Fresta aftur gildistöku strangra laga í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2024 11:41 Lögin gera dómurum einnig kleift að vísa fólki aftur til Mexíkó, án samþykkis yfirvalda þar, og gefa lögregluþjónum Texas heimild til að framfylgja þeim skipunum dómara. AP/Eric Gay Ætlanir yfirvalda í Texas í Bandaríkjunum um að handtaka og vísa úr landi hælisleitendum sem farið hefðu yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó með ólöglegum hætti voru stöðvaðar í morgun. Það var einungis nokkrum klukkustundum eftir að dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna vísuðu málaferlum vegna laganna aftur til neðra dómstigs en neituðu í leiðinni að koma í veg fyrir gildistöku laganna. Lögin voru því tæknilega séð í gildi í nokkrar klukkustundir og ýtti það undir óreiðu á landamærunum og reiði meðal ráðamanna í Mexíkó, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Málaferli um lögin munu fara aftur fram seinna í dag en óljóst er hvort áfrýjunardómstóll sem hefur málið til skoðunar mun úrskurða í því aftur. Umrædd lög gera það að glæp fyrir farand- og flóttafólk að fara ólöglega yfir landamæri Texas og gera yfirvöldum þar kleift að handtaka fólk og reka það á brott. Yfirvöld í Mexíkó hétu því í gær að taka ekki á móti neinum sem ráðamenn í Texas ætluðu að vísa aftur yfir landamærin og segja Mexíkóar að umrædd lög hvetji til aðskilnaðar fjölskyldna, mismununar og þau brjóti á réttindum farand- og flóttafólks. Umrædd lög voru samþykkt á ríkisþingi Texas í fyrra og eru liður í ætlunum. Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, í að draga úr fjölda farand- og flóttafólks í ríkinu. Hver sem fer með ólöglegum hætti stendur frammi fyrir allt að sex mánaða fangelsi en verði viðkomandi handtekinn öðru sinni fyrir sama brot, gæti hann verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi. Lögin gera dómurum einnig kleift að vísa fólki aftur til Mexíkó, án samþykkis yfirvalda þar, og gefa lögregluþjónum Texas heimild til að framfylgja þeim skipunum dómara. Samþykki fólk að fara sjálfviljugt aftur til Mexíkó er dómurum samkvæmt lögunum heimilt að fella niður ákærur. Landamæri Bandaríkjanna eru samkvæmt lögum undir stjórn yfirvalda í Washington DC, en ekki ráðamönnum hvers ríkis fyrir sig. Deilt hefur verið um hvort það standist stjórnarskrá Bandaríkjanna en í janúar komust dómarar hæstaréttar að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Joe Biden væri heimilt að fjarlægja gaddavír sem yfirvöld í Texas höfðu komið fyrir á landamærunum, á meðan dómstólar komast að niðurstöðu varðandi það hvort ráðamönnum ríkja sé yfir höfuð heimilt að reisa múra og varnarvirki á landamærunum. Samkvæmt frétt Washington Post halda Abbott og aðrir ráðamenn í Texas því fram að lögin og fyrri aðgerðir, eins og gaddavírinn og það að þjóðvarðlið hafi verið sent að landamærunum, hafi þegar haft áhrif. Farand- og flóttafólk fari nú frekar yfir landamæri Arizona og Kaliforníu í stað Texas. Opinber gögn gefi til kynna að það sé rétt. Mun færri reyni nú að komast yfir landamærin í Texas. Bandaríkin Mexíkó Joe Biden Flóttamenn Tengdar fréttir Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44 Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. 13. mars 2024 11:41 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Lögin voru því tæknilega séð í gildi í nokkrar klukkustundir og ýtti það undir óreiðu á landamærunum og reiði meðal ráðamanna í Mexíkó, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Málaferli um lögin munu fara aftur fram seinna í dag en óljóst er hvort áfrýjunardómstóll sem hefur málið til skoðunar mun úrskurða í því aftur. Umrædd lög gera það að glæp fyrir farand- og flóttafólk að fara ólöglega yfir landamæri Texas og gera yfirvöldum þar kleift að handtaka fólk og reka það á brott. Yfirvöld í Mexíkó hétu því í gær að taka ekki á móti neinum sem ráðamenn í Texas ætluðu að vísa aftur yfir landamærin og segja Mexíkóar að umrædd lög hvetji til aðskilnaðar fjölskyldna, mismununar og þau brjóti á réttindum farand- og flóttafólks. Umrædd lög voru samþykkt á ríkisþingi Texas í fyrra og eru liður í ætlunum. Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, í að draga úr fjölda farand- og flóttafólks í ríkinu. Hver sem fer með ólöglegum hætti stendur frammi fyrir allt að sex mánaða fangelsi en verði viðkomandi handtekinn öðru sinni fyrir sama brot, gæti hann verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi. Lögin gera dómurum einnig kleift að vísa fólki aftur til Mexíkó, án samþykkis yfirvalda þar, og gefa lögregluþjónum Texas heimild til að framfylgja þeim skipunum dómara. Samþykki fólk að fara sjálfviljugt aftur til Mexíkó er dómurum samkvæmt lögunum heimilt að fella niður ákærur. Landamæri Bandaríkjanna eru samkvæmt lögum undir stjórn yfirvalda í Washington DC, en ekki ráðamönnum hvers ríkis fyrir sig. Deilt hefur verið um hvort það standist stjórnarskrá Bandaríkjanna en í janúar komust dómarar hæstaréttar að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Joe Biden væri heimilt að fjarlægja gaddavír sem yfirvöld í Texas höfðu komið fyrir á landamærunum, á meðan dómstólar komast að niðurstöðu varðandi það hvort ráðamönnum ríkja sé yfir höfuð heimilt að reisa múra og varnarvirki á landamærunum. Samkvæmt frétt Washington Post halda Abbott og aðrir ráðamenn í Texas því fram að lögin og fyrri aðgerðir, eins og gaddavírinn og það að þjóðvarðlið hafi verið sent að landamærunum, hafi þegar haft áhrif. Farand- og flóttafólk fari nú frekar yfir landamæri Arizona og Kaliforníu í stað Texas. Opinber gögn gefi til kynna að það sé rétt. Mun færri reyni nú að komast yfir landamærin í Texas.
Bandaríkin Mexíkó Joe Biden Flóttamenn Tengdar fréttir Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44 Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. 13. mars 2024 11:41 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44
Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. 13. mars 2024 11:41