Stal gögnum frá Google og varð forstjóri í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2024 10:40 Google hefur lengi unnið að þróun gervigreindar. AP/Eric Risberg Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að fyrrverandi starfsmaður Google hefði verið ákærður fyrir að stela iðnaðarleyndarmálum um þróun gervigreindar frá fyrirtækinu. Það er hann sagður hafa gert fyrir hönd tveggja fyrirtækja í Kína. Maðurinn, sem heitir Linwei Ding, er 38 ára gamall og kínverskur ríkisborgari, var handtekinn í Kaliforníu á dögunum á kærður í fjórum liðum. Hann stendur frammi fyrir allt að fjörutíu ára fangelsisvist, verði hann sakfelldur. Hann er sagður hafa stolið fleiri en fimm hundruð leynilegum skjölum úr tölvukerfi Google. Þau sneru að miklu leyti að þróun ofurtölva Google, sem starfsmenn fyrirtækisins nota til að hýsa og þjálfa gervigreind og mállíkan hennar. Skjölin sneru bæði að hugbúnaði og tæknibúnaði sem þarf til að gera slíkar ofurtölvur. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum ítrekað varað við njósnastarfsemi Kína í Bandaríkjunum og því að hún beinist að miklu leyti gegn Bandarískum fyrirtækjum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Nýlega láku gögn frá kínversku fyrirtæki á netið, sem varpa ljósi á það hvernig yfirvöld í Kína nota einkafyrirtæki til tölvuárása og þjófnaðar á ýmsum leyndarmálum. Í yfirlýsingu sem birt var á vef ráðuneytisins er haft eftir Christopher Wray, yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að ákærurnar endurspegli það hve langt kínverskir aðilar séu tilbúnir til að ganga til að stela iðnaðarleyndarmálum í Bandaríkjunum. Hann segir þjófnað af þessu tagi geta kostað störf og haft gífurlega slæmar afleiðingar fyrir bæði bandaríska hagkerfi og fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Vann hjá Google og tveimur fyrirtækjum í Kína Ding var ráðinn af Google árið 2019 og hafði hann aðgang að áðurnefndum skjölum. Hann er sagður hafa byrjað að stela skjölum fyrir um tveimur árum síðan en einungis nokkrum vikum eftir að hann stal skjölunum var honum boðið starf sem yfirmaður hjá nýju gervigreindarfyrirtæki í Kína. Þá kom hann einnig að stofnun annars fyrirtækis sem vinnur að þróun „umfangsmikilla mállíkanna fyrir gervigreind sem keyrð eru með ofurtölvum“. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Hann sagði yfirmönnum Google ekki frá nýju störfunum en hann hætti ekki hjá Google fyrr en í lok desember. Þremur dögum eftir það komust yfirmenn hans að því að hann hefði verið í Kína á fjárfestaráðstefnu og þar hefði hann verið kynntur sem forstjóri gervigreindarfyrirtækis. Þá kom í ljós að annar starfsmaður Google hefði skráð Ding til vinnu í Bandaríkjunum, þegar hann var í rauninni í Kína. Við rannsókn kom stuldur Ding á skjölunum í ljós. Bandaríkin Kína Tækni Gervigreind Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Linwei Ding, er 38 ára gamall og kínverskur ríkisborgari, var handtekinn í Kaliforníu á dögunum á kærður í fjórum liðum. Hann stendur frammi fyrir allt að fjörutíu ára fangelsisvist, verði hann sakfelldur. Hann er sagður hafa stolið fleiri en fimm hundruð leynilegum skjölum úr tölvukerfi Google. Þau sneru að miklu leyti að þróun ofurtölva Google, sem starfsmenn fyrirtækisins nota til að hýsa og þjálfa gervigreind og mállíkan hennar. Skjölin sneru bæði að hugbúnaði og tæknibúnaði sem þarf til að gera slíkar ofurtölvur. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum ítrekað varað við njósnastarfsemi Kína í Bandaríkjunum og því að hún beinist að miklu leyti gegn Bandarískum fyrirtækjum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Nýlega láku gögn frá kínversku fyrirtæki á netið, sem varpa ljósi á það hvernig yfirvöld í Kína nota einkafyrirtæki til tölvuárása og þjófnaðar á ýmsum leyndarmálum. Í yfirlýsingu sem birt var á vef ráðuneytisins er haft eftir Christopher Wray, yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að ákærurnar endurspegli það hve langt kínverskir aðilar séu tilbúnir til að ganga til að stela iðnaðarleyndarmálum í Bandaríkjunum. Hann segir þjófnað af þessu tagi geta kostað störf og haft gífurlega slæmar afleiðingar fyrir bæði bandaríska hagkerfi og fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Vann hjá Google og tveimur fyrirtækjum í Kína Ding var ráðinn af Google árið 2019 og hafði hann aðgang að áðurnefndum skjölum. Hann er sagður hafa byrjað að stela skjölum fyrir um tveimur árum síðan en einungis nokkrum vikum eftir að hann stal skjölunum var honum boðið starf sem yfirmaður hjá nýju gervigreindarfyrirtæki í Kína. Þá kom hann einnig að stofnun annars fyrirtækis sem vinnur að þróun „umfangsmikilla mállíkanna fyrir gervigreind sem keyrð eru með ofurtölvum“. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Hann sagði yfirmönnum Google ekki frá nýju störfunum en hann hætti ekki hjá Google fyrr en í lok desember. Þremur dögum eftir það komust yfirmenn hans að því að hann hefði verið í Kína á fjárfestaráðstefnu og þar hefði hann verið kynntur sem forstjóri gervigreindarfyrirtækis. Þá kom í ljós að annar starfsmaður Google hefði skráð Ding til vinnu í Bandaríkjunum, þegar hann var í rauninni í Kína. Við rannsókn kom stuldur Ding á skjölunum í ljós.
Bandaríkin Kína Tækni Gervigreind Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Sjá meira