Heilsugæslu skellt í lás Björn Gíslason skrifar 28. febrúar 2023 09:00 Það er algerlega ólíðandi að eitt af stærstu hverfum borgarinnar, Grafarvogur í Reykjavík, þar sem búsett eru um 18 þúsund manns, séu án heilsugæslustöðvar. Eins og ekki hefur farið fram hjá íbúum þar, þá var skellt í lás á Heilsugæslustöð Grafarvogs í þessum mánuði vegna mygluskemmda og raka í húsnæði heilsugæslunnar. Þetta þýðir að íbúar Grafarvogs eru án heilsugæslustöðvar innan hverfisins og íbúum gert að sækja læknisþjónustuna í Árbæ í a.m.k. eitt ár. Það bitnar verulega á eldri íbúum hverfisins og sérstaklega á þeim sem eiga þess ekki kost að sækja þjónustuna nema með almenningssamgöngum. Á vef heilsugæslunnar segir að til að komast úr Grafarvogi á heilsugæsluna þurfi notendur að taka tvo vagna eða svo vitnað sé orðrétt í texta af vefsvæði heilsugæslunnar: „Til að komast frá Spönginni í Hraunbæ 115 með Strætó er hægt að taka leið 6 og fara út á stoppistöðinni Ártún A (sem er á brúnni). Gengið niður göngustíginn í stoppistöðina Ártún D (sem er undir brúnni) og leið 16 tekin. Farið er út á stoppistöðinni Bæjarbraut en þaðan er 2 mínútna gangur að Hraunbæ 115 (Heilsugæslan í Árbæ er í sama húsi).“ Leiðarlýsing þessi sýnir, svo ekki verði um villst, að ekki er hlaupið að þjónustunni fyrir íbúa Grafarvogs og því er ekki furða að það gæti mikillar óánægju meðal íbúa hverfisins. Hefði t.d. ekki verið eðlilegra og skynsamlegra að leysa málið með nærtækari lausnum en að fara með starfsemi heilsugæslunnar í önnur hverfi? Víða er atvinnuhúsnæði laust í Grafarvoginum, t.d. í Hverafoldinni og Gylfaflötinni svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld þurfa að bregðast við Í þessu samhengi gætum við ímyndað okkur hvað t.d. Akureyringar, með svipaða íbúatölu og Grafarvogur, eða rúmlega 19 þúsund manns, myndu segja ef allt í einu yrði heilsugæslunni þar lokað og þeir þyrftu að sækja heilsugæsluna í annað bæjarfélag. Eins mætti setja þetta í samhengi við Mosfellsbæ en Mosfellingar og bæjaryfirvöld þar myndu seint láta bjóða íbúum sínum upp á það. Það gerum við borgarfulltrúar heldur ekki, enda er það skylda okkar að gæta hagsmuna borgarbúa og þar með talið að sjá til þess að þeir hafi gott aðgengi að heilsugæslu í sínum hverfum. Ég átti þess kost að taka málið upp við forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, en þess er að vænta í dag að hún ræði málið við heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. Jafnframt mun ég taka málið upp á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur, enda um hagsmunamál íbúa innan eins stærsta hverfis borgarinnar að ræða. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Reykjavík Borgarstjórn Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Björn Gíslason Mest lesið Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er algerlega ólíðandi að eitt af stærstu hverfum borgarinnar, Grafarvogur í Reykjavík, þar sem búsett eru um 18 þúsund manns, séu án heilsugæslustöðvar. Eins og ekki hefur farið fram hjá íbúum þar, þá var skellt í lás á Heilsugæslustöð Grafarvogs í þessum mánuði vegna mygluskemmda og raka í húsnæði heilsugæslunnar. Þetta þýðir að íbúar Grafarvogs eru án heilsugæslustöðvar innan hverfisins og íbúum gert að sækja læknisþjónustuna í Árbæ í a.m.k. eitt ár. Það bitnar verulega á eldri íbúum hverfisins og sérstaklega á þeim sem eiga þess ekki kost að sækja þjónustuna nema með almenningssamgöngum. Á vef heilsugæslunnar segir að til að komast úr Grafarvogi á heilsugæsluna þurfi notendur að taka tvo vagna eða svo vitnað sé orðrétt í texta af vefsvæði heilsugæslunnar: „Til að komast frá Spönginni í Hraunbæ 115 með Strætó er hægt að taka leið 6 og fara út á stoppistöðinni Ártún A (sem er á brúnni). Gengið niður göngustíginn í stoppistöðina Ártún D (sem er undir brúnni) og leið 16 tekin. Farið er út á stoppistöðinni Bæjarbraut en þaðan er 2 mínútna gangur að Hraunbæ 115 (Heilsugæslan í Árbæ er í sama húsi).“ Leiðarlýsing þessi sýnir, svo ekki verði um villst, að ekki er hlaupið að þjónustunni fyrir íbúa Grafarvogs og því er ekki furða að það gæti mikillar óánægju meðal íbúa hverfisins. Hefði t.d. ekki verið eðlilegra og skynsamlegra að leysa málið með nærtækari lausnum en að fara með starfsemi heilsugæslunnar í önnur hverfi? Víða er atvinnuhúsnæði laust í Grafarvoginum, t.d. í Hverafoldinni og Gylfaflötinni svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld þurfa að bregðast við Í þessu samhengi gætum við ímyndað okkur hvað t.d. Akureyringar, með svipaða íbúatölu og Grafarvogur, eða rúmlega 19 þúsund manns, myndu segja ef allt í einu yrði heilsugæslunni þar lokað og þeir þyrftu að sækja heilsugæsluna í annað bæjarfélag. Eins mætti setja þetta í samhengi við Mosfellsbæ en Mosfellingar og bæjaryfirvöld þar myndu seint láta bjóða íbúum sínum upp á það. Það gerum við borgarfulltrúar heldur ekki, enda er það skylda okkar að gæta hagsmuna borgarbúa og þar með talið að sjá til þess að þeir hafi gott aðgengi að heilsugæslu í sínum hverfum. Ég átti þess kost að taka málið upp við forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, en þess er að vænta í dag að hún ræði málið við heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. Jafnframt mun ég taka málið upp á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur, enda um hagsmunamál íbúa innan eins stærsta hverfis borgarinnar að ræða. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun