Helgi til liðs við OR samstæðuna og Kristrún í nýju hlutverki Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2022 14:04 Helgi Héðinsson og Kristrún Dröfn Jóhannsdóttir. Helgi Héðinsson hefur tekið við sem mannauðsleiðtogi Veitna. Þá hefur Kristrún Dröfn Jóhannsdóttir tekið við starfi forstöðukonu innri þjónustu. Helgi Héðinsson hefur tekið við sem mannauðsleiðtogi Veitna. Þá hefur Kristrún Dröfn Jóhannsdóttir tekið við starfi forstöðukonu innri þjónustu. Helgi mun halda utan um öll mannauðsmál Veitna ásamt því að koma að mannauðstengdum verkefnum sem eru þvert á samstæðuna. Helgi kemur frá Háskólanum í Reykjavík þar sem hann var forstöðumaður Opna háskólans, en þar áður var hann sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu og þjónustaði þar m.a. OR og dótturfyrirtækin. Í fréttatilkynningu frá Veitum segist Helgi vera afar lukkulegur með að vera orðinn hluti af mannauðssviði OR samstæðunnar. „Við erum með afar metnaðarfulla mannauðsstefnu, ríka jafnréttismenningu og öflugt fræðslustarf. Ég er ótrúlega spenntur að takast á við þau verkefni sem bíða mín hjá Veitum og hjálpa til við að hlúa að og byggja upp öflugan mannauð sem nær árangri, enda mikil ábyrgð sem hvílir á Veitum við að byggja upp og viðhalda veitukerfi sem er grundvöllur lífsgæða hjá stórum hluta íbúa landsins.“ Markmiðið að skapa eftirsóknarverðan vinnustað Þá hefur Kristrún Dröfn Jóhannsdóttir tekið við starfi forstöðukonu innri þjónustu en hún hóf fyrst störf hjá OR árið 2012. Um er að ræða nýtt starf innan Mannauðs og menningar en helstu verkefni Kristrúnar snúa að launamálum, tækniþjónustu, þjónustuliðum og matstofu. Kristrún starfaði í launamálum hjá Fjárvakri á árunum 2015-2018 áður en hún kom aftur til OR. Frá árinu 2020 hefur Kristrún verið yfir launamálum hjá samstæðunni. Þá hefur Kristrún setið í Jafnréttisnefnd OR og verið Persónuverndarfulltrúi Mannauðs- og menningar innan fyrirtækisins. „Markmið okkar er að skapa eftirsóknarverðan vinnustað og stuðla að ánægju innri viðskiptavina okkar, starfsfólki OR samstæðunnar. Breytt skipulag býður upp á tækifæri til að endurskoða þjónustuloforðin okkar og bjóða upp á framúrskarandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólk nær eftirtektarverðum árangri fyrir samfélagið,“ segir Kristrún Dröfn. Vistaskipti Orkumál Reykjavík Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Ætla að lækka verð með ungverskum tannlæknum Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Helgi Héðinsson hefur tekið við sem mannauðsleiðtogi Veitna. Þá hefur Kristrún Dröfn Jóhannsdóttir tekið við starfi forstöðukonu innri þjónustu. Helgi mun halda utan um öll mannauðsmál Veitna ásamt því að koma að mannauðstengdum verkefnum sem eru þvert á samstæðuna. Helgi kemur frá Háskólanum í Reykjavík þar sem hann var forstöðumaður Opna háskólans, en þar áður var hann sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu og þjónustaði þar m.a. OR og dótturfyrirtækin. Í fréttatilkynningu frá Veitum segist Helgi vera afar lukkulegur með að vera orðinn hluti af mannauðssviði OR samstæðunnar. „Við erum með afar metnaðarfulla mannauðsstefnu, ríka jafnréttismenningu og öflugt fræðslustarf. Ég er ótrúlega spenntur að takast á við þau verkefni sem bíða mín hjá Veitum og hjálpa til við að hlúa að og byggja upp öflugan mannauð sem nær árangri, enda mikil ábyrgð sem hvílir á Veitum við að byggja upp og viðhalda veitukerfi sem er grundvöllur lífsgæða hjá stórum hluta íbúa landsins.“ Markmiðið að skapa eftirsóknarverðan vinnustað Þá hefur Kristrún Dröfn Jóhannsdóttir tekið við starfi forstöðukonu innri þjónustu en hún hóf fyrst störf hjá OR árið 2012. Um er að ræða nýtt starf innan Mannauðs og menningar en helstu verkefni Kristrúnar snúa að launamálum, tækniþjónustu, þjónustuliðum og matstofu. Kristrún starfaði í launamálum hjá Fjárvakri á árunum 2015-2018 áður en hún kom aftur til OR. Frá árinu 2020 hefur Kristrún verið yfir launamálum hjá samstæðunni. Þá hefur Kristrún setið í Jafnréttisnefnd OR og verið Persónuverndarfulltrúi Mannauðs- og menningar innan fyrirtækisins. „Markmið okkar er að skapa eftirsóknarverðan vinnustað og stuðla að ánægju innri viðskiptavina okkar, starfsfólki OR samstæðunnar. Breytt skipulag býður upp á tækifæri til að endurskoða þjónustuloforðin okkar og bjóða upp á framúrskarandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólk nær eftirtektarverðum árangri fyrir samfélagið,“ segir Kristrún Dröfn.
Vistaskipti Orkumál Reykjavík Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Ætla að lækka verð með ungverskum tannlæknum Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun