Birta Kristín fengin til að leiða orkusvið Eflu Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2023 12:44 Birta Kristín Helgadóttir. EFLA Birta Kristín Helgadóttir hefur tekið við stöðu sviðsstjóra Orku hjá Eflu og tekur þar með sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Orkusvið er eitt af fjórum kjarnasviðum fyrirtækisins og telur yfir þrjátíu sérfræðinga. Í tilkynningu frá Eflu segir að Birta taki við hlutverkinu af Steinþóri Gíslasyni sem hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Eflu AB í Svíþjóð ásamt því að taka við því hlutverki að samræma sókn Eflu alþjóðlega í orkuflutningsverkefnum, sem sé helsta sérhæfing Eflu á alþjóðlegum mörkuðum. „Birta kemur til EFLU frá Grænvangi ( e. Green by Iceland) þar sem hún starfaði sem verkefnastjóri og síðar forstöðumaður vettvangsins:„Það eru ótal tækifæri á sviði orkumála í dag, bæði þegar kemur að hefðbundnum og þekktari lausnum en ekki síður á sviði nýsköpunar og þróunar. Mikilvægast er þó að til að ljúka megi orkuskiptum með sjálfbærum hætti, þarf að tryggja að það sé gert í sátt við umhverfi og samfélag, án þess að ganga óþarflega á auðlindir okkar. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta hlutverk með öllu því góða fólki sem starfar hjá EFLU. “ Birta Kristín býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á orkugeiranum og lauk M.Sc. próf í umhverfis- og orkuverkfræði með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa frá Háskóla Íslands. Birta þekkir vel til EFLU en hún starfaði hjá fyrirtækinu á árunum 2014-2019 sem ráðgjafi í teymi endurnýjanlegrar orku. Hennar helstu verkefni voru þá á sviði vindorku og þá einkum við frumhönnun, verkefnastjórnun, stefnumótun, skipulag og umhverfismál. Hún sat einnig í stjórn félags Kvenna í orkumálum 2016-2022 og stjórn Festu - miðstöð um sjálfbærni 2022-2023. Hún hefur jafnframt setið í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís frá árinu 2020. EFLA er eitt stærsta þekkingarfyrirtæki landsins með 50 ára sögu og veitir fjölbreytta ráðgjöf á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir, sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Hjá EFLU samstæðunni starfa yfir 500 starfsmenn í 6 löndum,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Orkumál Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Í tilkynningu frá Eflu segir að Birta taki við hlutverkinu af Steinþóri Gíslasyni sem hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Eflu AB í Svíþjóð ásamt því að taka við því hlutverki að samræma sókn Eflu alþjóðlega í orkuflutningsverkefnum, sem sé helsta sérhæfing Eflu á alþjóðlegum mörkuðum. „Birta kemur til EFLU frá Grænvangi ( e. Green by Iceland) þar sem hún starfaði sem verkefnastjóri og síðar forstöðumaður vettvangsins:„Það eru ótal tækifæri á sviði orkumála í dag, bæði þegar kemur að hefðbundnum og þekktari lausnum en ekki síður á sviði nýsköpunar og þróunar. Mikilvægast er þó að til að ljúka megi orkuskiptum með sjálfbærum hætti, þarf að tryggja að það sé gert í sátt við umhverfi og samfélag, án þess að ganga óþarflega á auðlindir okkar. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta hlutverk með öllu því góða fólki sem starfar hjá EFLU. “ Birta Kristín býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á orkugeiranum og lauk M.Sc. próf í umhverfis- og orkuverkfræði með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa frá Háskóla Íslands. Birta þekkir vel til EFLU en hún starfaði hjá fyrirtækinu á árunum 2014-2019 sem ráðgjafi í teymi endurnýjanlegrar orku. Hennar helstu verkefni voru þá á sviði vindorku og þá einkum við frumhönnun, verkefnastjórnun, stefnumótun, skipulag og umhverfismál. Hún sat einnig í stjórn félags Kvenna í orkumálum 2016-2022 og stjórn Festu - miðstöð um sjálfbærni 2022-2023. Hún hefur jafnframt setið í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís frá árinu 2020. EFLA er eitt stærsta þekkingarfyrirtæki landsins með 50 ára sögu og veitir fjölbreytta ráðgjöf á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir, sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Hjá EFLU samstæðunni starfa yfir 500 starfsmenn í 6 löndum,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Orkumál Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun