Þurfum við að tala um endó? Lilja Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2024 09:02 Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um endó. Þóra Karítas Árnadóttir leikstýrir myndinni. En af hverju þurfum við að tala um endó? Ástæðan er sú að það er gömul saga og ný að fólk með endómetríósu, í miklum meirihluta stelpur og konur, þurfi að ganga lengi og hart eftir því að fá greiningu við sjúkdómnum,eða í að meðaltali 7-10 ár. Á meðan beðið er eftir greiningu getur endómetríósa valdið óafturkræfum skaða á líffærum, skaða sem minnkar lífsgæði og eykur líkur á ófrjósemi. Markmið okkar í Endósamtökunum er að myndin opni augu almennings, heilbrigðisstarfsfólks og samfélagsins alls um það hversu víðtæk áhrif endómetríósa getur haft á líf fólks. Allt frá því að ég hóf að vinna fyrir samtökin árið 2017 hefur það verið á stefnuskránni að fræða börn og unglinga um sjúkdóminn. Sú fræðsla þarf að vera faglega unnin og gerð til þess að fræða, ekki hræða. Eitt aðalmarkmið fræðslumyndar um endómetríósu er að stytta greiningartíma. Greiningartími hlýtur að styttast ef meðvitund um sjúkdóminn í samfélaginu eykst og ef börn og unglingar átta sig á því að sárir túrverkir eru ekki eðlilegir. Það er ekki eðlilegt að falla í yfirlið eða æla vegna verkja. Það er óeðlilegt að íbúfen eða paratabs dugi ekki til þess að verkjastilla ungmenni þannig að það geti mætt í skóla eða sinnt félagslífi. Í haust stefna Endósamtökin að því að láta draum um fræðslu til barna og unglinga rætast. Með myndina í farteskinu eru okkur allir vegir færir og stefnum við á hringferð um landið. Þau fjölmörgu sem styrktu gerð myndarinnar og gerðu okkur kleift að láta drauminn um fræðslumynd rætast fá okkar bestu þakkir. Í þeirra hópi eru einstaklingar, listafólk sem gaf myndlist á listaverkauppboð, félagasamtök og ráðuneyti. Takk. Við þurfum að tala um endó: Fyrir barnið sem skilur ekkert hvað er að gerast í líkama sínum og upplifir sig eitt í heiminum. Fyrir unglinginn sem missir úr skóla og félagslífi. Fyrir foreldrana sem finna fyrir vanmætti. Fyrir þá sem glíma við ófrjósemi vegna endómetríósu. Fyrir foreldrið sem er of þreytt og verkjað til að sinna fjölskyldunni. Fyrir þá sem missa starfsgetuna og þurfa viðeigandi aðstoð. Fyrir hverja einustu manneskju með endó sem þráir skilning. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður Endósamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um endó. Þóra Karítas Árnadóttir leikstýrir myndinni. En af hverju þurfum við að tala um endó? Ástæðan er sú að það er gömul saga og ný að fólk með endómetríósu, í miklum meirihluta stelpur og konur, þurfi að ganga lengi og hart eftir því að fá greiningu við sjúkdómnum,eða í að meðaltali 7-10 ár. Á meðan beðið er eftir greiningu getur endómetríósa valdið óafturkræfum skaða á líffærum, skaða sem minnkar lífsgæði og eykur líkur á ófrjósemi. Markmið okkar í Endósamtökunum er að myndin opni augu almennings, heilbrigðisstarfsfólks og samfélagsins alls um það hversu víðtæk áhrif endómetríósa getur haft á líf fólks. Allt frá því að ég hóf að vinna fyrir samtökin árið 2017 hefur það verið á stefnuskránni að fræða börn og unglinga um sjúkdóminn. Sú fræðsla þarf að vera faglega unnin og gerð til þess að fræða, ekki hræða. Eitt aðalmarkmið fræðslumyndar um endómetríósu er að stytta greiningartíma. Greiningartími hlýtur að styttast ef meðvitund um sjúkdóminn í samfélaginu eykst og ef börn og unglingar átta sig á því að sárir túrverkir eru ekki eðlilegir. Það er ekki eðlilegt að falla í yfirlið eða æla vegna verkja. Það er óeðlilegt að íbúfen eða paratabs dugi ekki til þess að verkjastilla ungmenni þannig að það geti mætt í skóla eða sinnt félagslífi. Í haust stefna Endósamtökin að því að láta draum um fræðslu til barna og unglinga rætast. Með myndina í farteskinu eru okkur allir vegir færir og stefnum við á hringferð um landið. Þau fjölmörgu sem styrktu gerð myndarinnar og gerðu okkur kleift að láta drauminn um fræðslumynd rætast fá okkar bestu þakkir. Í þeirra hópi eru einstaklingar, listafólk sem gaf myndlist á listaverkauppboð, félagasamtök og ráðuneyti. Takk. Við þurfum að tala um endó: Fyrir barnið sem skilur ekkert hvað er að gerast í líkama sínum og upplifir sig eitt í heiminum. Fyrir unglinginn sem missir úr skóla og félagslífi. Fyrir foreldrana sem finna fyrir vanmætti. Fyrir þá sem glíma við ófrjósemi vegna endómetríósu. Fyrir foreldrið sem er of þreytt og verkjað til að sinna fjölskyldunni. Fyrir þá sem missa starfsgetuna og þurfa viðeigandi aðstoð. Fyrir hverja einustu manneskju með endó sem þráir skilning. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður Endósamtakanna.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar