Hamingja unga fólksins Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2024 07:30 Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag, 20. mars, en það voru Sameinuðu þjóðirnar sem útnefndu þennan dag og hvetja þar með öll aðildaríki sín og stofnanir til að halda alþjóðlega hamingjudaginn hátíðlegan á viðeigandi hátt. Aðalmarkmiðið er að hvetja stjórnvöld til að leggja meiri áherslu á að auka hamingju þegna sinna og hafa velsæld að leiðarljósi. Á málþingi sem haldið er í tilefni dagsins í hátíðarsal Háskóla Íslands verða meðal annars kynntar niðurstöður hamingjumælinga, bæði samanburður milli landa sem og milli kynja og aldurshópa. Síðustu ár hefur hamingja ungs fólks farið minnkandi á sama tíma og einmanaleiki hefur aukist. Á þinginu verður leitast við að svara hvað veldur og hvað megi gera til að snúa þessari þróun við. Hamingja og velsæld eru nátengd hugtök. Víða um heim eru stjórnvöld farin að leggja mun meiri áherslu á að efla svokallað velsældarhagkerfi með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Ísland hefur verið meðal forysturíkja í þróun mælikvarða sem taka mið af uppbyggingu velsældarhagkerfis. Í stað þess að einblína eingöngu á hagvöxt og verga þjóðarframleiðslu sem mælikvarða á stöðu hagkerfisins er lögð áhersla á að mæla árangur í ýmsu sem tengist daglegu lífi; svo sem geðheilsu, öryggi í húsnæðismálum og menntun. Með velsældarmarkmið í forgrunni mun Ísland verða samkeppnishæfara þegar litið er til framtíðar og hér munu skapast betri lífskjör fyrir einstaklinga. Ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í dag er velsæld fólks og jarðarinnar. Ungu fólki líður verr en áður og loftslagsvandinn og afleiðingar hans hafa neikvæð áhrif á bæði fólkið og jörðina. Hagsmunir barna okkar og ófæddra kynslóða eru í húfi. Ofnýting auðlinda er farin að hafa víðtæk áhrif á náttúru, samfélög og umhverfi. Velsæld framtíðarkynslóða byggir á því að við förum að nýta auðlindir okkar á sjálfbæran hátt með velsæld fólks og jarðarinnar að leiðarljósi. Eitt skref í þá átt er að setja velsældina aftur ofar hagsældinni þannig að hagsældin og hagvöxturinn séu nýtt til að auka velsæld fólks og jarðarinnar en séu ekki markmið í sjálfu sér. Einn af upphafsmönnum nútímahagfræði, Adam Smith, sagði árið 1790 að eini raunverulegi mælikvarði á velgengni stjórnvalda væri hamingja fólksins sem þau þjónuðu. Eftir seinni heimsstyrjöldina tóku hagfræðilegir mælikvarðar, eins og verg þjóðarframleiðsla og hagvöxtur, yfir sem mælikvarðar á velgengni samfélaga en þeir mælikvarðar eru alls ekki góðir til að meta framgang samfélaga. Hagvöxtur eykst með ótal þáttum sem hafa neikvæð áhrif á samfélög líkt ogsala á áfengi og tóbaki, mengandi iðnaður og vopnaframleiðsla . Hagvöxtur er mikilvægur fyrir velsældina en það er mikilvægt að nýta auðlindir okkar á þann hátt að þær leiði til aukinnar velsældar bæði fyrir fólk og jörðina. Þessi ofuráhersla á hagfræðilega mælikvarða er bæði ríkjandi meðal einstaklinga og samfélaga í vestrænum heimi. Margir einstaklingar fórna heilsu sinni til að eignast peninga og verja svo peningunum í að reyna að ná heilsunni aftur. Á sama tíma eru þeir svo uppteknir við að ná markmiðum sínum að þeir ná ekki að njóta augnabliksins. Á málþinginu í dag veltum við upp spurningum eins og: Hvað getum við gert til að njóta lífsins betur? Hvernig sköpum við samfélag þar sem velsæld fólks og jarðarinnar er í fyrirrúmi? Hvað veldur því að velsæld ungs fólks fer dvínandi og einmanaleiki eykst? Hvernig undirbúum við unga fólkið okkar sem best fyrir framtíðina þannig að þau geti lifað hamingjusömu lífi og tekist á uppbyggilegan hátt við áskoranir bæði í eigin lífi sem og í samfélaginu? Velsældarhagkerfið er ein leið til að setja velsældina aftur ofar hagsældinni. Hér að lokum er samantekt vísindamanna í Bretlandi um Fimm leiðir að vellíðan: Myndum tengsl, Hreyfum okkur, Tökum eftir, Höldum áfram að læra, Gefum af okkur Á hamingjuþinginu í dag ætlum við að gera þetta allt, mynda tengsl, hreyfa okkur, taka eftir, læra eitthvað nýtt og gefa af okkur. Málþingið er öllum opið og verður einnig í streymi. Verið öll hjartanlega velkomin! Gleðilegan hamingjudag! Höfundur er sviðsstjóri Lýðheilsu hjá Embætti landlæknis. Í tilefni alþjóðlega hamingjudagsins halda Embætti landlæknis, Festa - miðstöð um sjálfbærni, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga og Endurmenntun Háskóla Íslands málþing um hamingju í hátíðarsal HÍ frá klukkan 13-16 í dag. Yfirskriftmálþingsins er ,,Hamingja unga fólksins“ þar sem lögð verður áhersla á það hvernig við tryggjum hamingju og vellíðan á Íslandi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag, 20. mars, en það voru Sameinuðu þjóðirnar sem útnefndu þennan dag og hvetja þar með öll aðildaríki sín og stofnanir til að halda alþjóðlega hamingjudaginn hátíðlegan á viðeigandi hátt. Aðalmarkmiðið er að hvetja stjórnvöld til að leggja meiri áherslu á að auka hamingju þegna sinna og hafa velsæld að leiðarljósi. Á málþingi sem haldið er í tilefni dagsins í hátíðarsal Háskóla Íslands verða meðal annars kynntar niðurstöður hamingjumælinga, bæði samanburður milli landa sem og milli kynja og aldurshópa. Síðustu ár hefur hamingja ungs fólks farið minnkandi á sama tíma og einmanaleiki hefur aukist. Á þinginu verður leitast við að svara hvað veldur og hvað megi gera til að snúa þessari þróun við. Hamingja og velsæld eru nátengd hugtök. Víða um heim eru stjórnvöld farin að leggja mun meiri áherslu á að efla svokallað velsældarhagkerfi með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Ísland hefur verið meðal forysturíkja í þróun mælikvarða sem taka mið af uppbyggingu velsældarhagkerfis. Í stað þess að einblína eingöngu á hagvöxt og verga þjóðarframleiðslu sem mælikvarða á stöðu hagkerfisins er lögð áhersla á að mæla árangur í ýmsu sem tengist daglegu lífi; svo sem geðheilsu, öryggi í húsnæðismálum og menntun. Með velsældarmarkmið í forgrunni mun Ísland verða samkeppnishæfara þegar litið er til framtíðar og hér munu skapast betri lífskjör fyrir einstaklinga. Ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í dag er velsæld fólks og jarðarinnar. Ungu fólki líður verr en áður og loftslagsvandinn og afleiðingar hans hafa neikvæð áhrif á bæði fólkið og jörðina. Hagsmunir barna okkar og ófæddra kynslóða eru í húfi. Ofnýting auðlinda er farin að hafa víðtæk áhrif á náttúru, samfélög og umhverfi. Velsæld framtíðarkynslóða byggir á því að við förum að nýta auðlindir okkar á sjálfbæran hátt með velsæld fólks og jarðarinnar að leiðarljósi. Eitt skref í þá átt er að setja velsældina aftur ofar hagsældinni þannig að hagsældin og hagvöxturinn séu nýtt til að auka velsæld fólks og jarðarinnar en séu ekki markmið í sjálfu sér. Einn af upphafsmönnum nútímahagfræði, Adam Smith, sagði árið 1790 að eini raunverulegi mælikvarði á velgengni stjórnvalda væri hamingja fólksins sem þau þjónuðu. Eftir seinni heimsstyrjöldina tóku hagfræðilegir mælikvarðar, eins og verg þjóðarframleiðsla og hagvöxtur, yfir sem mælikvarðar á velgengni samfélaga en þeir mælikvarðar eru alls ekki góðir til að meta framgang samfélaga. Hagvöxtur eykst með ótal þáttum sem hafa neikvæð áhrif á samfélög líkt ogsala á áfengi og tóbaki, mengandi iðnaður og vopnaframleiðsla . Hagvöxtur er mikilvægur fyrir velsældina en það er mikilvægt að nýta auðlindir okkar á þann hátt að þær leiði til aukinnar velsældar bæði fyrir fólk og jörðina. Þessi ofuráhersla á hagfræðilega mælikvarða er bæði ríkjandi meðal einstaklinga og samfélaga í vestrænum heimi. Margir einstaklingar fórna heilsu sinni til að eignast peninga og verja svo peningunum í að reyna að ná heilsunni aftur. Á sama tíma eru þeir svo uppteknir við að ná markmiðum sínum að þeir ná ekki að njóta augnabliksins. Á málþinginu í dag veltum við upp spurningum eins og: Hvað getum við gert til að njóta lífsins betur? Hvernig sköpum við samfélag þar sem velsæld fólks og jarðarinnar er í fyrirrúmi? Hvað veldur því að velsæld ungs fólks fer dvínandi og einmanaleiki eykst? Hvernig undirbúum við unga fólkið okkar sem best fyrir framtíðina þannig að þau geti lifað hamingjusömu lífi og tekist á uppbyggilegan hátt við áskoranir bæði í eigin lífi sem og í samfélaginu? Velsældarhagkerfið er ein leið til að setja velsældina aftur ofar hagsældinni. Hér að lokum er samantekt vísindamanna í Bretlandi um Fimm leiðir að vellíðan: Myndum tengsl, Hreyfum okkur, Tökum eftir, Höldum áfram að læra, Gefum af okkur Á hamingjuþinginu í dag ætlum við að gera þetta allt, mynda tengsl, hreyfa okkur, taka eftir, læra eitthvað nýtt og gefa af okkur. Málþingið er öllum opið og verður einnig í streymi. Verið öll hjartanlega velkomin! Gleðilegan hamingjudag! Höfundur er sviðsstjóri Lýðheilsu hjá Embætti landlæknis. Í tilefni alþjóðlega hamingjudagsins halda Embætti landlæknis, Festa - miðstöð um sjálfbærni, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga og Endurmenntun Háskóla Íslands málþing um hamingju í hátíðarsal HÍ frá klukkan 13-16 í dag. Yfirskriftmálþingsins er ,,Hamingja unga fólksins“ þar sem lögð verður áhersla á það hvernig við tryggjum hamingju og vellíðan á Íslandi til framtíðar.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar