Ein róttæk hugmynd um breytt páskafrí Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 7. apríl 2023 12:01 Ég legg til að við gerum róttæka breytingu á fríinu sem við fáum um páska. Þar eru nokkur atrið sem valda. Í fyrsta lagi stappar það nærri brjálæði hvernig tímasetning páska er ákveðin. Þeir geta verið einhversstaða í glugga sem er víðari en heill mánuður. Hugsið ykkur ef jólin væru einversstaðar á bilinu 10. des til 10. jan, mismunandi ár hvert. Mismunandi tímasetning páska er óhentug fyrir margt í þjóðlífinu. Skólastarf á vorönn er t.d. erfiðara en ella vegna síbreytilegra páska frá ári til árs. Dreifing frídaga ársins er afar ójöfn og að mörgu leyti óheppileg. Engir frídagar eru að hausti fram til jóla. Að vori eru þeir hins vegar margir um allar trissur. Mín tillaga er að það verði frívika snemma vors. Fimm frídagar í röð frá mánudegi til föstudags. Þannig fái flestir samfellt níu daga frí. Á þeim tíma er hægt að gera margt skemmtilegt. Þessi vika væri alltaf á sama stað, t.d. um mánaðarmótin mars/apríl. Í staðinn væru skírdagur, föstudagurinn langi og annar í páskum ekki frídagar. Þeir myndu þó stundum hitta á frívikuna. Uppstigningardagur og annar í hvítasunnu yrðu heldur ekki frídagar. Það sem almenningur fengi út úr þessu er rúmur tími til að endurhlaða batteríin og með þessu móti væri oftast hægt að fara til útlanda með fjölskylduna eða í æfingaferð eða eitthvað á ódýrari hátt en nú. Hótel eru ódýr á þessum tíma en verðið hækkar um páskana. Á sama hátt gætum við oftast tekið á móti útlendingum um páska á sómasamlegan hátt án þess að veitingastaðir og önnur þjóusta væri í lamasessi. Páskar eru stærsta trúarhátíð kristinna manna. Þeir sem vilja halda páskana hátíðlega munu gera það áfram, páskadagur verður áfram á sunnudegi og sumir munu fara til kirkju eins og áður og flestir éta páskaegg af miklum móð eins og hefð er fyrir. En það verða ekki lengur sérsniðnir aðrir frídagar að einum trúarbrögðum, enda er trúfrelsi í landinu. Eftir standa sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní þannig að það verða vissulega fleiri frídagar fyrri hluta árs. Þeim hefur ekki öllum verið smalað á frívikuna. Ég veit að þetta er róttæk hugmynd. Ég veit að einhverjir eru henni mjög andsnúnir. Hugsunin á bak við hana er þó einungis að gera lífið örlítið einfaldara og skemmtilegra. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páskar Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Ég legg til að við gerum róttæka breytingu á fríinu sem við fáum um páska. Þar eru nokkur atrið sem valda. Í fyrsta lagi stappar það nærri brjálæði hvernig tímasetning páska er ákveðin. Þeir geta verið einhversstaða í glugga sem er víðari en heill mánuður. Hugsið ykkur ef jólin væru einversstaðar á bilinu 10. des til 10. jan, mismunandi ár hvert. Mismunandi tímasetning páska er óhentug fyrir margt í þjóðlífinu. Skólastarf á vorönn er t.d. erfiðara en ella vegna síbreytilegra páska frá ári til árs. Dreifing frídaga ársins er afar ójöfn og að mörgu leyti óheppileg. Engir frídagar eru að hausti fram til jóla. Að vori eru þeir hins vegar margir um allar trissur. Mín tillaga er að það verði frívika snemma vors. Fimm frídagar í röð frá mánudegi til föstudags. Þannig fái flestir samfellt níu daga frí. Á þeim tíma er hægt að gera margt skemmtilegt. Þessi vika væri alltaf á sama stað, t.d. um mánaðarmótin mars/apríl. Í staðinn væru skírdagur, föstudagurinn langi og annar í páskum ekki frídagar. Þeir myndu þó stundum hitta á frívikuna. Uppstigningardagur og annar í hvítasunnu yrðu heldur ekki frídagar. Það sem almenningur fengi út úr þessu er rúmur tími til að endurhlaða batteríin og með þessu móti væri oftast hægt að fara til útlanda með fjölskylduna eða í æfingaferð eða eitthvað á ódýrari hátt en nú. Hótel eru ódýr á þessum tíma en verðið hækkar um páskana. Á sama hátt gætum við oftast tekið á móti útlendingum um páska á sómasamlegan hátt án þess að veitingastaðir og önnur þjóusta væri í lamasessi. Páskar eru stærsta trúarhátíð kristinna manna. Þeir sem vilja halda páskana hátíðlega munu gera það áfram, páskadagur verður áfram á sunnudegi og sumir munu fara til kirkju eins og áður og flestir éta páskaegg af miklum móð eins og hefð er fyrir. En það verða ekki lengur sérsniðnir aðrir frídagar að einum trúarbrögðum, enda er trúfrelsi í landinu. Eftir standa sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní þannig að það verða vissulega fleiri frídagar fyrri hluta árs. Þeim hefur ekki öllum verið smalað á frívikuna. Ég veit að þetta er róttæk hugmynd. Ég veit að einhverjir eru henni mjög andsnúnir. Hugsunin á bak við hana er þó einungis að gera lífið örlítið einfaldara og skemmtilegra. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar