Auðlindir hafsins Hólmfríður Árnadóttir skrifar 6. október 2023 08:31 Það ætti ekki að koma neinum á óvart hverjar áherslur matvælaráðherra eru þegar kemur að málefnum sjávar og dýra. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíða lagt mikla áherslu á ábyrga umgengni um auðlindir hafsins, enda þær takmarkaðar og nauðsynlegt að nýta þær á sjálfbæran hátt. Grunnurinn eru rannsóknir og fræðileg þekking sem ávallt þarf að hafa að leiðarljósi þegar lög og reglugerðir eru settar og veiðiheimildum ráðstafað. Nytjastofnar sjávar eru sameign þjóðarinnar og ber að tryggja umgengni og arð með auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Því fyrr þeim mun betra. Sjálfsagt er að samfélagið njóti arðs af sinni sameign og að einkaaðilar sem fái aðgang greiði fyrir það sanngjarnt endurgjald og hafi samfélagsleg, umhverfisleg og byggðarleg sjónarmið í huga ásamt heildstæðri og hagrænni nálgun í öllum sínum verkum. Möguleikar til nýliðunar verða að vera til staðar og vissum hluta veiðiheimilda verður að ráðstafa til dreifðari byggða. Fiskeldi Metnaðarfull framtíðarsýn í málaflokknum hefur litið dagsins ljós og því ber að fagna. Skýr viðmið um sjálfbæra nýtingu með vistkerfisnálgun út frá varúð ásamt eftirliti og ítrustu kröfum ættu að styðja við jákvæða þróun í fiskeldi. Sanngjörn gjaldtaka, til að þjóðin fái hlutdeild í arði af nýtingu sameiginlegra auðlinda er forsenda. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á fullvinnslu afurða, til að draga úr kolefnisspori og um leið efla atvinnulífið. Alltaf þarf að hafa í huga sjónarmið heimafólks og gæta þess að hagsmunir samfélags og umhverfis séu í fyrirrúmi við skipulag svæða fyrir fiskeldi. Skipting gjaldheimtu milli ríkis og sveitarfélaga til að tryggja sveitarfélögum fjármagn til uppbyggingar innviða og þeirrar þjónustu sem skapast af vexti greinarinnar er einnig afar jákvætt skref. Að mínu mati er fiskeldi í sjó vafasamt, það sýna ótal dæmi og umhverfisslys sem erfitt er að leiðrétta og koma sárlega niðri á villta laxinum okkar sem við ættum að beita öllum brögðum til að vernda. Hvalveiðar Mikilvægt er að stöðva hvalveiðar enda næg rök því til stuðnings. Ekki aðeins sú staðreynd að það ríkir alþjóðlegt bann við veiðum hvala í atvinnuskyni, þær séu tímaskekkja og brjóti gegn lögum um velferð dýra heldur einnig vegna þess þær eru tilgangslitlar. Hvalir gegna auk þess áríðandi hlutverki í viðskerfi jarðar, úrgangur þeirra og hræ mikilvæg öðrum lífverum og þeir gefa frá sér köfnunar- og næringarefni nauðsynleg vistkerfinu. Hér áður var litið á hvali sem keppinauta um fisk og vissulega geta þeir verið það að einhverju ráði en langreyðar éta engan fisk, heldur geta enn fremur verið til gagns fyrir vistkerfi sjávar, fjölgað svifi og krabbadýrum. Við verðum nefnilega að gæta okkar á græðgi, ofveiði og offramleiðslu. Slíkt er ekkert annað en rányrkja sem við öll töpum á. Umhverfið okkar og náttúran mega ekki við ótakmörkuðum ágangi heldur ber okkur að taka tillit til, vernda og virða hvoru tveggja. Allt þarf að gera til að stemma stigum við loftslagsvá og stefna ákveðið að kolefnishlutleysi með áherslu á vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Framtíð barnanna okkar veltur á því. Höfundur er menntunarfræðingur, formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum og stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Sjávarútvegur Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Það ætti ekki að koma neinum á óvart hverjar áherslur matvælaráðherra eru þegar kemur að málefnum sjávar og dýra. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíða lagt mikla áherslu á ábyrga umgengni um auðlindir hafsins, enda þær takmarkaðar og nauðsynlegt að nýta þær á sjálfbæran hátt. Grunnurinn eru rannsóknir og fræðileg þekking sem ávallt þarf að hafa að leiðarljósi þegar lög og reglugerðir eru settar og veiðiheimildum ráðstafað. Nytjastofnar sjávar eru sameign þjóðarinnar og ber að tryggja umgengni og arð með auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Því fyrr þeim mun betra. Sjálfsagt er að samfélagið njóti arðs af sinni sameign og að einkaaðilar sem fái aðgang greiði fyrir það sanngjarnt endurgjald og hafi samfélagsleg, umhverfisleg og byggðarleg sjónarmið í huga ásamt heildstæðri og hagrænni nálgun í öllum sínum verkum. Möguleikar til nýliðunar verða að vera til staðar og vissum hluta veiðiheimilda verður að ráðstafa til dreifðari byggða. Fiskeldi Metnaðarfull framtíðarsýn í málaflokknum hefur litið dagsins ljós og því ber að fagna. Skýr viðmið um sjálfbæra nýtingu með vistkerfisnálgun út frá varúð ásamt eftirliti og ítrustu kröfum ættu að styðja við jákvæða þróun í fiskeldi. Sanngjörn gjaldtaka, til að þjóðin fái hlutdeild í arði af nýtingu sameiginlegra auðlinda er forsenda. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á fullvinnslu afurða, til að draga úr kolefnisspori og um leið efla atvinnulífið. Alltaf þarf að hafa í huga sjónarmið heimafólks og gæta þess að hagsmunir samfélags og umhverfis séu í fyrirrúmi við skipulag svæða fyrir fiskeldi. Skipting gjaldheimtu milli ríkis og sveitarfélaga til að tryggja sveitarfélögum fjármagn til uppbyggingar innviða og þeirrar þjónustu sem skapast af vexti greinarinnar er einnig afar jákvætt skref. Að mínu mati er fiskeldi í sjó vafasamt, það sýna ótal dæmi og umhverfisslys sem erfitt er að leiðrétta og koma sárlega niðri á villta laxinum okkar sem við ættum að beita öllum brögðum til að vernda. Hvalveiðar Mikilvægt er að stöðva hvalveiðar enda næg rök því til stuðnings. Ekki aðeins sú staðreynd að það ríkir alþjóðlegt bann við veiðum hvala í atvinnuskyni, þær séu tímaskekkja og brjóti gegn lögum um velferð dýra heldur einnig vegna þess þær eru tilgangslitlar. Hvalir gegna auk þess áríðandi hlutverki í viðskerfi jarðar, úrgangur þeirra og hræ mikilvæg öðrum lífverum og þeir gefa frá sér köfnunar- og næringarefni nauðsynleg vistkerfinu. Hér áður var litið á hvali sem keppinauta um fisk og vissulega geta þeir verið það að einhverju ráði en langreyðar éta engan fisk, heldur geta enn fremur verið til gagns fyrir vistkerfi sjávar, fjölgað svifi og krabbadýrum. Við verðum nefnilega að gæta okkar á græðgi, ofveiði og offramleiðslu. Slíkt er ekkert annað en rányrkja sem við öll töpum á. Umhverfið okkar og náttúran mega ekki við ótakmörkuðum ágangi heldur ber okkur að taka tillit til, vernda og virða hvoru tveggja. Allt þarf að gera til að stemma stigum við loftslagsvá og stefna ákveðið að kolefnishlutleysi með áherslu á vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Framtíð barnanna okkar veltur á því. Höfundur er menntunarfræðingur, formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum og stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun