„Þetta er blóðugt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2023 19:01 Helen Sigurðardóttir er ein þeirra fjölmörgu sem tók óverðtryggt lán á föstum vöxtum sem losna um næstu mánaðarmót. Hún segir að sig hafi ekki órað fyrir breytingunni á lánskjörunum. Vísir/Ívar Algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Kona sem keypti sér íbúð fyrir þremur árum segir blóðugt að á sama tíma og afborganir hafi snarhækkað sé eignamyndun minni en áður. Snjóhengjan sem hefur verið yfirvofandi á fasteignalánamarkaði þegar kemur að lánum með óverðtryggða fasta vexti er byrjuð að falla á lántakendur af fullum þunga og spurning hvernig þeim muni reiða af. Ástæðan er að þegar vextirnir losna hækka þeir umtalsvert og það hefur mikil áhrif á afborganir lántakenda. Vaxtakostnaður eykst gríðarlega Við fengum nokkur dæmi um breytingar eftir að vextir slíkra lána losnuðu: Íbúðarkaupandi sem greiddi um og yfir tvö hundruð þúsund krónur af fasteignaláni sínu á síðasta ári þarf eftir að lánskjörin breytast í næsta mánuði að greiða um fjögur hundruð og fimmtíu þúsund krónur í afborgun á mánuði. Viðkomandi greiðir sjö þúsund krónur inn á höfuðstólinn en greiddi áður tæplega þrjátíu þúsund krónur. Restin fer í vaxtakostnað. Greiðsluseðill jafnar afborganir á fimmtíu milljón króna fasteignaláni eftir að fastir óverðtyggðir vextir losnuðu. Vísir/Rúnar Í öðru dæmi sem fréttastofa fékk til sín greiðir lántakandi næstum fimm hundruð þúsund krónur í vexti af láninu sínu á mánuði en aðeins tíu þúsund inn á höfuðstól þess. Mánaðarlegur freiðsluseðill tæplega fimmtíu milljón króna fasteignaláns eftir að fastir óverðtryggðir vextir losnuðu.Vísir/Rúnar Hefði ekki órað fyrir þessu Helen Sigurðardóttir sem ákvað ásamt maka sínum að taka óverðtryggt lán á föstum vöxtum fyrir rúmum þremur árum greiðir frá og með næsti mánaðamótum tvöfalt hærri vexti en hún gerði í janúar á þessu ári en afborganir af sjálfum höfuðstólnum lækka. Alls hækka afborganir lánsins um 152 þúsund kr. á mánuði, Hún segir að sig hefði ekki órað fyrir slíkri breytingu á kjörum. „Samkvæmt þessu greiðum við tveimur milljónum meira yfir árið en við gerðum ef vextirnir hefðu haldist þeir sömu. Við áttum svo sem ekki von á þessu fyrir þremur árum. Ég hafði því miður ekki vit á því að spá fyrir þessu,“ segir Helen. Hún segir erfitt að sjá að á sama tíma séu þau að borga minna af höfuðstól lánsins eða sjálfu láninu. „Það versta er að maður er að borga miklu meira en það fer bara í vextina. Þú ert ekki að borga lánið hraðar niður, þetta er blóðugt,“ segir Helen. Aðspurð af hverju hún skipti ekki yfir í verðtryggt lán svarar Helen: „Það væru vissulega lægri afborganir á slíku láni en þá myndum við á móti bara sjá höfuðstólinn hækka en þá bætast verðbæturnar við höfuðstólinn og það er eitthvað sem við myndum alls ekki vilja sjá því þá er eignamyndunin nánast engin á sama tíma og maður er alltaf og borga og borga.“ Fólk að flytja út vegna óhagstæðra kjara Hún segist vita um ungt fólk sem hefur flutt til annarra landa þar sem lánskjörin á fasteignamarkaði eru mun sanngjarnari en hér á landi. „Ég þekki nokkra aðila sem eru búnir að selja íbúðirnar sínar og flytja til Svíþjóðar eða Danmerkur í sanngjarnara kerfi. Fólk kaupir sér þar og á erfitt með að trúa hversu mikill munur er á lánskjörum. Þar er t.d. hægt að fá fasteignalán á þremur til fimm prósenta vöxtum til margra ára. Maður skilur ekki þennan mun. Þarf þetta þarf að vera svona? Er þetta af því Ísland er svona lítið og hér er bara króna? Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Snjóhengjan sem hefur verið yfirvofandi á fasteignalánamarkaði þegar kemur að lánum með óverðtryggða fasta vexti er byrjuð að falla á lántakendur af fullum þunga og spurning hvernig þeim muni reiða af. Ástæðan er að þegar vextirnir losna hækka þeir umtalsvert og það hefur mikil áhrif á afborganir lántakenda. Vaxtakostnaður eykst gríðarlega Við fengum nokkur dæmi um breytingar eftir að vextir slíkra lána losnuðu: Íbúðarkaupandi sem greiddi um og yfir tvö hundruð þúsund krónur af fasteignaláni sínu á síðasta ári þarf eftir að lánskjörin breytast í næsta mánuði að greiða um fjögur hundruð og fimmtíu þúsund krónur í afborgun á mánuði. Viðkomandi greiðir sjö þúsund krónur inn á höfuðstólinn en greiddi áður tæplega þrjátíu þúsund krónur. Restin fer í vaxtakostnað. Greiðsluseðill jafnar afborganir á fimmtíu milljón króna fasteignaláni eftir að fastir óverðtyggðir vextir losnuðu. Vísir/Rúnar Í öðru dæmi sem fréttastofa fékk til sín greiðir lántakandi næstum fimm hundruð þúsund krónur í vexti af láninu sínu á mánuði en aðeins tíu þúsund inn á höfuðstól þess. Mánaðarlegur freiðsluseðill tæplega fimmtíu milljón króna fasteignaláns eftir að fastir óverðtryggðir vextir losnuðu.Vísir/Rúnar Hefði ekki órað fyrir þessu Helen Sigurðardóttir sem ákvað ásamt maka sínum að taka óverðtryggt lán á föstum vöxtum fyrir rúmum þremur árum greiðir frá og með næsti mánaðamótum tvöfalt hærri vexti en hún gerði í janúar á þessu ári en afborganir af sjálfum höfuðstólnum lækka. Alls hækka afborganir lánsins um 152 þúsund kr. á mánuði, Hún segir að sig hefði ekki órað fyrir slíkri breytingu á kjörum. „Samkvæmt þessu greiðum við tveimur milljónum meira yfir árið en við gerðum ef vextirnir hefðu haldist þeir sömu. Við áttum svo sem ekki von á þessu fyrir þremur árum. Ég hafði því miður ekki vit á því að spá fyrir þessu,“ segir Helen. Hún segir erfitt að sjá að á sama tíma séu þau að borga minna af höfuðstól lánsins eða sjálfu láninu. „Það versta er að maður er að borga miklu meira en það fer bara í vextina. Þú ert ekki að borga lánið hraðar niður, þetta er blóðugt,“ segir Helen. Aðspurð af hverju hún skipti ekki yfir í verðtryggt lán svarar Helen: „Það væru vissulega lægri afborganir á slíku láni en þá myndum við á móti bara sjá höfuðstólinn hækka en þá bætast verðbæturnar við höfuðstólinn og það er eitthvað sem við myndum alls ekki vilja sjá því þá er eignamyndunin nánast engin á sama tíma og maður er alltaf og borga og borga.“ Fólk að flytja út vegna óhagstæðra kjara Hún segist vita um ungt fólk sem hefur flutt til annarra landa þar sem lánskjörin á fasteignamarkaði eru mun sanngjarnari en hér á landi. „Ég þekki nokkra aðila sem eru búnir að selja íbúðirnar sínar og flytja til Svíþjóðar eða Danmerkur í sanngjarnara kerfi. Fólk kaupir sér þar og á erfitt með að trúa hversu mikill munur er á lánskjörum. Þar er t.d. hægt að fá fasteignalán á þremur til fimm prósenta vöxtum til margra ára. Maður skilur ekki þennan mun. Þarf þetta þarf að vera svona? Er þetta af því Ísland er svona lítið og hér er bara króna?
Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira