Byrjaðir að nota klasasprengjur Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2023 14:10 Lögregluþjónar virða fyrir sér brak úr eldflaugum sem Rússar skutu að Karkívborg í fyrra. Margar af þessum eldflaugum báru klasasprengjur. AP/Libkos Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. Heimildarmenn Washington Post í Úkraínu, segja að til að byrja með séu sprengjurnar notaðar til að veikja umfangsmiklar varnir Rússa í suðri en Úkraínumenn hafa átt erfitt með að sækja fram vegna þessara varna. Klasasprengjur eru mjög umdeildar og hafa verið bannaðar í 123 ríkjum víða um heim. Áður en klasasprengjur lenda, opnast þær og dreifa fjölda minni sprengja. Minni sprengjurnar eru á stærð við handsprengju og þær geta dreifst yfir stórt svæði. Eitt af því sem gerir vopnin svo umdeild er að hluti minni sprengjanna springur ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar en Úkraínumenn segjast ætla að reyna að takmarka þau áhrif sem sprengjurnar gætu haft á óbreytta borgara. Sjá einnig: Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Úkraínumenn hafa lengi beðið um þessi vopn frá Bandaríkjunum, sem sitja á umfangsmiklum birgðum af þeim. Þeim er skotið með hefðbundnum stórskotaliðsvopnum sem Úkraínumenn hafa þegar fengið frá bakhjörlum sínum. Auk þess að þeir noti þær í átökunum í suðurhluta landsins, þar sem Úkraínumenn reyna að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa, er einnig talið að þær verði notaðar við rústir borgarinnar Bakhmut. Þar hafa Úkraínumenn náð nokkrum árangri á útjöðrum borgarinnar og segjast þeir færast nær því að umkringja rússneska hermenn þar. Gífurlega umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst úkraínskum hermönnum mjög erfið. Þyrlur og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum hafa einnig komið mjög niður á sókn Úkraínumanna. Því hafa Úkraínumenn breytt um stefnu og ætla þeir að reyna að vinna hægt og rólega að því að veikja varnir Rússa með stórskotaliðsárásum á skotgrafir þeirra, og eld- og stýriflaugaárásum á birgðanet Rússa og stjórnstöðvar. Með því að nota klasasprengjur geta Úkraínumenn haldið þrýstingi á Rússa mun lengur en þeir gætu án þeirra. Reyna að auka sjálfbærni Úkraínumanna Úkraínumenn hafa fengið mikið magn bryn- og skriðdreka frá bakhjörlum sínum. Eðli málsins samkvæmt hafa Rússar grandað eða skemmt marga af þeim. Það hefur reynst flókið fyrir úkraníska hermenn að halda utan um viðhald á þessum farartækjum, sem koma frá mörgum ríkjum. Þar af leiðandi þurfa Úkraínumenn að eiga margskonar varahluti og viðgerðarbæklingar eru ekki endilega til á úkraínsku, auk annarra vandamála. Skemmist bryn- og skriðdrekar mikið hafa Úkraínumenn þurft að flytja þá til Póllands, Tékklands eða jafnvel til Þýskalands. Þá hafa Úkraínumenn einnig kvartað yfir því að hergögn sem þeir hafa fengið frá bakhjörlum sínum hafi ekki verið í nothæfu ástandi þegar þau berast til Úkraínu. Aukin áhersla hefur verið sett í reyna að auka sjálfbærni Úkraínumanna og auðvelda þeim þessar viðgerðir svo hægt sé að koma skemmdum bryn- og skriðdrekum aftur á víglínurnar eins fljótt og auðið er. Pólverjar, Bandaríkjamenn og Bretar leiða 22 þjóða hóp sem reynir að halda utan um viðhald úkraínskra hergagna. Það hefur þó reynst erfitt, samkvæmt frétt Politico. Pólverjar og Þjóðverjar ætluðu í sameiningu að reisa viðgerðarstöð fyrir Leopard skriðdreka í Póllandi en viðræður þar að lútandi féllu niður vegna deilna um kostnað. Á meðan sitja skemmdir skriðdrekar fastir í Póllandi en nú stendur til að reyna að gera við þá í Þýskalandi og í Litháen, eftir einhvern tíma. Bandaríkjamenn hafa samkvæmt Politico þýtt rúmlega 700 viðgerðarbæklinga og leitað til vopnaframleiðenda eftir gögnum og upplýsingum um vopn og hergögn. Þá er einnig unnið að því að auka hergagnaframleiðslu á Vesturlöndum og þá sérstaklega á skotfærum fyrir stórskotalið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Rússland Tengdar fréttir Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Fer ekki til Suður-Afríku vegna handtökuskipunar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki til Suður-Afríku á fund BRICS-ríkjanna svokölluðu. Ef Pútín færi ætti hann á hættu að vera handtekinn fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. 19. júlí 2023 11:29 „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Heimildarmenn Washington Post í Úkraínu, segja að til að byrja með séu sprengjurnar notaðar til að veikja umfangsmiklar varnir Rússa í suðri en Úkraínumenn hafa átt erfitt með að sækja fram vegna þessara varna. Klasasprengjur eru mjög umdeildar og hafa verið bannaðar í 123 ríkjum víða um heim. Áður en klasasprengjur lenda, opnast þær og dreifa fjölda minni sprengja. Minni sprengjurnar eru á stærð við handsprengju og þær geta dreifst yfir stórt svæði. Eitt af því sem gerir vopnin svo umdeild er að hluti minni sprengjanna springur ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar en Úkraínumenn segjast ætla að reyna að takmarka þau áhrif sem sprengjurnar gætu haft á óbreytta borgara. Sjá einnig: Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Úkraínumenn hafa lengi beðið um þessi vopn frá Bandaríkjunum, sem sitja á umfangsmiklum birgðum af þeim. Þeim er skotið með hefðbundnum stórskotaliðsvopnum sem Úkraínumenn hafa þegar fengið frá bakhjörlum sínum. Auk þess að þeir noti þær í átökunum í suðurhluta landsins, þar sem Úkraínumenn reyna að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa, er einnig talið að þær verði notaðar við rústir borgarinnar Bakhmut. Þar hafa Úkraínumenn náð nokkrum árangri á útjöðrum borgarinnar og segjast þeir færast nær því að umkringja rússneska hermenn þar. Gífurlega umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst úkraínskum hermönnum mjög erfið. Þyrlur og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum hafa einnig komið mjög niður á sókn Úkraínumanna. Því hafa Úkraínumenn breytt um stefnu og ætla þeir að reyna að vinna hægt og rólega að því að veikja varnir Rússa með stórskotaliðsárásum á skotgrafir þeirra, og eld- og stýriflaugaárásum á birgðanet Rússa og stjórnstöðvar. Með því að nota klasasprengjur geta Úkraínumenn haldið þrýstingi á Rússa mun lengur en þeir gætu án þeirra. Reyna að auka sjálfbærni Úkraínumanna Úkraínumenn hafa fengið mikið magn bryn- og skriðdreka frá bakhjörlum sínum. Eðli málsins samkvæmt hafa Rússar grandað eða skemmt marga af þeim. Það hefur reynst flókið fyrir úkraníska hermenn að halda utan um viðhald á þessum farartækjum, sem koma frá mörgum ríkjum. Þar af leiðandi þurfa Úkraínumenn að eiga margskonar varahluti og viðgerðarbæklingar eru ekki endilega til á úkraínsku, auk annarra vandamála. Skemmist bryn- og skriðdrekar mikið hafa Úkraínumenn þurft að flytja þá til Póllands, Tékklands eða jafnvel til Þýskalands. Þá hafa Úkraínumenn einnig kvartað yfir því að hergögn sem þeir hafa fengið frá bakhjörlum sínum hafi ekki verið í nothæfu ástandi þegar þau berast til Úkraínu. Aukin áhersla hefur verið sett í reyna að auka sjálfbærni Úkraínumanna og auðvelda þeim þessar viðgerðir svo hægt sé að koma skemmdum bryn- og skriðdrekum aftur á víglínurnar eins fljótt og auðið er. Pólverjar, Bandaríkjamenn og Bretar leiða 22 þjóða hóp sem reynir að halda utan um viðhald úkraínskra hergagna. Það hefur þó reynst erfitt, samkvæmt frétt Politico. Pólverjar og Þjóðverjar ætluðu í sameiningu að reisa viðgerðarstöð fyrir Leopard skriðdreka í Póllandi en viðræður þar að lútandi féllu niður vegna deilna um kostnað. Á meðan sitja skemmdir skriðdrekar fastir í Póllandi en nú stendur til að reyna að gera við þá í Þýskalandi og í Litháen, eftir einhvern tíma. Bandaríkjamenn hafa samkvæmt Politico þýtt rúmlega 700 viðgerðarbæklinga og leitað til vopnaframleiðenda eftir gögnum og upplýsingum um vopn og hergögn. Þá er einnig unnið að því að auka hergagnaframleiðslu á Vesturlöndum og þá sérstaklega á skotfærum fyrir stórskotalið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Rússland Tengdar fréttir Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Fer ekki til Suður-Afríku vegna handtökuskipunar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki til Suður-Afríku á fund BRICS-ríkjanna svokölluðu. Ef Pútín færi ætti hann á hættu að vera handtekinn fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. 19. júlí 2023 11:29 „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15
Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54
Fer ekki til Suður-Afríku vegna handtökuskipunar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki til Suður-Afríku á fund BRICS-ríkjanna svokölluðu. Ef Pútín færi ætti hann á hættu að vera handtekinn fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. 19. júlí 2023 11:29
„Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21