Kosið um forystu í Félagi framhaldsskólakennara Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 8. apríl 2022 14:30 Í fyrstu viku maímánaðar fara fram kosningar í Félagi framhaldsskólakennara. Tveir eru í framboði til formanns og alls bjóða sig 13 manns fram til setu í stjórn félagsins. Það er ákaflega sjaldgæft að svo margt fólk bjóði sig fram til stjórnar í félagasamtökum og því stefnir í sérstaklega áhugaverðar kosningar. Ég er þakklátur öllum frambjóðendum því þessi breiði hópur sýnir okkur að starfið innan félagsins okkar þykir eftirsóknarvert. Það er alls ekki að undra að áhuginn sé svona mikill því framhaldsskólinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu misserin. Covid-ástandið hreyfði svo um munaði við ýmsum þáttum sem rólegt hafði verið um í skólastarfinu. Þar má nefna stund og stað þeirra sem nema og kenna, hugtakið kennslustund, vinnuaðstæður, vinnutíma, félagsþroska og skóla sem samfélag, stuðning til náms og kennslu, starfsþróun og svo ótalmargt annað. Kjaramálin eru svo enn annar kapítuli og ekki síður mikilvægur. Nú þegar ár er í að samningar verða lausir er að mörgu að hyggja og er það gríðarlega mikilvægt fyrir þá, sem kjörnir verða til forystu, að eiga þéttan og samheldinn hóp að baki sér í undirbúningi kjaraviðræðna og á meðan þeim stendur. Það er ekki bara nauðsynlegt fyrir frambjóðendur að þátttaka verði góð í kosningunum heldur er það gríðarlega áríðandi fyrir allt samfélag kennara og ráðgjafa í framhaldsskólum. Ef við ætlum að taka okkur pláss í skólamálaumræðunni verðum við að sýna að við erum vakandi og virk og að fólkið sem velst til forystu njóti stuðnings félagsfólks. Á vef KÍ er að finna nánari upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra og ég hvet allt félagsfólk til þess að kynna sér það efni rækilega. Nú hef ég þriggja ára reynslu í starfi formanns og finnst ég hafa náð ákveðnum árangri en um leið þykir mér svo ótal margt ógert. Ég er þess fullviss að ég geti, í náinni samvinnu við áhugasamt fólk í félaginu, komið góðu til leiðar í kjara-, skóla- og félagsmálum. Því sækist ég eftir endurnýjuðu umboði félagsfólks til þess að halda áfram að vinna með því að hagsmunum framhaldsskólakennara á breiðum vettvangi. Gerum okkur gildandi. Sýnum hvað við erum að gera. Tökum pláss. Gerum það saman. Til er ég! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Stéttarfélög Framhaldsskólar Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í fyrstu viku maímánaðar fara fram kosningar í Félagi framhaldsskólakennara. Tveir eru í framboði til formanns og alls bjóða sig 13 manns fram til setu í stjórn félagsins. Það er ákaflega sjaldgæft að svo margt fólk bjóði sig fram til stjórnar í félagasamtökum og því stefnir í sérstaklega áhugaverðar kosningar. Ég er þakklátur öllum frambjóðendum því þessi breiði hópur sýnir okkur að starfið innan félagsins okkar þykir eftirsóknarvert. Það er alls ekki að undra að áhuginn sé svona mikill því framhaldsskólinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu misserin. Covid-ástandið hreyfði svo um munaði við ýmsum þáttum sem rólegt hafði verið um í skólastarfinu. Þar má nefna stund og stað þeirra sem nema og kenna, hugtakið kennslustund, vinnuaðstæður, vinnutíma, félagsþroska og skóla sem samfélag, stuðning til náms og kennslu, starfsþróun og svo ótalmargt annað. Kjaramálin eru svo enn annar kapítuli og ekki síður mikilvægur. Nú þegar ár er í að samningar verða lausir er að mörgu að hyggja og er það gríðarlega mikilvægt fyrir þá, sem kjörnir verða til forystu, að eiga þéttan og samheldinn hóp að baki sér í undirbúningi kjaraviðræðna og á meðan þeim stendur. Það er ekki bara nauðsynlegt fyrir frambjóðendur að þátttaka verði góð í kosningunum heldur er það gríðarlega áríðandi fyrir allt samfélag kennara og ráðgjafa í framhaldsskólum. Ef við ætlum að taka okkur pláss í skólamálaumræðunni verðum við að sýna að við erum vakandi og virk og að fólkið sem velst til forystu njóti stuðnings félagsfólks. Á vef KÍ er að finna nánari upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra og ég hvet allt félagsfólk til þess að kynna sér það efni rækilega. Nú hef ég þriggja ára reynslu í starfi formanns og finnst ég hafa náð ákveðnum árangri en um leið þykir mér svo ótal margt ógert. Ég er þess fullviss að ég geti, í náinni samvinnu við áhugasamt fólk í félaginu, komið góðu til leiðar í kjara-, skóla- og félagsmálum. Því sækist ég eftir endurnýjuðu umboði félagsfólks til þess að halda áfram að vinna með því að hagsmunum framhaldsskólakennara á breiðum vettvangi. Gerum okkur gildandi. Sýnum hvað við erum að gera. Tökum pláss. Gerum það saman. Til er ég! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun