Grunur leikur á að um sé að ræða hóp sem nýlega hafi gert tölvuárásir í nágrannalöndum Íslands, meðal annars í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi. Hópurinn hafi einnig áður gert tölvuárásir hér á landi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá HR. Þar segir að unnið sé að því að ná utan um umfang árásarinnar.
„Helstu þjónustuaðilar og netöryggissérfræðingar Syndis vinna að lausn mála ásamt starfsfólki HR samkvæmt verkferlum skólans. Kerfi HR hafa meðal annars verið tekin niður til að koma í veg fyrir frekara tjón. Þá hafa lögreglan, Persónuvernd og CERT-IS verið upplýst.
Vegna ofangreinds er því netlaust í skólanum. Þar af leiðandi hefur þurft að fella niður einstaka kennslustundir í morgun en skólinn er að öðru leyti opinn og kennsla fer fram eins og hægt er,“ segir í tilkynningunni.