Hugleiðing um skóla á alþjóðadegi kennara Guðjón H. Hauksson skrifar 5. október 2022 10:31 Börnin verða fullorðin í framhaldsskóla. Nemendur í framhaldsskólum innritast sem börn en við útskrift eru þau orðin fullorðin, a.m.k. samkvæmt laganna bókstaf. Verkefni framhaldsskólastigsins er að bjóða hverjum nemanda nám við sitt hæfi á þroskaferðalagi sínu til virkrar þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi, til frekara náms og farsældar á atvinnumarkaði. Framhaldsskólinn á í senn að byggja upp breiða og djúpa þekkingu nemenda á fjölbreyttum námsbrautum, efla leikni, færni og hæfni hvers og eins á fjölmörgum sviðum en umfram allt á nemandinn að þroskast sem einstaklingur og samfélagsvera eins og kemur skýrt fram í framhaldsskólalögum, aðalnámskrá og námskrám skólanna sjálfra. Af þessu má vera ljóst að hlutverk skóla í íslensku samfélagi er verulega mikilvægt og eins gott að tryggt sé að það fólk sem sinnir „uppeldis-, kennslu- og stjórnunarstörfum“ í skólum landsins „hafi menntun og hæfni í samræmi við störf þeirra og ábyrgð“ svo vitnað sé í markmiðskafla laga um menntun og hæfni kennara og stjórnenda í skólum landsins. Einnig er eins gott að tryggt sé að þessi mannafli hafi tíma til þess að sinna öllum nemendum sínum, flóknu lærdómssamfélagi innan og utan skólanna og eigin starfsþróun. Hvað er skóli? Ég verð þó að orða þær áhyggjur mínar að við sem samfélag séum hugsanlega að missa tökin á hugtakinu „skóli“. Skóli, í mínum huga a.m.k., er staður þar sem fólk hittist og leitast við að mynda heilbrigt samfélag um þekkingu og þroska. Í framhaldsskólum t.a.m. starfa sérfræðingar í kennslu og á mismunandi fræðasviðum og nota ásamt nemendum sínum fjölbreyttar aðferðir til að ná þeim markmiðum sem lýst er hér ofar. Í skólum er tími til þess að prófa sig áfram sjálfstætt og með öðrum, gera mistök, viðra og móta skoðanir og viðhorf í öruggu umhverfi, ígrunda hvaðeina, reiðast og sættast, halda sínu fast fram en gera málamiðlanir; sem sagt: þroskast. En mér sýnist ég sjá mörg merki þess að samfélagið og jafnvel yfirvöld séu farin að líta á skóla sem allsherjar þjónustustofnanir þar sem viðskiptavinir, hagsmunaaðilar og þjónustuveitendur versla sín á milli um námseiningar; og það sem flestar einingar á sem stystum tíma. Krafan um að framhaldsskólinn veiti þjónustu og sýni sveigjanleika í öllum skilningi eykst stöðugt og ég verð að viðurkenna að ég óttast um menntunina og þroskann í slíku andrúmslofti. Hver vill vera kennari? Ég vil nota þennan vettvang hér á alþjóðlegum degi kennara til þess að vekja athygli á því að framhaldsskólinn, með sitt mikilvæga hlutverk, virðist í töluverðri hættu. Sérfræðistörf í framhaldsskólum eru því miður alls ekki samkeppnishæf við önnur störf sem sérfræðingar geta gengið í á atvinnumarkaði. Það sýnir sig í því að fagmenntað fólk sækist almennt ekki eftir því að komast í kennarastöður í framhaldsskólum og margt það fólk sem vogar sér að prófa hættir fljótlega og finnur sér annað betur launað starf eða einfaldlega kulnar í starfi á örfáum árum. Ein afleiðing er að meðalaldur framhaldsskólakennara hefur hækkað ískyggilega á síðasta áratug. Árið 2007 voru kennarar 55 ára og eldri alls 30% af öllum kennurum í framhaldsskólum og karlar voru um 45% af heildinni. Í dag er staðan sú að 55 ára og eldri kennarar eru 38% hópsins og karlar eru 37% stéttarinnar. Ef við skoðum svo karlana í stéttinni eingöngu sjáum við að 44% þeirra eru 55 ára eða eldri og flestir þeirra kenna iðn- og verkgreinar. Staðan er sem sagt sú að á næstu örfáu árum hverfur megnið af okkar reyndustu iðn- og verkgreinakennurum, sem flestir eru karlmenn, út úr skólunum. Staða karla í bóknámsskólum er lítið skárri en þeim hefur frá 2007 fækkað úr 43% í 30% nú. Hamsturinn í hjólinu Ég verð hér einnig að minnast á almennar starfsaðstæður kennara. Eftir 2015, þegar nám til stúdentsprófs var stytt úr fjórum árum í þrjú, má segja að skólastarfið allt – alls ekki bara í bóknámi – hafi heldur betur fjarlægst þau markmið sem lýst var hér í upphafi. Nú er meginhugsunin sú að keyra námsvélina áfram og passa að eyða ekki tímanum í vitleysu. Tími til þess að dvelja við hlutina í rólegheitum og gefa nemendum færi á að ígrunda, átta sig á hlutunum á eigin forsendum er varla til staðar. Meira að segja finna skólastjórnendur sig knúna til þess að finna leiðir til þess að „besta“ námsferlið og nú þykir fínt að hafa þrjár og jafnvel fjórar annir á hverju skólaári til þess að flæðilínan virki. Þetta gerir að verkum að eins gott er að halda einbeitingunni óskertri allan tímann því missi nemandi og hvað þá kennari eina viku í forföll getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi mikla keyrsla í framhaldsskólanum hefur nú þegar haft slæm áhrif á geðræna og líkamlega heilsu nemenda og kennara. Þessa verðum við hjá Félagi framhaldsskólakennara vör hjá félagsfólki okkar og þykir sárt að heyra fært fagfólk hrekjast í langtímaveikindi, íhuga uppsagnir og skima stöðugt eftir hentugra starfi og minna álagi. Það mikilvægasta í mínum huga nú er við stöndum vörð um skólana sem menntastofnanir og að samfélagið og stjórnvöld veiti skólum og starfsfólki þeirra fullt traust, tíma og fjármagn til þess að tryggja nemendum aðstæður til að taka út sinn þroska og afla sér menntunar. Hátíð í dag, þrátt fyrir allt – Til hamingju með daginn! Í dag, 5. október, er alþjóðlegur hátíðardagur kennara og því vil ég endilega ljúka þessari hugleiðingu á jákvæðum nótum. Það er enda full ástæða til að hampa kennurum reglulega og öllu því góða starfi sem unnið er í skólum þrátt fyrir allt. Í því sambandi vil ég minna á árlegt skólamálaþing Kennarasambands Íslands, sem haldið er í dag undir yfirskriftinni Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum og verða þar hinsegin málefni í brennidepli. Einnig má ég til með að minna á Menntakviku, ráðstefnu í menntavísindum, sem skipulögð er af Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er haldin dagana 6. og 7. október nk. Þar verður sannkölluð hátíð menntamála enda fjallar þar fagfólk og hagsmunaaðilar um uppeldis- og menntavísindi í um 210 fyrirlestrum. Til hamingju með daginn, kennarar! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Börnin verða fullorðin í framhaldsskóla. Nemendur í framhaldsskólum innritast sem börn en við útskrift eru þau orðin fullorðin, a.m.k. samkvæmt laganna bókstaf. Verkefni framhaldsskólastigsins er að bjóða hverjum nemanda nám við sitt hæfi á þroskaferðalagi sínu til virkrar þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi, til frekara náms og farsældar á atvinnumarkaði. Framhaldsskólinn á í senn að byggja upp breiða og djúpa þekkingu nemenda á fjölbreyttum námsbrautum, efla leikni, færni og hæfni hvers og eins á fjölmörgum sviðum en umfram allt á nemandinn að þroskast sem einstaklingur og samfélagsvera eins og kemur skýrt fram í framhaldsskólalögum, aðalnámskrá og námskrám skólanna sjálfra. Af þessu má vera ljóst að hlutverk skóla í íslensku samfélagi er verulega mikilvægt og eins gott að tryggt sé að það fólk sem sinnir „uppeldis-, kennslu- og stjórnunarstörfum“ í skólum landsins „hafi menntun og hæfni í samræmi við störf þeirra og ábyrgð“ svo vitnað sé í markmiðskafla laga um menntun og hæfni kennara og stjórnenda í skólum landsins. Einnig er eins gott að tryggt sé að þessi mannafli hafi tíma til þess að sinna öllum nemendum sínum, flóknu lærdómssamfélagi innan og utan skólanna og eigin starfsþróun. Hvað er skóli? Ég verð þó að orða þær áhyggjur mínar að við sem samfélag séum hugsanlega að missa tökin á hugtakinu „skóli“. Skóli, í mínum huga a.m.k., er staður þar sem fólk hittist og leitast við að mynda heilbrigt samfélag um þekkingu og þroska. Í framhaldsskólum t.a.m. starfa sérfræðingar í kennslu og á mismunandi fræðasviðum og nota ásamt nemendum sínum fjölbreyttar aðferðir til að ná þeim markmiðum sem lýst er hér ofar. Í skólum er tími til þess að prófa sig áfram sjálfstætt og með öðrum, gera mistök, viðra og móta skoðanir og viðhorf í öruggu umhverfi, ígrunda hvaðeina, reiðast og sættast, halda sínu fast fram en gera málamiðlanir; sem sagt: þroskast. En mér sýnist ég sjá mörg merki þess að samfélagið og jafnvel yfirvöld séu farin að líta á skóla sem allsherjar þjónustustofnanir þar sem viðskiptavinir, hagsmunaaðilar og þjónustuveitendur versla sín á milli um námseiningar; og það sem flestar einingar á sem stystum tíma. Krafan um að framhaldsskólinn veiti þjónustu og sýni sveigjanleika í öllum skilningi eykst stöðugt og ég verð að viðurkenna að ég óttast um menntunina og þroskann í slíku andrúmslofti. Hver vill vera kennari? Ég vil nota þennan vettvang hér á alþjóðlegum degi kennara til þess að vekja athygli á því að framhaldsskólinn, með sitt mikilvæga hlutverk, virðist í töluverðri hættu. Sérfræðistörf í framhaldsskólum eru því miður alls ekki samkeppnishæf við önnur störf sem sérfræðingar geta gengið í á atvinnumarkaði. Það sýnir sig í því að fagmenntað fólk sækist almennt ekki eftir því að komast í kennarastöður í framhaldsskólum og margt það fólk sem vogar sér að prófa hættir fljótlega og finnur sér annað betur launað starf eða einfaldlega kulnar í starfi á örfáum árum. Ein afleiðing er að meðalaldur framhaldsskólakennara hefur hækkað ískyggilega á síðasta áratug. Árið 2007 voru kennarar 55 ára og eldri alls 30% af öllum kennurum í framhaldsskólum og karlar voru um 45% af heildinni. Í dag er staðan sú að 55 ára og eldri kennarar eru 38% hópsins og karlar eru 37% stéttarinnar. Ef við skoðum svo karlana í stéttinni eingöngu sjáum við að 44% þeirra eru 55 ára eða eldri og flestir þeirra kenna iðn- og verkgreinar. Staðan er sem sagt sú að á næstu örfáu árum hverfur megnið af okkar reyndustu iðn- og verkgreinakennurum, sem flestir eru karlmenn, út úr skólunum. Staða karla í bóknámsskólum er lítið skárri en þeim hefur frá 2007 fækkað úr 43% í 30% nú. Hamsturinn í hjólinu Ég verð hér einnig að minnast á almennar starfsaðstæður kennara. Eftir 2015, þegar nám til stúdentsprófs var stytt úr fjórum árum í þrjú, má segja að skólastarfið allt – alls ekki bara í bóknámi – hafi heldur betur fjarlægst þau markmið sem lýst var hér í upphafi. Nú er meginhugsunin sú að keyra námsvélina áfram og passa að eyða ekki tímanum í vitleysu. Tími til þess að dvelja við hlutina í rólegheitum og gefa nemendum færi á að ígrunda, átta sig á hlutunum á eigin forsendum er varla til staðar. Meira að segja finna skólastjórnendur sig knúna til þess að finna leiðir til þess að „besta“ námsferlið og nú þykir fínt að hafa þrjár og jafnvel fjórar annir á hverju skólaári til þess að flæðilínan virki. Þetta gerir að verkum að eins gott er að halda einbeitingunni óskertri allan tímann því missi nemandi og hvað þá kennari eina viku í forföll getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi mikla keyrsla í framhaldsskólanum hefur nú þegar haft slæm áhrif á geðræna og líkamlega heilsu nemenda og kennara. Þessa verðum við hjá Félagi framhaldsskólakennara vör hjá félagsfólki okkar og þykir sárt að heyra fært fagfólk hrekjast í langtímaveikindi, íhuga uppsagnir og skima stöðugt eftir hentugra starfi og minna álagi. Það mikilvægasta í mínum huga nú er við stöndum vörð um skólana sem menntastofnanir og að samfélagið og stjórnvöld veiti skólum og starfsfólki þeirra fullt traust, tíma og fjármagn til þess að tryggja nemendum aðstæður til að taka út sinn þroska og afla sér menntunar. Hátíð í dag, þrátt fyrir allt – Til hamingju með daginn! Í dag, 5. október, er alþjóðlegur hátíðardagur kennara og því vil ég endilega ljúka þessari hugleiðingu á jákvæðum nótum. Það er enda full ástæða til að hampa kennurum reglulega og öllu því góða starfi sem unnið er í skólum þrátt fyrir allt. Í því sambandi vil ég minna á árlegt skólamálaþing Kennarasambands Íslands, sem haldið er í dag undir yfirskriftinni Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum og verða þar hinsegin málefni í brennidepli. Einnig má ég til með að minna á Menntakviku, ráðstefnu í menntavísindum, sem skipulögð er af Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er haldin dagana 6. og 7. október nk. Þar verður sannkölluð hátíð menntamála enda fjallar þar fagfólk og hagsmunaaðilar um uppeldis- og menntavísindi í um 210 fyrirlestrum. Til hamingju með daginn, kennarar! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun