Stal gögnum frá Google og varð forstjóri í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2024 10:40 Google hefur lengi unnið að þróun gervigreindar. AP/Eric Risberg Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að fyrrverandi starfsmaður Google hefði verið ákærður fyrir að stela iðnaðarleyndarmálum um þróun gervigreindar frá fyrirtækinu. Það er hann sagður hafa gert fyrir hönd tveggja fyrirtækja í Kína. Maðurinn, sem heitir Linwei Ding, er 38 ára gamall og kínverskur ríkisborgari, var handtekinn í Kaliforníu á dögunum á kærður í fjórum liðum. Hann stendur frammi fyrir allt að fjörutíu ára fangelsisvist, verði hann sakfelldur. Hann er sagður hafa stolið fleiri en fimm hundruð leynilegum skjölum úr tölvukerfi Google. Þau sneru að miklu leyti að þróun ofurtölva Google, sem starfsmenn fyrirtækisins nota til að hýsa og þjálfa gervigreind og mállíkan hennar. Skjölin sneru bæði að hugbúnaði og tæknibúnaði sem þarf til að gera slíkar ofurtölvur. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum ítrekað varað við njósnastarfsemi Kína í Bandaríkjunum og því að hún beinist að miklu leyti gegn Bandarískum fyrirtækjum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Nýlega láku gögn frá kínversku fyrirtæki á netið, sem varpa ljósi á það hvernig yfirvöld í Kína nota einkafyrirtæki til tölvuárása og þjófnaðar á ýmsum leyndarmálum. Í yfirlýsingu sem birt var á vef ráðuneytisins er haft eftir Christopher Wray, yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að ákærurnar endurspegli það hve langt kínverskir aðilar séu tilbúnir til að ganga til að stela iðnaðarleyndarmálum í Bandaríkjunum. Hann segir þjófnað af þessu tagi geta kostað störf og haft gífurlega slæmar afleiðingar fyrir bæði bandaríska hagkerfi og fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Vann hjá Google og tveimur fyrirtækjum í Kína Ding var ráðinn af Google árið 2019 og hafði hann aðgang að áðurnefndum skjölum. Hann er sagður hafa byrjað að stela skjölum fyrir um tveimur árum síðan en einungis nokkrum vikum eftir að hann stal skjölunum var honum boðið starf sem yfirmaður hjá nýju gervigreindarfyrirtæki í Kína. Þá kom hann einnig að stofnun annars fyrirtækis sem vinnur að þróun „umfangsmikilla mállíkanna fyrir gervigreind sem keyrð eru með ofurtölvum“. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Hann sagði yfirmönnum Google ekki frá nýju störfunum en hann hætti ekki hjá Google fyrr en í lok desember. Þremur dögum eftir það komust yfirmenn hans að því að hann hefði verið í Kína á fjárfestaráðstefnu og þar hefði hann verið kynntur sem forstjóri gervigreindarfyrirtækis. Þá kom í ljós að annar starfsmaður Google hefði skráð Ding til vinnu í Bandaríkjunum, þegar hann var í rauninni í Kína. Við rannsókn kom stuldur Ding á skjölunum í ljós. Bandaríkin Kína Tækni Gervigreind Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Linwei Ding, er 38 ára gamall og kínverskur ríkisborgari, var handtekinn í Kaliforníu á dögunum á kærður í fjórum liðum. Hann stendur frammi fyrir allt að fjörutíu ára fangelsisvist, verði hann sakfelldur. Hann er sagður hafa stolið fleiri en fimm hundruð leynilegum skjölum úr tölvukerfi Google. Þau sneru að miklu leyti að þróun ofurtölva Google, sem starfsmenn fyrirtækisins nota til að hýsa og þjálfa gervigreind og mállíkan hennar. Skjölin sneru bæði að hugbúnaði og tæknibúnaði sem þarf til að gera slíkar ofurtölvur. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum ítrekað varað við njósnastarfsemi Kína í Bandaríkjunum og því að hún beinist að miklu leyti gegn Bandarískum fyrirtækjum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Nýlega láku gögn frá kínversku fyrirtæki á netið, sem varpa ljósi á það hvernig yfirvöld í Kína nota einkafyrirtæki til tölvuárása og þjófnaðar á ýmsum leyndarmálum. Í yfirlýsingu sem birt var á vef ráðuneytisins er haft eftir Christopher Wray, yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að ákærurnar endurspegli það hve langt kínverskir aðilar séu tilbúnir til að ganga til að stela iðnaðarleyndarmálum í Bandaríkjunum. Hann segir þjófnað af þessu tagi geta kostað störf og haft gífurlega slæmar afleiðingar fyrir bæði bandaríska hagkerfi og fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Vann hjá Google og tveimur fyrirtækjum í Kína Ding var ráðinn af Google árið 2019 og hafði hann aðgang að áðurnefndum skjölum. Hann er sagður hafa byrjað að stela skjölum fyrir um tveimur árum síðan en einungis nokkrum vikum eftir að hann stal skjölunum var honum boðið starf sem yfirmaður hjá nýju gervigreindarfyrirtæki í Kína. Þá kom hann einnig að stofnun annars fyrirtækis sem vinnur að þróun „umfangsmikilla mállíkanna fyrir gervigreind sem keyrð eru með ofurtölvum“. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Hann sagði yfirmönnum Google ekki frá nýju störfunum en hann hætti ekki hjá Google fyrr en í lok desember. Þremur dögum eftir það komust yfirmenn hans að því að hann hefði verið í Kína á fjárfestaráðstefnu og þar hefði hann verið kynntur sem forstjóri gervigreindarfyrirtækis. Þá kom í ljós að annar starfsmaður Google hefði skráð Ding til vinnu í Bandaríkjunum, þegar hann var í rauninni í Kína. Við rannsókn kom stuldur Ding á skjölunum í ljós.
Bandaríkin Kína Tækni Gervigreind Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira