Matvælaframleiðendur plata neytendur þegar verðbólga eykst Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. apríl 2022 14:28 Spænski seðlabankinn segir að ástandið eigi ekki eftir að batna fyrr en árið 2024. Adrian Samson/Getty Images Verðbólgudraugurinn er kominn á stjá á meginlandi Evrópu. Verðbólgan á Spáni mældist 9,8% í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í tæp 37 ár. Mörg fyrirtæki grípa í æ meira mæli til þess að minnka pakkningar og magn í stað þess að hækka vöruverð. Aukin verðbólga þýðir allajafna að verðlag hækkar og allt venjulegt launafólk finnur hratt fyrir því þegar verðbólgan eykst. Og fer þá meðvitað að leita að ódýrari valkosti. Þetta vita framleiðendur, og því færist í vöxt að fyrirtæki í stað þess að hækka verð, minnka einfaldlega pakkningarnar. Þetta kallast upp á ensku shrinkflation, sem er samsláttur orðanna að skreppa saman og verðbólga. Kartöfluflögurnar frá Doritos eru orðnar frægt dæmi um þessa aðferð framleiðenda. Fyrir skömmu fækkuðu framleiðendur Doritos flögunum í pokunum um fimm stykki, þannig að nú vegur hver poki 262 grömm en vóg áður 276 grömm. Og neytandinn borgar það sama og áður. Þetta gerðu framleiðendur einfaldlega til þess að bregðast við tæplega 8 prósenta verðbólgu í Bandaríkjunum í febrúar, mestu verðbólgu þar í landi síðan í ársbyrjun 1982. Verðbólgan í hæstu hæðum í ESB Sömu sögu er að segja af Evrópu, verðbólgan í ríkjum Evrópusambandsins mældist 7,5% í síðasta mánuði, það var 2,5 prósentustiga hækkun á milli mánaða og hefur aldrei aukist eins mikið. Hér á Spáni slagar verðbólgan í 2ja stafa tölu, 9,8%, og hefur ekki verið hærri síðan í maí 1985. Spænski seðlabankinn er svartsýnn og segir að ástandið eigi ekki eftir að batna á þessu ári, og reyndar að batamerki fari ekki að sjást fyrr en árið 2024. Það er aðallega þrennt sem veldur þessari miklu verðbólgu: Mikil verðhækkun hráefna, aðallega gass og olíu, alger stöðnun í alþjóðaviðskiptum og svartsýni og neikvæðar væntingar jafnt neytenda sem fyrirtækja. Fyrirtæki minnka pakkningar í stað þess að hækka verð Spænsku neytendasamtökin greina frá því að 7% af þeim vörum sem hafa verið skoðaðar að undanförnu hafa minnkað að umfangi og vigt. Dæmi um þetta er fiskur í niðursuðudósum, jógúrt, chorizo-pylsur, kókómalt, pasta og smjör. Þetta eru smávægilegar breytingar, pylsurnar eru til dæmis 10 grömmum léttari en áður, það eru færri blöð á salernispappírsrúllunni og það er 5 grömmum minna í jógúrtdósunum. Kúnninn tekur hins vegar síður eftir þessu, en ef verðið myndi hækka og því heldur hann frekar tryggð við framleiðandann. Og margt smátt gerir jú eitt stórt. Það sýnir eitt þekktasta dæmið úr hagfræðinni í þessum efnum. Árið 1987 ákvað bandaríska flugfélagið American Airlines að fækka ólívum í salati sem farþegum þess var boðið upp á. Um eina einustu ólívu. Þessi eina ólíva sparaði fyrirtækinu 40.000 dali árlega, andvirði rúmlega 5 milljóna íslenskra króna. Og kúnninn varð einskis var. Verðlag Evrópusambandið Spánn Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðagreiðslubankinn býst við langvarandi verðbólgu Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans (BIS), sem er í eigu fjölda seðlabanka um allan heim, segir að „nýtt verðbólguskeið“ sé að renna upp. Hann varar við því að stjórnvöld reiði sig um of á peningustefnu eða ríkisfjármál til að koma böndunum á verðlagshækkanir og kallar eftir stefnumörkun sem miðar að því að auka framleiðslugetu hagkerfa. Þetta kom fram í ræðu sem Carstens flutti fyrr í vikunni og Financial Times greindi frá. 6. apríl 2022 14:49 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Aukin verðbólga þýðir allajafna að verðlag hækkar og allt venjulegt launafólk finnur hratt fyrir því þegar verðbólgan eykst. Og fer þá meðvitað að leita að ódýrari valkosti. Þetta vita framleiðendur, og því færist í vöxt að fyrirtæki í stað þess að hækka verð, minnka einfaldlega pakkningarnar. Þetta kallast upp á ensku shrinkflation, sem er samsláttur orðanna að skreppa saman og verðbólga. Kartöfluflögurnar frá Doritos eru orðnar frægt dæmi um þessa aðferð framleiðenda. Fyrir skömmu fækkuðu framleiðendur Doritos flögunum í pokunum um fimm stykki, þannig að nú vegur hver poki 262 grömm en vóg áður 276 grömm. Og neytandinn borgar það sama og áður. Þetta gerðu framleiðendur einfaldlega til þess að bregðast við tæplega 8 prósenta verðbólgu í Bandaríkjunum í febrúar, mestu verðbólgu þar í landi síðan í ársbyrjun 1982. Verðbólgan í hæstu hæðum í ESB Sömu sögu er að segja af Evrópu, verðbólgan í ríkjum Evrópusambandsins mældist 7,5% í síðasta mánuði, það var 2,5 prósentustiga hækkun á milli mánaða og hefur aldrei aukist eins mikið. Hér á Spáni slagar verðbólgan í 2ja stafa tölu, 9,8%, og hefur ekki verið hærri síðan í maí 1985. Spænski seðlabankinn er svartsýnn og segir að ástandið eigi ekki eftir að batna á þessu ári, og reyndar að batamerki fari ekki að sjást fyrr en árið 2024. Það er aðallega þrennt sem veldur þessari miklu verðbólgu: Mikil verðhækkun hráefna, aðallega gass og olíu, alger stöðnun í alþjóðaviðskiptum og svartsýni og neikvæðar væntingar jafnt neytenda sem fyrirtækja. Fyrirtæki minnka pakkningar í stað þess að hækka verð Spænsku neytendasamtökin greina frá því að 7% af þeim vörum sem hafa verið skoðaðar að undanförnu hafa minnkað að umfangi og vigt. Dæmi um þetta er fiskur í niðursuðudósum, jógúrt, chorizo-pylsur, kókómalt, pasta og smjör. Þetta eru smávægilegar breytingar, pylsurnar eru til dæmis 10 grömmum léttari en áður, það eru færri blöð á salernispappírsrúllunni og það er 5 grömmum minna í jógúrtdósunum. Kúnninn tekur hins vegar síður eftir þessu, en ef verðið myndi hækka og því heldur hann frekar tryggð við framleiðandann. Og margt smátt gerir jú eitt stórt. Það sýnir eitt þekktasta dæmið úr hagfræðinni í þessum efnum. Árið 1987 ákvað bandaríska flugfélagið American Airlines að fækka ólívum í salati sem farþegum þess var boðið upp á. Um eina einustu ólívu. Þessi eina ólíva sparaði fyrirtækinu 40.000 dali árlega, andvirði rúmlega 5 milljóna íslenskra króna. Og kúnninn varð einskis var.
Verðlag Evrópusambandið Spánn Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðagreiðslubankinn býst við langvarandi verðbólgu Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans (BIS), sem er í eigu fjölda seðlabanka um allan heim, segir að „nýtt verðbólguskeið“ sé að renna upp. Hann varar við því að stjórnvöld reiði sig um of á peningustefnu eða ríkisfjármál til að koma böndunum á verðlagshækkanir og kallar eftir stefnumörkun sem miðar að því að auka framleiðslugetu hagkerfa. Þetta kom fram í ræðu sem Carstens flutti fyrr í vikunni og Financial Times greindi frá. 6. apríl 2022 14:49 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Alþjóðagreiðslubankinn býst við langvarandi verðbólgu Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans (BIS), sem er í eigu fjölda seðlabanka um allan heim, segir að „nýtt verðbólguskeið“ sé að renna upp. Hann varar við því að stjórnvöld reiði sig um of á peningustefnu eða ríkisfjármál til að koma böndunum á verðlagshækkanir og kallar eftir stefnumörkun sem miðar að því að auka framleiðslugetu hagkerfa. Þetta kom fram í ræðu sem Carstens flutti fyrr í vikunni og Financial Times greindi frá. 6. apríl 2022 14:49
Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03