Play tekur upp olíugjald á miðaverð vegna hækkana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2022 11:37 Birgir Jónsson forstjóri Play segir tap síðasta árs engan veginn til marks um skipsbrot. vísir/Vilhelm Flugfélagið Play mun taka upp sérstakt olíugjald á miðaverð eftir helgi til þess að mæta miklum hækkunum á eldsneytisverði. Félagið skilaði nærri þriggja milljarða króna tapi á síðasta ári - sem forstjórinn segir engan veginn til marks um skipsbrot. Í ársreikningi Play sem var birtur í gær og kynntur fjárfestum í morgun kemur fram að félagið tapaði um 2,9 milljörðum króna á síðasta ári. Birgir Jónsson forstjóri segir þetta viðbúið á fyrsta rekstrarári en tekjur voru þó undir væntingum sem Birgir segir afleiðingu faraldursins. „En félagið er gríðarlega vel fjármagnað þannig við höfum svo sem alveg bolmagn til að standa undir því enda erum við að horfa til lengri tíma,“ segir Birgir. Reiknað er með viðsnúningi og gert er ráð hagnaði á seinni hluta ársins vegna bókunarstöðu sem er sögð vera góð. „Við erum auðvitað bara nýtt fyrirtæki í uppbyggingarfasa þannig það er ósanngjart að horfa á þennan tímapunkt núna eins og einhver mistök eða skipsbrot. Það er langt frá því.“ Segja má að ytri aðstæður séu þó enn og aftur ekki hagstæðar þar sem olíuverð hefur hækkað hratt vegna stríðsins í Úkraínu og viðskiptaþvingana. Félagið stendur berskjaldað frammi fyrir þeim þar sem það er ekki með eldsneytisvarnir sem koma sér vel þegar verð hækkar svo mikið og skyndilega. Við þessu verður brugðist með upptöku olíugjalds á miðaverð. „Þetta gjald mun koma til frá og með næsta mánudegi og mun sveiflast eftir áfangastöðum og öðrum breytum.“ Gjaldið mun koma fram í sundurliðun í miðaverði. Birgir segir reiknað með að hækkandi olíuverð kosti félagið um tíu milljónir dollara á þessu ári, eða um 1,3 milljarða á núverandi gengi. „Og við þurfum að ná þeim tíu milljónum dollara til baka. Við verðum kannski með milljón farþega þannig við þurfum kannski að hækka miðann um tíu dollara allavega.“ Tekjur PLAY á síðasta ári námu 16,4 milljónum Bandaríkjadala en tapið 22,5 milljónum dala.vísir/Vilhelm Einnig þurfi að huga að rekstrarkostnaði. Kemur til greina að endurskoða flugleiðirnar? „Þetta er allt til endurskoðunar. Öll flugfélög eru sífellt að endurskoða hvert er flogið og hvenær en við erum ekki með nein svona stór áform í því. Þetta verða kannski smá stillingar hér og þar,“ segir Birgir. Hann bendir á að ástandið hafi áhrif á samfélagið allt og að fá ef nokkur fyrirtæki séu undanskilin. „Ég held að við öll á Íslandi og í öðrum löndum þurfum að horfast í augu við það að allt sem við notum og allar vörur sem við kaupum munu hækka í verði núna á næstunni.“ Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Neytendur Bensín og olía Play Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Í ársreikningi Play sem var birtur í gær og kynntur fjárfestum í morgun kemur fram að félagið tapaði um 2,9 milljörðum króna á síðasta ári. Birgir Jónsson forstjóri segir þetta viðbúið á fyrsta rekstrarári en tekjur voru þó undir væntingum sem Birgir segir afleiðingu faraldursins. „En félagið er gríðarlega vel fjármagnað þannig við höfum svo sem alveg bolmagn til að standa undir því enda erum við að horfa til lengri tíma,“ segir Birgir. Reiknað er með viðsnúningi og gert er ráð hagnaði á seinni hluta ársins vegna bókunarstöðu sem er sögð vera góð. „Við erum auðvitað bara nýtt fyrirtæki í uppbyggingarfasa þannig það er ósanngjart að horfa á þennan tímapunkt núna eins og einhver mistök eða skipsbrot. Það er langt frá því.“ Segja má að ytri aðstæður séu þó enn og aftur ekki hagstæðar þar sem olíuverð hefur hækkað hratt vegna stríðsins í Úkraínu og viðskiptaþvingana. Félagið stendur berskjaldað frammi fyrir þeim þar sem það er ekki með eldsneytisvarnir sem koma sér vel þegar verð hækkar svo mikið og skyndilega. Við þessu verður brugðist með upptöku olíugjalds á miðaverð. „Þetta gjald mun koma til frá og með næsta mánudegi og mun sveiflast eftir áfangastöðum og öðrum breytum.“ Gjaldið mun koma fram í sundurliðun í miðaverði. Birgir segir reiknað með að hækkandi olíuverð kosti félagið um tíu milljónir dollara á þessu ári, eða um 1,3 milljarða á núverandi gengi. „Og við þurfum að ná þeim tíu milljónum dollara til baka. Við verðum kannski með milljón farþega þannig við þurfum kannski að hækka miðann um tíu dollara allavega.“ Tekjur PLAY á síðasta ári námu 16,4 milljónum Bandaríkjadala en tapið 22,5 milljónum dala.vísir/Vilhelm Einnig þurfi að huga að rekstrarkostnaði. Kemur til greina að endurskoða flugleiðirnar? „Þetta er allt til endurskoðunar. Öll flugfélög eru sífellt að endurskoða hvert er flogið og hvenær en við erum ekki með nein svona stór áform í því. Þetta verða kannski smá stillingar hér og þar,“ segir Birgir. Hann bendir á að ástandið hafi áhrif á samfélagið allt og að fá ef nokkur fyrirtæki séu undanskilin. „Ég held að við öll á Íslandi og í öðrum löndum þurfum að horfast í augu við það að allt sem við notum og allar vörur sem við kaupum munu hækka í verði núna á næstunni.“
Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Neytendur Bensín og olía Play Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira