Martröð um framhaldsskóla Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 6. október 2023 07:30 Mig dreymdi verulega illa síðustu nótt: Ég er staddur í Hogwartsskólanum í miðri flokkunarathöfn þar sem nemendum er skipt niður í þá fjóra framhaldsskóla sem eftir eru í landinu; Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Ekkert sést til Harry Potter, Hermione eða Rons því þau eru löngu útskrifuð og komin í þægilega innivinnu einhvers staðar. En þarna er Ásmundur Einar Daðason, núverandi mennta- og barnamálaráðherra, í gervi skólameistarans Dumbledore og með honum allur stýrihópurinn um „eflingu“ framhaldsskólastigsins við háborðið. Nærri flokkunarstólnum situr forstjóri Menntamálastofnunar og stýrir flokkunarathöfninni annars hugar. Í flokkunarstólnum situr Dimmalimm og er að kafna undan þungum hattinum. Hún með tyggjó og reikandi augnaráð því hún man ekki alveg hvers vegna hún situr þarna en flettir í örvæntingu í símanum sínum eftir vísbendingum um hvort hún vilji frekar vera nýja eða gamla Dimmalimm eða kannski jafnvel einhvers staðar þar á milli. Flokkunarhatturinn hangir slitinn og lúinn á höfði hennar og tuldrar, "Eni, meni, ming, mang – litlir kassar á lækjarbakka, allir búnir til úr dinga-linga – ússí bússí bakka dæ – enda eru þeir…". Úff! Sem betur fer var þetta bara ljótur og asnalegur draumur en sprettur væntanlega af áhyggjum mínum af því hvað íslenskt þjóðfélag ætlar sér með framhaldsskóla landsins. Núverandi ráðherra hefur sett fram vægast sagt afleit markmið um að fjármagna þokukenndar farsældarhugmyndir með því að tálga innan úr kerfi sem þegar er fjársvelt. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki ætla að fjármagna eigin menntastefnu og stjórnarsáttmála. Það er alveg sama hvar við grípum niður í fjármögnun framhaldsskólastigsins, það er einfaldlega allt á niðurleið og hefur verið lengi. Sem dæmi fara útgjöld ríkisins til málaflokksins, deilt niður á hvern Íslending, hratt og örugglega lækkandi. Samdrátturinn er um 19% frá árinu 2015. Hlutfall útgjalda af vergri landsframleiðslu til framhaldsskólastigsins fór í fyrsta sinn síðan 1980 undir 1% í fyrra, árið 2022. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, árið 1984. Slagorð ríkisstjórnarinnar „Stórsókn í menntamálum“ ómar því ákaflega dauflega í tómri tunnu sem hefur verið rúllað aftur fyrir Stjórnarráðið og ryðgar þar ásamt ýmsu öðru. Alþjóðadagur kennara var haldinn hátíðlegur í gær. Kennarasamband Íslands hefur notað þessa viku októbermánaðar sérstaklega til þess að vekja athygli á mikilvægi kennara undir myllumerkinu #kennaravikan. Fjölmargt annað fólk hefur lagt sitt fram í umræðuna og sérlega vænt þykir mér um kveðju forsætisráðherra til kennara í gær. Margt gott hefur verið dregið fram. Rauði þráðurinn er sá að gott og farsælt skólastarf byggir algerlega á því að kennarar nái að mynda tengsl við nemendur sína og nálgist þá með hvetjandi hætti og hæfilegum áskorunum. Kennarar verða að njóta trausts og faglegs frelsis og starfa í traustu og samheldnu samfélagi innan skóla sem hefur skýrt umboð til að setja sér sjálfstæða stefnu. Skólar verða að hafa svigrúm og frelsi til þess að laga sig að aðstæðum og þróa sig innan frá. Þá má alls ekki setja alla undir einn og sama hattinn, því enginn einn hattur passar á alla skóla. Ég skora á menntayfirvöld – og þjóðina alla – að fjárfesta í framtíð framhaldsskólastigsins og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að framhaldsskólar haldi sjálfstæði sínu og fái svigrúm til að dafna sem farsæl samfélög um þroska unga fólksins okkar sem mun þurfa að taka við keflinu. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Stéttarfélög Skóla - og menntamál Guðjón H. Hauksson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Mig dreymdi verulega illa síðustu nótt: Ég er staddur í Hogwartsskólanum í miðri flokkunarathöfn þar sem nemendum er skipt niður í þá fjóra framhaldsskóla sem eftir eru í landinu; Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Ekkert sést til Harry Potter, Hermione eða Rons því þau eru löngu útskrifuð og komin í þægilega innivinnu einhvers staðar. En þarna er Ásmundur Einar Daðason, núverandi mennta- og barnamálaráðherra, í gervi skólameistarans Dumbledore og með honum allur stýrihópurinn um „eflingu“ framhaldsskólastigsins við háborðið. Nærri flokkunarstólnum situr forstjóri Menntamálastofnunar og stýrir flokkunarathöfninni annars hugar. Í flokkunarstólnum situr Dimmalimm og er að kafna undan þungum hattinum. Hún með tyggjó og reikandi augnaráð því hún man ekki alveg hvers vegna hún situr þarna en flettir í örvæntingu í símanum sínum eftir vísbendingum um hvort hún vilji frekar vera nýja eða gamla Dimmalimm eða kannski jafnvel einhvers staðar þar á milli. Flokkunarhatturinn hangir slitinn og lúinn á höfði hennar og tuldrar, "Eni, meni, ming, mang – litlir kassar á lækjarbakka, allir búnir til úr dinga-linga – ússí bússí bakka dæ – enda eru þeir…". Úff! Sem betur fer var þetta bara ljótur og asnalegur draumur en sprettur væntanlega af áhyggjum mínum af því hvað íslenskt þjóðfélag ætlar sér með framhaldsskóla landsins. Núverandi ráðherra hefur sett fram vægast sagt afleit markmið um að fjármagna þokukenndar farsældarhugmyndir með því að tálga innan úr kerfi sem þegar er fjársvelt. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki ætla að fjármagna eigin menntastefnu og stjórnarsáttmála. Það er alveg sama hvar við grípum niður í fjármögnun framhaldsskólastigsins, það er einfaldlega allt á niðurleið og hefur verið lengi. Sem dæmi fara útgjöld ríkisins til málaflokksins, deilt niður á hvern Íslending, hratt og örugglega lækkandi. Samdrátturinn er um 19% frá árinu 2015. Hlutfall útgjalda af vergri landsframleiðslu til framhaldsskólastigsins fór í fyrsta sinn síðan 1980 undir 1% í fyrra, árið 2022. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, árið 1984. Slagorð ríkisstjórnarinnar „Stórsókn í menntamálum“ ómar því ákaflega dauflega í tómri tunnu sem hefur verið rúllað aftur fyrir Stjórnarráðið og ryðgar þar ásamt ýmsu öðru. Alþjóðadagur kennara var haldinn hátíðlegur í gær. Kennarasamband Íslands hefur notað þessa viku októbermánaðar sérstaklega til þess að vekja athygli á mikilvægi kennara undir myllumerkinu #kennaravikan. Fjölmargt annað fólk hefur lagt sitt fram í umræðuna og sérlega vænt þykir mér um kveðju forsætisráðherra til kennara í gær. Margt gott hefur verið dregið fram. Rauði þráðurinn er sá að gott og farsælt skólastarf byggir algerlega á því að kennarar nái að mynda tengsl við nemendur sína og nálgist þá með hvetjandi hætti og hæfilegum áskorunum. Kennarar verða að njóta trausts og faglegs frelsis og starfa í traustu og samheldnu samfélagi innan skóla sem hefur skýrt umboð til að setja sér sjálfstæða stefnu. Skólar verða að hafa svigrúm og frelsi til þess að laga sig að aðstæðum og þróa sig innan frá. Þá má alls ekki setja alla undir einn og sama hattinn, því enginn einn hattur passar á alla skóla. Ég skora á menntayfirvöld – og þjóðina alla – að fjárfesta í framtíð framhaldsskólastigsins og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að framhaldsskólar haldi sjálfstæði sínu og fái svigrúm til að dafna sem farsæl samfélög um þroska unga fólksins okkar sem mun þurfa að taka við keflinu. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun