5 milljónum dala.vísir/Vilhelm Einnig þurfi að huga að rekstrarkostnaði. Kemur til greina að endurskoða flugleiðirnar? „Þetta er allt til endurskoðunar. Öll flugfélög eru sífellt að endurskoða hvert er flogið og hvenær en við erum ekki með nein svona stór áform í því. Þetta verða kannski smá stillingar hér og þar,“ segir Birgir. Hann bendir á að ástandið hafi áhrif á samfélagið allt og að fá ef nokkur fyrirtæki séu undanskilin. „Ég held að við öll á Íslandi og í öðrum löndum þurfum að horfast í augu við það að allt sem við notum og allar vörur sem við kaupum munu hækka í verði núna á næstunni.“ Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Neytendur Bensín og olía Play Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Í ársreikningi Play sem var birtur í gær og kynntur fjárfestum í morgun kemur fram að félagið tapaði um 2,9 milljörðum króna á síðasta ári. Birgir Jónsson forstjóri segir þetta viðbúið á fyrsta rekstrarári en tekjur voru þó undir væntingum sem Birgir segir afleiðingu faraldursins. „En félagið er gríðarlega vel fjármagnað þannig við höfum svo sem alveg bolmagn til að standa undir því enda erum við að horfa til lengri tíma,“ segir Birgir. Reiknað er með viðsnúningi og gert er ráð hagnaði á seinni hluta ársins vegna bókunarstöðu sem er sögð vera góð. „Við erum auðvitað bara nýtt fyrirtæki í uppbyggingarfasa þannig það er ósanngjart að horfa á þennan tímapunkt núna eins og einhver mistök eða skipsbrot. Það er langt frá því.“ Segja má að ytri aðstæður séu þó enn og aftur ekki hagstæðar þar sem olíuverð hefur hækkað hratt vegna stríðsins í Úkraínu og viðskiptaþvingana. Félagið stendur berskjaldað frammi fyrir þeim þar sem það er ekki með eldsneytisvarnir sem koma sér vel þegar verð hækkar svo mikið og skyndilega. Við þessu verður brugðist með upptöku olíugjalds á miðaverð. „Þetta gjald mun koma til frá og með næsta mánudegi og mun sveiflast eftir áfangastöðum og öðrum breytum.“ Gjaldið mun koma fram í sundurliðun í miðaverði. Birgir segir reiknað með að hækkandi olíuverð kosti félagið um tíu milljónir dollara á þessu ári, eða um 1,3 milljarða á núverandi gengi. „Og við þurfum að ná þeim tíu milljónum dollara til baka. Við verðum kannski með milljón farþega þannig við þurfum kannski að hækka miðann um tíu dollara allavega.“ Tekjur PLAY á síðasta ári námu 16,4 milljónum Bandaríkjadala en tapið 22,5 milljónum dala.vísir/Vilhelm Einnig þurfi að huga að rekstrarkostnaði. Kemur til greina að endurskoða flugleiðirnar? „Þetta er allt til endurskoðunar. Öll flugfélög eru sífellt að endurskoða hvert er flogið og hvenær en við erum ekki með nein svona stór áform í því. Þetta verða kannski smá stillingar hér og þar,“ segir Birgir. Hann bendir á að ástandið hafi áhrif á samfélagið allt og að fá ef nokkur fyrirtæki séu undanskilin. „Ég held að við öll á Íslandi og í öðrum löndum þurfum að horfast í augu við það að allt sem við notum og allar vörur sem við kaupum munu hækka í verði núna á næstunni.“
Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Neytendur Bensín og olía Play Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira