Íþróttaþvottavél Sáda á fullum snúningi Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2023 08:01 Fjárfestingasjóður Sáda undir stjórn Yasirs al Rumayyan (annar frá hægri) sankar nú ekki aðeins að sér stórstjörnum knattspyrnunnar eins og Cristiano Ronaldo (t.v.) heldur er orðinn stór hluthafi í stærstu golfmótaröðum heims. Jay Monahan, stjórnandi PGA-túrsins, (annar frá vinstri) hélt samkomulaginu leyndu fyrir kylfingum eins og Rory McIlroy (t.h.) fram á síðustu stundu. Vísir Sprengju var varpað inn í golfheiminn í vikunni þegar tilkynnt var um samstarf tveggja stærstu golfmótaraða heims við þjóðarsjóð Sádi-Arabíu sem höfðu eldað grátt silfur saman í á annað ár. Samstarfið er nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. Fordæmalaus klofningur hefur verið innan atvinnugolfs karla allt frá því að Þjóðarsjóður Sádi-Arabíu (PIF) setti á fót sína eigin golfdeild til höfuðs PGA-mótaröðinni bandarísku í fyrra. LIV-mótaröðin svonefnda náði að lokka til sín stórstjörnur og risamótssigurvegara eins og Dustin Johnson, Brooks Koepka, Bryson DeChambeau og Phil Mickelson auk eldri hetja sem mega muna fífil sinn fegurri með því að lofa þeim gulli og grænum skógum af stærðargráðu sem hafði ekki þekkst í íþróttinni áður. Klofningurinn var sérlega hatrammur. Málaferli hafa geisað á milli PGA-mótaraðarinnar og LIV með ásökunum sem gengið hafa á víxl. Samband kylfinga sem tóku gylliboðum Sáda við þá sem urðu eftir á bandarísku mótaröðinni súrnaði fljótt og óljóst hvort þar grói um heilt aftur. Tiger Woods, besti kylfingur allra tíma, að margra mati, sakaði LIV-kylfinga um að snúa bakinu við mótaröðinni sem gerði þá ríka og fræga. Mæting og áhorf á LIV-mót hefur verið dræmt frá því að deildinni var komið á laggirnar í fyrra. Margir telja að tilgangurinn með henni hafi allan tímann verið að koma Sádum inn fyrir dyrnar hjá PGA-mótaröðinni.Vísir/Getty „Blóðpeningar“ og peningaþvætti Stjórnendur PGA-mótaraðarinnar tjölduðu öllu til enda stafaði henni tilvistarleg ógn af LIV sem hafði fjárhagslegt bolmagn til þess að stinga undan henni með því að stela helstu stjörnum íþróttarinnar. Kylfingum sem færðu sig yfir á LIV-mótaröðina var bannað að keppa samhliða á PGA-mótaröðinni. Þeir voru einnig sviptir möguleikanum á að vinna sér inn stig á heimslistann í golfi sem ræður því meðal annars hverjir komast inn á fjögur risamót golfsins. Fulltrúar PGA-mótaraðarinnar þreyttust ekki á að saka LIV um að spreða „blóðpeningum“ og að vera hluta af svokölluðu „íþróttaþvætti“ á ímynd Sádi-Arabíu þar sem mannréttindi eru virt að vettugi, ekki síst eftir að útsendarar þarlendra stjórnvalda myrtu Jamal Khashoggi, blaðamann sem var búsettur í Bandaríkjunum, á hrottalegan hátt í Tyrklandi árið 2018. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohamed bin Salman, krónprins og raunverulegur stjórnandi Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið persónulega. Sádar neita því. Á móti sökuðu stjórnendur LIV og yfirlýsingaglaðari kylfingar hennar PGA-mótaröðina um brot á bandarískum samkeppnislögum með því að útiloka LIV-keppendur. Þeir héldu því sjálfir fram að markmið LIV væri að hrista upp í atvinnugolfinu og stuðla að vexti íþróttarinnar í heiminum. Yasir al-Rumayyan, stjórnandi PIF og stjórnarformaður Newcastle, (t.h.) með Dustin Johnson á LIV-móti á Egnlandi í fyrra. Johnson var ein þeirra stjarna sem LIV náði að lokka yfir af PGA-túrnum.Vísir/EPA Kom aftan að kylfingunum Tíðindin af því að PGA-mótaröðin og DP-heimsmótaröðin (áður Evrópumótaröðin) ætluðu í eina sæng með PIF komu því eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Jay Monahan, yfirstjórnandi PGA-mótaraðarinnar, og Yasir bin Othman al-Rumayyan, yfirmaður PIF, greindu frá þeim á þriðjudagsmorgun. PGA-kylfingarnir komu af fjöllum og golfpressan hafði hvorki heyrt hósta né stunu um að samkomulag af þessu tagi væri til umræðu á milli stríðandi fylkinganna. Jafnvel Rory McIlroy, ein skærasta stjarna PGA-mótaraðarinnar sem hefur tekið marga slagi fyrir hönd hennar í stríðinu við LIV síðasta árið, var ekki kunnugt um hvað stæði til fyrr en rétt áður en tilkynningin var send út. Hlutskipti Gregs Norman, fyrrum atvinnukylfingsins og stjórnanda LIV sem hefur verið sérlega herskár í garð PGA-túrsins, var enn vandræðalegra en margra annarra. Þegar Rumayyan var spurður að því í sjónvarpsviðtali hvort að Norman hefði vitað af samkomulaginu viðurkenndi stjórnandi PIF að hann hefði aðeins greint Norman frá því nokkrum mínútum áður en tilkynningin var send út. „Hákarlinn“ Greg Norman hefur stýrt LIV-mótaröðinni. Hann segir að hún haldi áfram þrátt fyrir samkomulag PIF við stóru mótaraðirnar. Erfitt er að sjá hvernig stjórnendur PGA- og DP-mótaraðanna gætu sætt sig við það eftir það sem á undan er gengið.Vísir/Getty Óvíst hvað verður um LIV Tvennum sögum fer af því hvað samstarfið felur í sér. Fjölmiðlar lýstu því í fyrstu sem „samruna“ PGA, LIV og DP-mótaraðanna. Samkomulagið er hins vegar á milli PGA, DP og PIF, ekki LIV. Saman ætla þau að stofna nýtt félag utan um rekstur sinn. Monahan á að verða forstjóri þessa nýja félags, sem hefur ekki fengið formlegt nafn ennþá, en Rumayyan stjórnarformaður. Ekki er gert ráð fyrir að Norman frá LIV fái hlutverk í þessari nýju og fögru veröld. PIF leggur til réttindi sem tengjast LIV-mótaröðinni en ekkert er fjallað um að hún renni á nokkurn hátt inn í stóru mótaraðirnar tvær að öðru leyti en að það verði skoðað hvað hún hafi til málanna að leggja síðar. Í tilkynningunni var talað um að PGA,DP og PIF ætli að vinna saman að „sanngjörnu og hlutlægu“ ferli til að gera kylfingum á LIV-mótaröðinni að sækja aftur um aðild að PGA- og DP-mótaröðunum eftir þetta keppnistímabil. Ekki er ljóst hvað verður um möguleika LIV-kylfinga á að spila í Ryder- og Forsetabikarnum sem þeir voru útilokaður frá við klofninginn. Samkomulagið bindur enda á allar málsóknir sem tengjast deilum mótaraðanna þriggja sem hafa sligað PGA-mótaröðina með himinháum lögfræðikostnaði sem bítur síður á PIF með sína nær óþrjótandi sjóði. Monahan lýsti samkomulaginu sem sögulegum tíðindum sem lokaði þeirri gjá sem hefði myndast í atvinnugolfi karla síðustu tvö árin. Það er þó ennþá meira í ætt við viljayfirlýsingu en endanlegan samning. Enn liggur því ekkert fyrir um hvernig mótaraðirnar verða skipulagðar ef samkomulagið nær fram að ganga eða hver afdrif LIV-mótaraðarinnar verður eftir að þessu keppnistímabili lýkur. Jay Monahan hleypti upp golfheiminum þegar hann tilkynnti um óvænt samstarf við erkifjendur PGA-mótaraðarinnar: sádiarabíska eigendur LIV-mótaraðarinnar.Vísir/EPA Náðu markmiði sínu á endanum Niðurstaðan virðist vera sú að þær fúlgur fjár sem PIF sökkti áður í LIV-mótaröðina fari nú í staðinn til stóru mótaraðanna tveggja. Kunnugir í golfbransanum telja að það hafi verið markmið Sáda allan tímann. Þeir hafi reynt að kaupa sig inn í PGA-mótaröðina fyrir nokkrum árum en talað fyrir daufum eyrum. LIV hafi verið aðferð þeirra til að þvinga sér leið að samningaborðinu. Þeir hafi ekki haft raunverulegan áhuga á að reka sína eigin mótaröð enda benti fátt til þess að LIV yrði sjálfbær á nokkurn hátt á næstunni. Að því leyti er samkomulagið sögulega sigur fyrir PIF sem hefur þá náð upphaflegu markmiði sínu. Stjórnendur PGA-mótaraðarinnar geta á móti bent á að samkvæmt samkomulaginu fái hún að tilnefna meirihluta stjórnar nýja félagins og ráði meirihluta atkvæða. „Golf, bara háværara,“ stendur á spjaldi fyrir aftan Cameron Smith, opna breska meistarann sem skipti yfir á LIV-mótaröðina í fyrra. Stjórnendur LIV þóttust ætla að fríska upp á golfíþróttina með afslappaðra andrúmslofti og breyttu keppnisfyrirkomulagi. Á LIV keppa kylfingar í liðum og mega vera á stuttbuxum.Vísir/Getty Kaupa sér áhrif og virðugleika í gegnum íþróttir Hrosskaupin með atvinnugolfið eiga sér ekki stað í tómarúmi. Þau eru hluti af markvissri herferð Sáda og fleiri olíuþjóða til þess að renna fjölbreyttari stoðum undir hagkerfi sín og fegra ímynd sína í heiminum. Ásakanir um svokallað íþróttaþvætti (e. sport washing) voru háværar þegar smáríkið Katar hélt heimsmeistaramótið í knattspyrnu í vetur þrátt fyrir að það státi ekki af neinni knattspyrnuhefð og hafi þurft að reisa öll innviði frá grunni. Færa þurfti mótið frá sumri til veturs til að hægt væri að halda það í eyðimerkurhitanum í Katar. Heimsmeistaramótið er fjarri því eina dæmið um íþróttaþvott af þessu tagi. Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa átt enska knattspyrnuliðið Manchester City og fjármagnað nýfundna velgengni þess, mögulega með óheiðarlegum aðferðum, um árabil. Katar á franska meistaraliðið Paris Saint-Germain og gæti fest kaup á enska risanum Manchester United á næstunni. PIF keypti ráðandi hlut í enska liðinu Newcastle fyrir tveimur árum og er þegar búið að breyta því úr hálfgerðum trúðabíl í Meistaradeildarlið. Rumayyan er stjórnarformaður liðsins. Yasir al-Rumayyan, stjórnarndi PIF og stjórnarformaður Newcastle, sigurreifur á leik liðsins í London árið 2021.Vísir/EPA Nú í sömu viku og tilkynnt var um kaup PIF á atvinnumótaröðum karla bárust fréttir af því að sjóðurinn hefði lokkað stór nöfn úr knattspyrnunni eins og Karim Benzema frá Real Madrid og Ngolo Kante frá Chelsea til að spila fyrir nýlega þjóðnýtt lið í sádiarabísku deildinni á samningum sem eru metnir á hundruð milljóna evra. Cristiano Ronaldo spilaði í deildinni í vetur. Árlegir leikir deildar- og bikarmeistar í spænsku knattspyrnunni fara nú fram í Sádi-Arabíu og Sádarnir eru sagðir falast eftir að halda heimsmeistaramótið árið 2030. Angar PIF teygja sig einnig til Formúlu 1 þar sem sjóðurinn hefur lagt milljarða dollara í kappaksturslið Aston Martin sem er skyndilega byrjað að keppa um verðlaunasæti. Formúla 1 keppir nú í Jeddah í Sádi-Arabíu og PIF er jafnvel sagt hafa gert tilboð í mótaröðina sjálfa árið 2017. Nick McGeehan frá mannréttindasamtökunum FairSquare segir breska blaðinu The Independent að samstarf PIF og PGA auk fjárfestinganna í Newcastle, deildinni heima fyrir og HM-umsókninni sýni hversu stórt hlutverk íþróttir leiki nú í áhrifaherferð Sáda. „Golf býður upp á virðugleika, fótboltinn kemur með almannahylli og vinsældir og Sádi-Arabía þarf á hvoru tveggja að halda til þess að ná fram metnaðarfullum markmiðum sínum heima fyrir á sama tíma og fantar Mohameds bin Salman halda almenningi enn í heljargreipum,“ segir McGeehan. Mikil umræða átti sér stað um svonefnt íþróttaþvætti þegar Katar hélt heimsmeistaramótið í knattspyrnu í vetur. Ásakanir hafa lengi verið um að Katarar hafi mútað stjórnendum Alþjóðaknattspyrnusambandsins til þess að fá mótið.Vísir/EPA Leið eins og „fórnardýri“ Í ljósi alls þess sem á undan er gengið og þeirra orða sem hafa verið látin falla í baráttu PGA við LIV undanfarin tvö ár eru margir með óbragð í munni, ekki síst kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina og urðu þannig af milljörðum króna af sádiarabískum olíupeningum. Þeir þurfa nú mögulega að horfa upp á gamla félaga valsa aftur inn á PGA-mótaröðina refsilaust með bólgin peningaveski í rassvasanum. Þetta á ekki síst við um kylfinga eins og McIlroy sem PGA-mótaröðin tefldi ítrekað fram til að tala máli sínu gegn LIV. McIlroy og líkt þenkjandi kylfingar hafa meðal annars lagt málin upp frá því siðferðislega sjónarhorni að LIV skaði heilindi íþróttarinnar. „Það er erfitt fyrir mig að sitja hérna og líða ekki eins og fórnardýri,“ sagði sjáanlega mæddur McIlroy á blaðamannafundi fyrir Opna kanadíska mótið í vikunni. "At the end of the day money talks and you'd rather have them as a partner." Rory McIlroy says that the PGA Tour, DP World Tour, and LIV Golf merger is 'ultimately good for the game of professional golf'. pic.twitter.com/ifSW1BDnNp— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 7, 2023 Kylfingar sem höfðu ekki áhuga á að taka við sádiarabískum peningum, af siðferðislegum eða öðrum ástæðum, hafa nú ekki um aðra kosti að velja. „Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá ætlaði PIF að halda áfram að eyða pening í golf. Nú stýrir PGA-mótaröðin að minnsta kosti hvernig þeim peningum er varið,“ sagði McIlroy sem lýsti því á sama tíma að hann hataði enn LIV. Ákvörðunin væri þó líklega golfíþróttinni fyrir bestu. This week's golf merger confirms Saudi Arabia's impact on the sport - and further reveals the extent of Saudi ambitions on the global stage. 6 mins on a story that matters whether you're a golf fan or not. Produced by Michael Cox, Mary Fuller & Floyd Cush https://t.co/NLxP7iSmrq pic.twitter.com/eH1SlqSLr4— Ros Atkins (@BBCRosAtkins) June 9, 2023 Fáir kylfingar hafa úttalað sig um samstarfið við Sáda opinberlega. Andrúmsloftið á fundi sem Monahan, stjóri PGA, átti með leikmönnum á þriðjudag er þó sagt hafa verið þungt og fúkyrði flogið. Einhverjir hafi kallað eftir afsögn Monahan sem þeir telja rúinn trausti eftir atburði síðustu daga. „Segið mér af hverju Jay Monahan fékk í reynd stöðuhækkun sem forstjóri alls golfs í heiminum með því að svíkja allt sem hann sagði undanfarin tvö ár. Hræsnin,“ tísti Dylan Wu, kylfingur á PGA-túrnum sem er í 302. sæti á heimslistanum. Tell me why Jay Monahan basically got a promotion to CEO of all golf in the world by going back on everything he said the past 2 years. The hypocrisy. Wish golf worked like that. I guess money always wins @PGATOUR— Dylan Wu (@dylan_wu59) June 6, 2023 Brandel Chamblee, greinandi Golf Channel, sagðist daginn sem tilkynnt var um samkomulagið einn dapurlegasta daginn í sögu atvinnugolfsins. „Ég tel að stjórnirnar, atvinnumannastofnanirnar, hafi fórnað hugsjónum sínum fyrir hagnað,“ sagði Chamblee sem hefur verið harður andstæðingur LIV. Sakaður um að notfæra sér fórnarlömb hryðjuverkanna í New York Það eru ekki aðeins kylfingar sem bundu trúss sitt við PGA-mótaröðina sem eru sárir út æðstu stjórnendur hennar vegna ákvörðunarinnar um samstarf við Sáda. Þegar deila PGA og LIV stóð sem hæst nýtti Monahan og PGA-mótaröðin sér gagnrýni samtaka aðstandenda fórnarlamba hryðjuverkaárásanna 11. september árið 2001 á bandaríska kylfinga sem gengu til liðs við LIV. Meirihluti hryðjuverkamannanna voru frá Sádi-Arabíu og þarlend stjórnvöld hafa verið sökuð um að fjármagna al-Qaeda. Monahan sagði í útsendingu frá móti í fyrra að hann þekkti persónulega tvær fjölskyldur sem hefðu misst einhvern nákominn í árásunum. Hann myndi vilja spyrja leikmenn sem gengu til liðs við LIV eða íhuguðu það hvort þeir hefðu einhvern tímann þurft að biðjast afsökunar á að tilheyra PGA-mótaröðinni. Jay Monahan, Commissioner of the PGA TOUR, using 9/11 to shame players last year for taking life changing money from LIV Now, he has no problem with the money and merges LIV Golf with the PGA. Disgusting.pic.twitter.com/CUhIodZIpi— Stephen Geiger (@Stephen_Geiger) June 6, 2023 Sameinaðar fjölskyldur 11/9 sendu frá sér harðorða yfirlýsingu eftir að tilkynnt var um samkomulag PGA við Sádana. Sökuðu samtökin Monahan um að notfæra sér hópinn. Nú virtist hann og PGA-mótaröðin vera sjálf orðin launaðir leppar Sáda sem þægju milljarða dollara fyrir að hreinsa orðspor þeirra. „Ég átta mig á að fólk mun kalla mig hræsnara. Hvenær sem ég sagði eitthvað var það á grundvelli þeirra upplýsinga sem ég hafði á þeirri stundu og ég sagði það um einhvern sem var að reyna að keppa við PGA-mótaröðin og um leikmennina okkar. Ég sætti mig við þá gagnrýni en aðstæður breytast. Ég tel mig horfa á stóru myndina,“ sagði Monahan sér til varnar. In an interview on Golf Channel, Jay Monahan stumbles though an attempt to defend his hypocrisy regarding the use of 9/11 families as a talking point against LIV Golf. pic.twitter.com/6blmZd8kDg— Awful Announcing (@awfulannouncing) June 7, 2023 Monahan sagðist ennfremur harma að hafa ekki rætt við fjölskyldur fórnarlamba hryðjuverkanna fyrir fram. Sérstaka athygli hefur þáttur Jimmy Dunne, stjórnarmanns í PGA-mótaröðinni, í samningnum vakið. Dunne vann fyrir fyrirtæki sem var til húsa í öðrum Tvíburaturninum í New York þegar hryðjuverkaárásin var gerð. Sextíu og sex vinnufélagar hans létust, þar á meðal tveir af bestu vinum hans. Dunne hefði sjálfur verið á skrifstofunni ef hann hefði ekki verið að keppa á golfmóti. Dunne hafði látið þau ummæli falla að hann vildi ekki þiggja launatékka frá Sádum á meðan á deilunum við LIV stóð. Nú hefur komið fram að það var hann sem setti sig beint í samband við Rumayyan fyrir hönd PGA-mótaraðarinnar sem hrinti af stað atburðarásinni sem gat samkomulagið af sér. Í viðtali við Golf Channel í vikunni sagði Dunne að hann væri þess fullviss að aðstandendur PIF hefðu ekki haft neitt að gera með hryðjuverkaárásina. Hann kenndi hryðjuverkamönnunum sjálfum um og sagðist jafnvel tilbúinn að taka málin í eigin hendur. Ef einhverjum tekst að finna einhvern sem átti tvímælalaust aðild að þeim drep ég þá sjálfur. Við þurfum ekki að bíða eftir því. Gæti komið til kasta samkeppnisyfirvalda Þrátt fyrir að Monahan og Rumayyan hafi reynt sitt besta til þess að kynna samkomulagið eins og orðinn hlut eru ekki allir sammála um að það verði svo auðsótt að sameina stærstu atvinnumótaraðir heims undir einu flaggi. PGA-mótaröðin er nú þegar til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum vegna mögulegra samkeppnislagabrota í tengslum við refsiaðgerðir gegn LIV-kylfingum. Lögfræðingar LIV sökuðu PGA-mótaröðina um að stunda einokun á atvinnugolfi í málsóknum sínum. Erfitt er að sjá hvernig samstarfið sem var kynnt í vikunni yrði ekki enn meiri einokun á þeim markaði. Uppbygging nýja atvinnugolfsveldisins vekur upp spurningar í þessu samhengi. PGA-mótaröðin hefur fram að þessu verið rekin sem óhagnaðardrifin félagasamtök sem eru í eigu kylfinganna sjálfra sem eiga aðild að þeim. Það form kemur mótaröðinni undan því að greiða skatta en takmarkar einnig möguleika hennar á að umbuna kylfingum á annan hátt en með verðlaunafé frá bakhjörlum einstakra móta. Samkomulag PGA, DP og PIF felur það í sér að þau stofni nýtt hagnaðardrifið félag sem sér um viðskiptahluta mótaraðanna. Til hliðar verða óhagnaðardrifnu félagasamtökin áfram til staðar sem sjá um að halda utan um mótin og íþróttalegan hluta þeirra. Kaldhæðni örlaganna hagaði því þannig að LIV-kylfingurinn Brooks Koepka vann PGA-meistaramótið rétt rúmum tveimur vikum áður en tilkynnt var um samruna bakhjarla LIV og PGA-mótaraðarinnar.Vísir/Getty Vill svipta mótaröðina skattfríðindum sínum Tíðindin fóru því öfugt ofan í suma bandaríska þingmenn. John Garamendi, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, lagði þannig fram frumvarp um að svipta PGA-mótaröðina skattfríðindum sínum strax á miðvikudag. „Jay Monhan, yfirstjórnandi PGA-mótaraðarinnar ætti að skammast sín fyrir augljósa hræsni og kúvendingu sem hann og forysta PGA sýndi með því að leyfa þjóðarsjóði erlendrar ríkisstjórnar með svívirðilega afrekaskrá í mannréttindum að taka yfir helga bandaríska íþróttadeild og komast hjá því að greiða eyri í alríkisfyrirtækjatekjuskatt,“ sagði Garamendi í yfirlýsingu þegar hann lagði frumvarpið fram. Félagar hans í öldungadeild Bandaríkjaþings hvöttu samkeppnisyfirvöld til þess að fara ofan í saumana á samkomulaginu. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Jersey, sagðist ætla að hafa vökult auga með framhaldinu. „Þetta er svo skrýtið. Fulltrúar PGA voru á skrifstofunni minni fyrir bara nokkrum mánuðum að tala um að mannréttindabrot Sáda ættu að útiloka þá frá því að eignast hlut í stórri bandarískri íþrótt. Ég býst við að áhyggjur þeirra hafi ekki verið af mannréttindum eftir allt saman?“ tísti Murphy eftir að tilkynnt var um samstarfið. So weird. PGA officials were in my office just months ago talking about how the Saudis' human rights record should disqualify them from having a stake in a major American sport.I guess maybe their concerns weren't really about human rights? https://t.co/SQ9HQuBsNT— Chris Murphy (@ChrisMurphyCT) June 6, 2023 Einn stjórnmálamaður fagnaði tíðindunum þó sérstaklega: Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Hann lýsti samningnum sem „stórum, fallegum og lokkandi“ fyrir golfíþróttina. Trump á enda hagsmuna að gæta þar sem LIV-mótaröðin hefur keppt á nokkrum völlum sem hann á. Donald Trump með Greg Norman (t.h.) á LIV-móti á Trump National-vellinum í Virginíu fyrir tveimur vikum.AP/Alex Brandon Golf Bandaríkin Sádi-Arabía Evrópusambandið LIV-mótaröðin Morðið á Khashoggi Fréttaskýringar Tengdar fréttir Lítt þekktur kylfingur sagði McIlroy að fara til fjandans Ýmislegt gekk á þegar kylfingar á PGA-mótaröðinni komu saman eftir samrunann við LIV-mótaröðina. Lítt þekktur kylfingur sagði einum fremsta kylfingi heims meðal annars að fara til fjandans. 8. júní 2023 13:31 Samruninn sé góður fyrir golfíþróttina en segist samt enn hata LIV Rory McIlroy, efsti maður heimslistans í golfi, segir að samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi séu þegar allt kemur til alls góðar fréttir fyrir golfíþróttina. Hann segist þó enn hata LIV og vonar að sádiarabíska mótaröðin hverfi alfarið. 7. júní 2023 14:45 PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fordæmalaus klofningur hefur verið innan atvinnugolfs karla allt frá því að Þjóðarsjóður Sádi-Arabíu (PIF) setti á fót sína eigin golfdeild til höfuðs PGA-mótaröðinni bandarísku í fyrra. LIV-mótaröðin svonefnda náði að lokka til sín stórstjörnur og risamótssigurvegara eins og Dustin Johnson, Brooks Koepka, Bryson DeChambeau og Phil Mickelson auk eldri hetja sem mega muna fífil sinn fegurri með því að lofa þeim gulli og grænum skógum af stærðargráðu sem hafði ekki þekkst í íþróttinni áður. Klofningurinn var sérlega hatrammur. Málaferli hafa geisað á milli PGA-mótaraðarinnar og LIV með ásökunum sem gengið hafa á víxl. Samband kylfinga sem tóku gylliboðum Sáda við þá sem urðu eftir á bandarísku mótaröðinni súrnaði fljótt og óljóst hvort þar grói um heilt aftur. Tiger Woods, besti kylfingur allra tíma, að margra mati, sakaði LIV-kylfinga um að snúa bakinu við mótaröðinni sem gerði þá ríka og fræga. Mæting og áhorf á LIV-mót hefur verið dræmt frá því að deildinni var komið á laggirnar í fyrra. Margir telja að tilgangurinn með henni hafi allan tímann verið að koma Sádum inn fyrir dyrnar hjá PGA-mótaröðinni.Vísir/Getty „Blóðpeningar“ og peningaþvætti Stjórnendur PGA-mótaraðarinnar tjölduðu öllu til enda stafaði henni tilvistarleg ógn af LIV sem hafði fjárhagslegt bolmagn til þess að stinga undan henni með því að stela helstu stjörnum íþróttarinnar. Kylfingum sem færðu sig yfir á LIV-mótaröðina var bannað að keppa samhliða á PGA-mótaröðinni. Þeir voru einnig sviptir möguleikanum á að vinna sér inn stig á heimslistann í golfi sem ræður því meðal annars hverjir komast inn á fjögur risamót golfsins. Fulltrúar PGA-mótaraðarinnar þreyttust ekki á að saka LIV um að spreða „blóðpeningum“ og að vera hluta af svokölluðu „íþróttaþvætti“ á ímynd Sádi-Arabíu þar sem mannréttindi eru virt að vettugi, ekki síst eftir að útsendarar þarlendra stjórnvalda myrtu Jamal Khashoggi, blaðamann sem var búsettur í Bandaríkjunum, á hrottalegan hátt í Tyrklandi árið 2018. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohamed bin Salman, krónprins og raunverulegur stjórnandi Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið persónulega. Sádar neita því. Á móti sökuðu stjórnendur LIV og yfirlýsingaglaðari kylfingar hennar PGA-mótaröðina um brot á bandarískum samkeppnislögum með því að útiloka LIV-keppendur. Þeir héldu því sjálfir fram að markmið LIV væri að hrista upp í atvinnugolfinu og stuðla að vexti íþróttarinnar í heiminum. Yasir al-Rumayyan, stjórnandi PIF og stjórnarformaður Newcastle, (t.h.) með Dustin Johnson á LIV-móti á Egnlandi í fyrra. Johnson var ein þeirra stjarna sem LIV náði að lokka yfir af PGA-túrnum.Vísir/EPA Kom aftan að kylfingunum Tíðindin af því að PGA-mótaröðin og DP-heimsmótaröðin (áður Evrópumótaröðin) ætluðu í eina sæng með PIF komu því eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Jay Monahan, yfirstjórnandi PGA-mótaraðarinnar, og Yasir bin Othman al-Rumayyan, yfirmaður PIF, greindu frá þeim á þriðjudagsmorgun. PGA-kylfingarnir komu af fjöllum og golfpressan hafði hvorki heyrt hósta né stunu um að samkomulag af þessu tagi væri til umræðu á milli stríðandi fylkinganna. Jafnvel Rory McIlroy, ein skærasta stjarna PGA-mótaraðarinnar sem hefur tekið marga slagi fyrir hönd hennar í stríðinu við LIV síðasta árið, var ekki kunnugt um hvað stæði til fyrr en rétt áður en tilkynningin var send út. Hlutskipti Gregs Norman, fyrrum atvinnukylfingsins og stjórnanda LIV sem hefur verið sérlega herskár í garð PGA-túrsins, var enn vandræðalegra en margra annarra. Þegar Rumayyan var spurður að því í sjónvarpsviðtali hvort að Norman hefði vitað af samkomulaginu viðurkenndi stjórnandi PIF að hann hefði aðeins greint Norman frá því nokkrum mínútum áður en tilkynningin var send út. „Hákarlinn“ Greg Norman hefur stýrt LIV-mótaröðinni. Hann segir að hún haldi áfram þrátt fyrir samkomulag PIF við stóru mótaraðirnar. Erfitt er að sjá hvernig stjórnendur PGA- og DP-mótaraðanna gætu sætt sig við það eftir það sem á undan er gengið.Vísir/Getty Óvíst hvað verður um LIV Tvennum sögum fer af því hvað samstarfið felur í sér. Fjölmiðlar lýstu því í fyrstu sem „samruna“ PGA, LIV og DP-mótaraðanna. Samkomulagið er hins vegar á milli PGA, DP og PIF, ekki LIV. Saman ætla þau að stofna nýtt félag utan um rekstur sinn. Monahan á að verða forstjóri þessa nýja félags, sem hefur ekki fengið formlegt nafn ennþá, en Rumayyan stjórnarformaður. Ekki er gert ráð fyrir að Norman frá LIV fái hlutverk í þessari nýju og fögru veröld. PIF leggur til réttindi sem tengjast LIV-mótaröðinni en ekkert er fjallað um að hún renni á nokkurn hátt inn í stóru mótaraðirnar tvær að öðru leyti en að það verði skoðað hvað hún hafi til málanna að leggja síðar. Í tilkynningunni var talað um að PGA,DP og PIF ætli að vinna saman að „sanngjörnu og hlutlægu“ ferli til að gera kylfingum á LIV-mótaröðinni að sækja aftur um aðild að PGA- og DP-mótaröðunum eftir þetta keppnistímabil. Ekki er ljóst hvað verður um möguleika LIV-kylfinga á að spila í Ryder- og Forsetabikarnum sem þeir voru útilokaður frá við klofninginn. Samkomulagið bindur enda á allar málsóknir sem tengjast deilum mótaraðanna þriggja sem hafa sligað PGA-mótaröðina með himinháum lögfræðikostnaði sem bítur síður á PIF með sína nær óþrjótandi sjóði. Monahan lýsti samkomulaginu sem sögulegum tíðindum sem lokaði þeirri gjá sem hefði myndast í atvinnugolfi karla síðustu tvö árin. Það er þó ennþá meira í ætt við viljayfirlýsingu en endanlegan samning. Enn liggur því ekkert fyrir um hvernig mótaraðirnar verða skipulagðar ef samkomulagið nær fram að ganga eða hver afdrif LIV-mótaraðarinnar verður eftir að þessu keppnistímabili lýkur. Jay Monahan hleypti upp golfheiminum þegar hann tilkynnti um óvænt samstarf við erkifjendur PGA-mótaraðarinnar: sádiarabíska eigendur LIV-mótaraðarinnar.Vísir/EPA Náðu markmiði sínu á endanum Niðurstaðan virðist vera sú að þær fúlgur fjár sem PIF sökkti áður í LIV-mótaröðina fari nú í staðinn til stóru mótaraðanna tveggja. Kunnugir í golfbransanum telja að það hafi verið markmið Sáda allan tímann. Þeir hafi reynt að kaupa sig inn í PGA-mótaröðina fyrir nokkrum árum en talað fyrir daufum eyrum. LIV hafi verið aðferð þeirra til að þvinga sér leið að samningaborðinu. Þeir hafi ekki haft raunverulegan áhuga á að reka sína eigin mótaröð enda benti fátt til þess að LIV yrði sjálfbær á nokkurn hátt á næstunni. Að því leyti er samkomulagið sögulega sigur fyrir PIF sem hefur þá náð upphaflegu markmiði sínu. Stjórnendur PGA-mótaraðarinnar geta á móti bent á að samkvæmt samkomulaginu fái hún að tilnefna meirihluta stjórnar nýja félagins og ráði meirihluta atkvæða. „Golf, bara háværara,“ stendur á spjaldi fyrir aftan Cameron Smith, opna breska meistarann sem skipti yfir á LIV-mótaröðina í fyrra. Stjórnendur LIV þóttust ætla að fríska upp á golfíþróttina með afslappaðra andrúmslofti og breyttu keppnisfyrirkomulagi. Á LIV keppa kylfingar í liðum og mega vera á stuttbuxum.Vísir/Getty Kaupa sér áhrif og virðugleika í gegnum íþróttir Hrosskaupin með atvinnugolfið eiga sér ekki stað í tómarúmi. Þau eru hluti af markvissri herferð Sáda og fleiri olíuþjóða til þess að renna fjölbreyttari stoðum undir hagkerfi sín og fegra ímynd sína í heiminum. Ásakanir um svokallað íþróttaþvætti (e. sport washing) voru háværar þegar smáríkið Katar hélt heimsmeistaramótið í knattspyrnu í vetur þrátt fyrir að það státi ekki af neinni knattspyrnuhefð og hafi þurft að reisa öll innviði frá grunni. Færa þurfti mótið frá sumri til veturs til að hægt væri að halda það í eyðimerkurhitanum í Katar. Heimsmeistaramótið er fjarri því eina dæmið um íþróttaþvott af þessu tagi. Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa átt enska knattspyrnuliðið Manchester City og fjármagnað nýfundna velgengni þess, mögulega með óheiðarlegum aðferðum, um árabil. Katar á franska meistaraliðið Paris Saint-Germain og gæti fest kaup á enska risanum Manchester United á næstunni. PIF keypti ráðandi hlut í enska liðinu Newcastle fyrir tveimur árum og er þegar búið að breyta því úr hálfgerðum trúðabíl í Meistaradeildarlið. Rumayyan er stjórnarformaður liðsins. Yasir al-Rumayyan, stjórnarndi PIF og stjórnarformaður Newcastle, sigurreifur á leik liðsins í London árið 2021.Vísir/EPA Nú í sömu viku og tilkynnt var um kaup PIF á atvinnumótaröðum karla bárust fréttir af því að sjóðurinn hefði lokkað stór nöfn úr knattspyrnunni eins og Karim Benzema frá Real Madrid og Ngolo Kante frá Chelsea til að spila fyrir nýlega þjóðnýtt lið í sádiarabísku deildinni á samningum sem eru metnir á hundruð milljóna evra. Cristiano Ronaldo spilaði í deildinni í vetur. Árlegir leikir deildar- og bikarmeistar í spænsku knattspyrnunni fara nú fram í Sádi-Arabíu og Sádarnir eru sagðir falast eftir að halda heimsmeistaramótið árið 2030. Angar PIF teygja sig einnig til Formúlu 1 þar sem sjóðurinn hefur lagt milljarða dollara í kappaksturslið Aston Martin sem er skyndilega byrjað að keppa um verðlaunasæti. Formúla 1 keppir nú í Jeddah í Sádi-Arabíu og PIF er jafnvel sagt hafa gert tilboð í mótaröðina sjálfa árið 2017. Nick McGeehan frá mannréttindasamtökunum FairSquare segir breska blaðinu The Independent að samstarf PIF og PGA auk fjárfestinganna í Newcastle, deildinni heima fyrir og HM-umsókninni sýni hversu stórt hlutverk íþróttir leiki nú í áhrifaherferð Sáda. „Golf býður upp á virðugleika, fótboltinn kemur með almannahylli og vinsældir og Sádi-Arabía þarf á hvoru tveggja að halda til þess að ná fram metnaðarfullum markmiðum sínum heima fyrir á sama tíma og fantar Mohameds bin Salman halda almenningi enn í heljargreipum,“ segir McGeehan. Mikil umræða átti sér stað um svonefnt íþróttaþvætti þegar Katar hélt heimsmeistaramótið í knattspyrnu í vetur. Ásakanir hafa lengi verið um að Katarar hafi mútað stjórnendum Alþjóðaknattspyrnusambandsins til þess að fá mótið.Vísir/EPA Leið eins og „fórnardýri“ Í ljósi alls þess sem á undan er gengið og þeirra orða sem hafa verið látin falla í baráttu PGA við LIV undanfarin tvö ár eru margir með óbragð í munni, ekki síst kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina og urðu þannig af milljörðum króna af sádiarabískum olíupeningum. Þeir þurfa nú mögulega að horfa upp á gamla félaga valsa aftur inn á PGA-mótaröðina refsilaust með bólgin peningaveski í rassvasanum. Þetta á ekki síst við um kylfinga eins og McIlroy sem PGA-mótaröðin tefldi ítrekað fram til að tala máli sínu gegn LIV. McIlroy og líkt þenkjandi kylfingar hafa meðal annars lagt málin upp frá því siðferðislega sjónarhorni að LIV skaði heilindi íþróttarinnar. „Það er erfitt fyrir mig að sitja hérna og líða ekki eins og fórnardýri,“ sagði sjáanlega mæddur McIlroy á blaðamannafundi fyrir Opna kanadíska mótið í vikunni. "At the end of the day money talks and you'd rather have them as a partner." Rory McIlroy says that the PGA Tour, DP World Tour, and LIV Golf merger is 'ultimately good for the game of professional golf'. pic.twitter.com/ifSW1BDnNp— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 7, 2023 Kylfingar sem höfðu ekki áhuga á að taka við sádiarabískum peningum, af siðferðislegum eða öðrum ástæðum, hafa nú ekki um aðra kosti að velja. „Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá ætlaði PIF að halda áfram að eyða pening í golf. Nú stýrir PGA-mótaröðin að minnsta kosti hvernig þeim peningum er varið,“ sagði McIlroy sem lýsti því á sama tíma að hann hataði enn LIV. Ákvörðunin væri þó líklega golfíþróttinni fyrir bestu. This week's golf merger confirms Saudi Arabia's impact on the sport - and further reveals the extent of Saudi ambitions on the global stage. 6 mins on a story that matters whether you're a golf fan or not. Produced by Michael Cox, Mary Fuller & Floyd Cush https://t.co/NLxP7iSmrq pic.twitter.com/eH1SlqSLr4— Ros Atkins (@BBCRosAtkins) June 9, 2023 Fáir kylfingar hafa úttalað sig um samstarfið við Sáda opinberlega. Andrúmsloftið á fundi sem Monahan, stjóri PGA, átti með leikmönnum á þriðjudag er þó sagt hafa verið þungt og fúkyrði flogið. Einhverjir hafi kallað eftir afsögn Monahan sem þeir telja rúinn trausti eftir atburði síðustu daga. „Segið mér af hverju Jay Monahan fékk í reynd stöðuhækkun sem forstjóri alls golfs í heiminum með því að svíkja allt sem hann sagði undanfarin tvö ár. Hræsnin,“ tísti Dylan Wu, kylfingur á PGA-túrnum sem er í 302. sæti á heimslistanum. Tell me why Jay Monahan basically got a promotion to CEO of all golf in the world by going back on everything he said the past 2 years. The hypocrisy. Wish golf worked like that. I guess money always wins @PGATOUR— Dylan Wu (@dylan_wu59) June 6, 2023 Brandel Chamblee, greinandi Golf Channel, sagðist daginn sem tilkynnt var um samkomulagið einn dapurlegasta daginn í sögu atvinnugolfsins. „Ég tel að stjórnirnar, atvinnumannastofnanirnar, hafi fórnað hugsjónum sínum fyrir hagnað,“ sagði Chamblee sem hefur verið harður andstæðingur LIV. Sakaður um að notfæra sér fórnarlömb hryðjuverkanna í New York Það eru ekki aðeins kylfingar sem bundu trúss sitt við PGA-mótaröðina sem eru sárir út æðstu stjórnendur hennar vegna ákvörðunarinnar um samstarf við Sáda. Þegar deila PGA og LIV stóð sem hæst nýtti Monahan og PGA-mótaröðin sér gagnrýni samtaka aðstandenda fórnarlamba hryðjuverkaárásanna 11. september árið 2001 á bandaríska kylfinga sem gengu til liðs við LIV. Meirihluti hryðjuverkamannanna voru frá Sádi-Arabíu og þarlend stjórnvöld hafa verið sökuð um að fjármagna al-Qaeda. Monahan sagði í útsendingu frá móti í fyrra að hann þekkti persónulega tvær fjölskyldur sem hefðu misst einhvern nákominn í árásunum. Hann myndi vilja spyrja leikmenn sem gengu til liðs við LIV eða íhuguðu það hvort þeir hefðu einhvern tímann þurft að biðjast afsökunar á að tilheyra PGA-mótaröðinni. Jay Monahan, Commissioner of the PGA TOUR, using 9/11 to shame players last year for taking life changing money from LIV Now, he has no problem with the money and merges LIV Golf with the PGA. Disgusting.pic.twitter.com/CUhIodZIpi— Stephen Geiger (@Stephen_Geiger) June 6, 2023 Sameinaðar fjölskyldur 11/9 sendu frá sér harðorða yfirlýsingu eftir að tilkynnt var um samkomulag PGA við Sádana. Sökuðu samtökin Monahan um að notfæra sér hópinn. Nú virtist hann og PGA-mótaröðin vera sjálf orðin launaðir leppar Sáda sem þægju milljarða dollara fyrir að hreinsa orðspor þeirra. „Ég átta mig á að fólk mun kalla mig hræsnara. Hvenær sem ég sagði eitthvað var það á grundvelli þeirra upplýsinga sem ég hafði á þeirri stundu og ég sagði það um einhvern sem var að reyna að keppa við PGA-mótaröðin og um leikmennina okkar. Ég sætti mig við þá gagnrýni en aðstæður breytast. Ég tel mig horfa á stóru myndina,“ sagði Monahan sér til varnar. In an interview on Golf Channel, Jay Monahan stumbles though an attempt to defend his hypocrisy regarding the use of 9/11 families as a talking point against LIV Golf. pic.twitter.com/6blmZd8kDg— Awful Announcing (@awfulannouncing) June 7, 2023 Monahan sagðist ennfremur harma að hafa ekki rætt við fjölskyldur fórnarlamba hryðjuverkanna fyrir fram. Sérstaka athygli hefur þáttur Jimmy Dunne, stjórnarmanns í PGA-mótaröðinni, í samningnum vakið. Dunne vann fyrir fyrirtæki sem var til húsa í öðrum Tvíburaturninum í New York þegar hryðjuverkaárásin var gerð. Sextíu og sex vinnufélagar hans létust, þar á meðal tveir af bestu vinum hans. Dunne hefði sjálfur verið á skrifstofunni ef hann hefði ekki verið að keppa á golfmóti. Dunne hafði látið þau ummæli falla að hann vildi ekki þiggja launatékka frá Sádum á meðan á deilunum við LIV stóð. Nú hefur komið fram að það var hann sem setti sig beint í samband við Rumayyan fyrir hönd PGA-mótaraðarinnar sem hrinti af stað atburðarásinni sem gat samkomulagið af sér. Í viðtali við Golf Channel í vikunni sagði Dunne að hann væri þess fullviss að aðstandendur PIF hefðu ekki haft neitt að gera með hryðjuverkaárásina. Hann kenndi hryðjuverkamönnunum sjálfum um og sagðist jafnvel tilbúinn að taka málin í eigin hendur. Ef einhverjum tekst að finna einhvern sem átti tvímælalaust aðild að þeim drep ég þá sjálfur. Við þurfum ekki að bíða eftir því. Gæti komið til kasta samkeppnisyfirvalda Þrátt fyrir að Monahan og Rumayyan hafi reynt sitt besta til þess að kynna samkomulagið eins og orðinn hlut eru ekki allir sammála um að það verði svo auðsótt að sameina stærstu atvinnumótaraðir heims undir einu flaggi. PGA-mótaröðin er nú þegar til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum vegna mögulegra samkeppnislagabrota í tengslum við refsiaðgerðir gegn LIV-kylfingum. Lögfræðingar LIV sökuðu PGA-mótaröðina um að stunda einokun á atvinnugolfi í málsóknum sínum. Erfitt er að sjá hvernig samstarfið sem var kynnt í vikunni yrði ekki enn meiri einokun á þeim markaði. Uppbygging nýja atvinnugolfsveldisins vekur upp spurningar í þessu samhengi. PGA-mótaröðin hefur fram að þessu verið rekin sem óhagnaðardrifin félagasamtök sem eru í eigu kylfinganna sjálfra sem eiga aðild að þeim. Það form kemur mótaröðinni undan því að greiða skatta en takmarkar einnig möguleika hennar á að umbuna kylfingum á annan hátt en með verðlaunafé frá bakhjörlum einstakra móta. Samkomulag PGA, DP og PIF felur það í sér að þau stofni nýtt hagnaðardrifið félag sem sér um viðskiptahluta mótaraðanna. Til hliðar verða óhagnaðardrifnu félagasamtökin áfram til staðar sem sjá um að halda utan um mótin og íþróttalegan hluta þeirra. Kaldhæðni örlaganna hagaði því þannig að LIV-kylfingurinn Brooks Koepka vann PGA-meistaramótið rétt rúmum tveimur vikum áður en tilkynnt var um samruna bakhjarla LIV og PGA-mótaraðarinnar.Vísir/Getty Vill svipta mótaröðina skattfríðindum sínum Tíðindin fóru því öfugt ofan í suma bandaríska þingmenn. John Garamendi, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, lagði þannig fram frumvarp um að svipta PGA-mótaröðina skattfríðindum sínum strax á miðvikudag. „Jay Monhan, yfirstjórnandi PGA-mótaraðarinnar ætti að skammast sín fyrir augljósa hræsni og kúvendingu sem hann og forysta PGA sýndi með því að leyfa þjóðarsjóði erlendrar ríkisstjórnar með svívirðilega afrekaskrá í mannréttindum að taka yfir helga bandaríska íþróttadeild og komast hjá því að greiða eyri í alríkisfyrirtækjatekjuskatt,“ sagði Garamendi í yfirlýsingu þegar hann lagði frumvarpið fram. Félagar hans í öldungadeild Bandaríkjaþings hvöttu samkeppnisyfirvöld til þess að fara ofan í saumana á samkomulaginu. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Jersey, sagðist ætla að hafa vökult auga með framhaldinu. „Þetta er svo skrýtið. Fulltrúar PGA voru á skrifstofunni minni fyrir bara nokkrum mánuðum að tala um að mannréttindabrot Sáda ættu að útiloka þá frá því að eignast hlut í stórri bandarískri íþrótt. Ég býst við að áhyggjur þeirra hafi ekki verið af mannréttindum eftir allt saman?“ tísti Murphy eftir að tilkynnt var um samstarfið. So weird. PGA officials were in my office just months ago talking about how the Saudis' human rights record should disqualify them from having a stake in a major American sport.I guess maybe their concerns weren't really about human rights? https://t.co/SQ9HQuBsNT— Chris Murphy (@ChrisMurphyCT) June 6, 2023 Einn stjórnmálamaður fagnaði tíðindunum þó sérstaklega: Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Hann lýsti samningnum sem „stórum, fallegum og lokkandi“ fyrir golfíþróttina. Trump á enda hagsmuna að gæta þar sem LIV-mótaröðin hefur keppt á nokkrum völlum sem hann á. Donald Trump með Greg Norman (t.h.) á LIV-móti á Trump National-vellinum í Virginíu fyrir tveimur vikum.AP/Alex Brandon
Golf Bandaríkin Sádi-Arabía Evrópusambandið LIV-mótaröðin Morðið á Khashoggi Fréttaskýringar Tengdar fréttir Lítt þekktur kylfingur sagði McIlroy að fara til fjandans Ýmislegt gekk á þegar kylfingar á PGA-mótaröðinni komu saman eftir samrunann við LIV-mótaröðina. Lítt þekktur kylfingur sagði einum fremsta kylfingi heims meðal annars að fara til fjandans. 8. júní 2023 13:31 Samruninn sé góður fyrir golfíþróttina en segist samt enn hata LIV Rory McIlroy, efsti maður heimslistans í golfi, segir að samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi séu þegar allt kemur til alls góðar fréttir fyrir golfíþróttina. Hann segist þó enn hata LIV og vonar að sádiarabíska mótaröðin hverfi alfarið. 7. júní 2023 14:45 PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Lítt þekktur kylfingur sagði McIlroy að fara til fjandans Ýmislegt gekk á þegar kylfingar á PGA-mótaröðinni komu saman eftir samrunann við LIV-mótaröðina. Lítt þekktur kylfingur sagði einum fremsta kylfingi heims meðal annars að fara til fjandans. 8. júní 2023 13:31
Samruninn sé góður fyrir golfíþróttina en segist samt enn hata LIV Rory McIlroy, efsti maður heimslistans í golfi, segir að samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi séu þegar allt kemur til alls góðar fréttir fyrir golfíþróttina. Hann segist þó enn hata LIV og vonar að sádiarabíska mótaröðin hverfi alfarið. 7. júní 2023 14:45
PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44