Verða konur fyrir fordómum í heilbrigðiskerfinu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 19. október 2022 08:30 Ég hef átt fjölmörg samtöl við vinkonur mínar og kunningjakonur um viðmót í heilbrigðiskerfinu og hvort það kunni að vera litað af kynjuðum staðalmyndum. Þegar ég komst að því að nýlega hefði heilsufar á Íslandi verið kortlagt í úttekt á vegum heilbrigðisráðuneytisins út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum, ákvað ég að beina fyrirspurn að heilbrigðisráðherra um eftirfylgni vegna þeirrar vinnu. Í byrjun þessa þingvetrar fékk ég svar frá ráðherra við fyrirspurn minni um kynja- og jafnréttissjónarmið í heilbrigðisþjónustu. Það er skemmst frá því að segja að svar heilbrigðisráðherra er ekki mjög ítarlegt. Ráðherra telur það m.a. viðvarandi verkefni og réttlætismál að tryggja jafnræði og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð kyni, og telur unnið að því að kynjasjónarmið séu einn af þeim þáttum sem mikilvægt sé að taka tillit til við skipulagningu og veitingu heilbrigðisþjónustu. Mér varð hugsað til þessarar fyrirspurnar þegar ég las grein á dögunum frá formanni Samtaka um endómetríósu, sem er sjúkdómur sem leggst á allt að 10% kvenna. Þar segir hún frá því að á einu ári hafi 124 konur greitt „að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði“, en konurnar hafa leitað til einkaaðila til að fá meðhöndlun við sjúkdómnum. Hún veltir því upp hvort það sé tilviljun að greiðsluþátttaka hins opinbera vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á konur sé svona takmörkuð. Í vikunni ræddi ég þessa stöðu við heilbrigðisráðherra á Alþingi þar sem ég spurði hann hvort þessi staða væri ásættanleg og hvernig unnið hefði verið að styttri greiningartíma og styttri biðtíma eftir meðhöndlun endómetríósu. Ráðherrann greindi frá því að vinna við að koma á jöfnu aðgengi sjúklinga með endómetríósu að nauðsynlegri sérfræðiþjónustu væri á lokametrunum. Hann vonaðist til að samningur yrði gerður á vegum Sjúkratrygginga, en hann teldi Guðlaug Þór hafa stigið gott skref þegar hann sem heilbrigðisráðherra leiddi breytingar með setningu laga um sjúkratryggingar. Í fyrrnefndri úttekt um heilsu út frá jafnréttis- og kynjasjónarmiðum kemur fram að konur virðast búa við verra heilsufar og lakari lífsgæði en karlar og að kynjaðir áhrifaþættir hafi áhrif á heilsu og líðan kynjanna. Það er mikilvægt að auka við jafnrétti kynjanna þegar kemur að heilsu og líðan. Þegar vinna heilbrigðisráðherra í þágu sjúklinga með endómetríósu ber loks árangur verður mikilvægum jafnréttisáfanga náð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Kvenheilsa Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Kæri heilbrigðisráðherra. Hér fyrir neðan er listi yfir konur sem hafa greitt háar fjárhæðir fyrir aðgerðir sem íslenskum lögum samkvæmt ættu að vera þeim að kostnaðarlausu. Skyldi það vera tilviljun að greiðsluþátttaka vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á þá sem fæðast með leg sé svo takmörkuð að á einu ári greiði 124 konur að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði? 11. október 2022 08:31 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Sjá meira
Ég hef átt fjölmörg samtöl við vinkonur mínar og kunningjakonur um viðmót í heilbrigðiskerfinu og hvort það kunni að vera litað af kynjuðum staðalmyndum. Þegar ég komst að því að nýlega hefði heilsufar á Íslandi verið kortlagt í úttekt á vegum heilbrigðisráðuneytisins út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum, ákvað ég að beina fyrirspurn að heilbrigðisráðherra um eftirfylgni vegna þeirrar vinnu. Í byrjun þessa þingvetrar fékk ég svar frá ráðherra við fyrirspurn minni um kynja- og jafnréttissjónarmið í heilbrigðisþjónustu. Það er skemmst frá því að segja að svar heilbrigðisráðherra er ekki mjög ítarlegt. Ráðherra telur það m.a. viðvarandi verkefni og réttlætismál að tryggja jafnræði og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð kyni, og telur unnið að því að kynjasjónarmið séu einn af þeim þáttum sem mikilvægt sé að taka tillit til við skipulagningu og veitingu heilbrigðisþjónustu. Mér varð hugsað til þessarar fyrirspurnar þegar ég las grein á dögunum frá formanni Samtaka um endómetríósu, sem er sjúkdómur sem leggst á allt að 10% kvenna. Þar segir hún frá því að á einu ári hafi 124 konur greitt „að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði“, en konurnar hafa leitað til einkaaðila til að fá meðhöndlun við sjúkdómnum. Hún veltir því upp hvort það sé tilviljun að greiðsluþátttaka hins opinbera vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á konur sé svona takmörkuð. Í vikunni ræddi ég þessa stöðu við heilbrigðisráðherra á Alþingi þar sem ég spurði hann hvort þessi staða væri ásættanleg og hvernig unnið hefði verið að styttri greiningartíma og styttri biðtíma eftir meðhöndlun endómetríósu. Ráðherrann greindi frá því að vinna við að koma á jöfnu aðgengi sjúklinga með endómetríósu að nauðsynlegri sérfræðiþjónustu væri á lokametrunum. Hann vonaðist til að samningur yrði gerður á vegum Sjúkratrygginga, en hann teldi Guðlaug Þór hafa stigið gott skref þegar hann sem heilbrigðisráðherra leiddi breytingar með setningu laga um sjúkratryggingar. Í fyrrnefndri úttekt um heilsu út frá jafnréttis- og kynjasjónarmiðum kemur fram að konur virðast búa við verra heilsufar og lakari lífsgæði en karlar og að kynjaðir áhrifaþættir hafi áhrif á heilsu og líðan kynjanna. Það er mikilvægt að auka við jafnrétti kynjanna þegar kemur að heilsu og líðan. Þegar vinna heilbrigðisráðherra í þágu sjúklinga með endómetríósu ber loks árangur verður mikilvægum jafnréttisáfanga náð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Kæri heilbrigðisráðherra. Hér fyrir neðan er listi yfir konur sem hafa greitt háar fjárhæðir fyrir aðgerðir sem íslenskum lögum samkvæmt ættu að vera þeim að kostnaðarlausu. Skyldi það vera tilviljun að greiðsluþátttaka vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á þá sem fæðast með leg sé svo takmörkuð að á einu ári greiði 124 konur að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði? 11. október 2022 08:31
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun