Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2023 10:47 John Grisham og George R.R. Martin eru meðal þeirra rithöfunda sem hafa höfðað mál gegn OpenAI vegna gervigreindarinnar ChatGPT. AP Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað. Lögmenn rithöfundanna höfðuðu málið í New York á þriðjudaginn og eru þau studd af hagsmunasamtökum rithöfunda í Bandaríkjunum; Authors Guild. Gervigreindir eins og ChatGPT eru í einföldu máli sagt, látnar skoða mikið magn texta sem finna má á internetinu, eins og fréttir, síður á Wikipedia, samtöl á samfélagsmiðlum og ýmislegt annað, svo þær læri að skrifa, svara spurningum og jafnvel semja bækur í stíl tiltekinna höfunda. Gagnrýnendur þessara gervigreinda hafa lengi talið að meðal annars hafi ólöglegar útgáfur af bókum rithöfunda, sem finna má á internetinu, verið notaðar til að þjálfa þær. Í lögsókn rithöfundanna er vísað til sérstakra dæma að leitum á nöfnum rithöfundanna. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til þess að gerigreindin hafi til að mynda notað persónur og sögu George R.R. Martin úr A Song of Ice and Fire bókunum og skrifað forsögu að Game of Thrones sem bar titilinn A Dawn of Direwolves. Við þau skrif notaði gervigreindin einnig persónur úr sögum Martins. Segir bókmenntir í húfi Rithöfundarnir eru ósáttir við að verk þeirra séu notuð til að þjálfa gervigreindina en aðrar starfstéttir eins og tónlistarmenn og handritshöfundar hafa áður lýst yfir sambærilegum áhyggjum. Lögsóknum sem þessum gegn OpenAI hefur farið fjölgandi. Mary Rasenberger, framkvæmdastjóri Authors Guild, segir í yfirlýsingu að gífurlega mikilvægt sé að stöðva þennan þjófnað. Bókmenntargeiri Bandaríkjanna sé í húfi og aðrir skapandi geirar sem tengja bókmenntum. „Góðar bækur eru yfirleitt skrifaðar af fólki sem hefur varið öllum ferli sínum, og jafnvel allri ævinni, í að læra og fullkomna skrif þeirra. Til að varðveita bókmenntir okkar, verða rithöfundar að stjórna því hvort og hvernig verk þeirra eru notuð af gervigreind.“ Rithöfundarnir átján eru David Baldacci, Mary Bly, Michael Connelly, Sylvia Day, Jonathan Franzen, John Grisham, Elin Hilderbrand, Christina Baker Kline, Maya Shanbhag Lang, Victor Lavalle, George R.R. Martin, Jodi Picoult, Douglas Preston, Roxana Robinson, George Saunders, Scott Turow og Rachel Vail. Lögsóknina má finna hér en rithöfundarnir vilja skaðabætur og að OpenAI verði meinað að nota verk þeirra við þjálfun gervigreindar. Notkun gervigreindar hefur einnig verið stór liður í deilum handritshöfunda og leikara við framleiðendur í Hollywood á undanförnum mánuðum. Segjast virða rétt höfunda Forsvarsmenn OpenAI sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu fyrirtækið virða réttindi rithöfunda og sögðust telja að þeir gætu hagnast á gervigreindartækni. „Við eigum í uppbyggilegum viðræðum við marga höfunda um heiminn allan og þar á meðal við Authors Guild, og við höfum unnið að því í sameiningu að skilja og ræða áhyggjur af gervigreind.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að forsvarsmenn OpenAI séu vongóðir um að finnast muni leiðir til samvinnu sem hagnist öllum og hjálpi fólki að nýta þessa nýju tækni. Tækni Bókmenntir Gervigreind Game of Thrones Bandaríkin Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira
Lögmenn rithöfundanna höfðuðu málið í New York á þriðjudaginn og eru þau studd af hagsmunasamtökum rithöfunda í Bandaríkjunum; Authors Guild. Gervigreindir eins og ChatGPT eru í einföldu máli sagt, látnar skoða mikið magn texta sem finna má á internetinu, eins og fréttir, síður á Wikipedia, samtöl á samfélagsmiðlum og ýmislegt annað, svo þær læri að skrifa, svara spurningum og jafnvel semja bækur í stíl tiltekinna höfunda. Gagnrýnendur þessara gervigreinda hafa lengi talið að meðal annars hafi ólöglegar útgáfur af bókum rithöfunda, sem finna má á internetinu, verið notaðar til að þjálfa þær. Í lögsókn rithöfundanna er vísað til sérstakra dæma að leitum á nöfnum rithöfundanna. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til þess að gerigreindin hafi til að mynda notað persónur og sögu George R.R. Martin úr A Song of Ice and Fire bókunum og skrifað forsögu að Game of Thrones sem bar titilinn A Dawn of Direwolves. Við þau skrif notaði gervigreindin einnig persónur úr sögum Martins. Segir bókmenntir í húfi Rithöfundarnir eru ósáttir við að verk þeirra séu notuð til að þjálfa gervigreindina en aðrar starfstéttir eins og tónlistarmenn og handritshöfundar hafa áður lýst yfir sambærilegum áhyggjum. Lögsóknum sem þessum gegn OpenAI hefur farið fjölgandi. Mary Rasenberger, framkvæmdastjóri Authors Guild, segir í yfirlýsingu að gífurlega mikilvægt sé að stöðva þennan þjófnað. Bókmenntargeiri Bandaríkjanna sé í húfi og aðrir skapandi geirar sem tengja bókmenntum. „Góðar bækur eru yfirleitt skrifaðar af fólki sem hefur varið öllum ferli sínum, og jafnvel allri ævinni, í að læra og fullkomna skrif þeirra. Til að varðveita bókmenntir okkar, verða rithöfundar að stjórna því hvort og hvernig verk þeirra eru notuð af gervigreind.“ Rithöfundarnir átján eru David Baldacci, Mary Bly, Michael Connelly, Sylvia Day, Jonathan Franzen, John Grisham, Elin Hilderbrand, Christina Baker Kline, Maya Shanbhag Lang, Victor Lavalle, George R.R. Martin, Jodi Picoult, Douglas Preston, Roxana Robinson, George Saunders, Scott Turow og Rachel Vail. Lögsóknina má finna hér en rithöfundarnir vilja skaðabætur og að OpenAI verði meinað að nota verk þeirra við þjálfun gervigreindar. Notkun gervigreindar hefur einnig verið stór liður í deilum handritshöfunda og leikara við framleiðendur í Hollywood á undanförnum mánuðum. Segjast virða rétt höfunda Forsvarsmenn OpenAI sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu fyrirtækið virða réttindi rithöfunda og sögðust telja að þeir gætu hagnast á gervigreindartækni. „Við eigum í uppbyggilegum viðræðum við marga höfunda um heiminn allan og þar á meðal við Authors Guild, og við höfum unnið að því í sameiningu að skilja og ræða áhyggjur af gervigreind.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að forsvarsmenn OpenAI séu vongóðir um að finnast muni leiðir til samvinnu sem hagnist öllum og hjálpi fólki að nýta þessa nýju tækni.
Tækni Bókmenntir Gervigreind Game of Thrones Bandaríkin Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira