Óvinsælastur í heimi Árni Pétur Árnason skrifar 16. apríl 2024 07:32 Þegar Bjarni Benediktsson hrökklaðist úr embætti fjármálaráðherra í fyrra vildu 70% landsmanna losna við hann úr ríkisstjórn. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk vorið 2016 vildu 69% landsmanna losna við Bjarna úr ríkisstjórn. Í dag kom síðan í ljós að 78% Íslendinga vilja ekki að Bjarni sé forsætisráðherra. Einungis 13% vilja hafa hann í embættinu. Einhvern veginn kom það ekki á óvart. Bjarni hefur alltaf verið óvinsæll, eða frá því hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins að minnsta kosti. Ástæðurnar eru líka fjölmargar: Vafningsmálið, Sjóður 9, styrkjamálið, Máttarmálið, Borgunarmálið, Panamaskjölin, skattaskjólsskýrslan í skúffunni, Samherjamálið, Íslandsbankamálið. Þetta eru bara málin sem snúast um vafasamt fjármálaathæfi Bjarna (fjármálaráðherra í tíu ár) síðustu 16 árin. Athæfi sem hefur kostað skattgreiðendur og ríkissjóð tugmilljarða hið minnsta. Þessi grein rúmar ekki hina skandalana hans en þó má nefna Uppreist æru-málið, Landsréttarmálið, Ásmundarsalarmálið og Lekamálið. Sem dæmi. Það var eftir allt þetta sem Bjarni Benediktsson settist í stól forsætisráðherra í upphafi síðustu viku. En Bjarni er ekki bara óvinsæll, hann er óvinsælasti forsætisráðherra í heimi. Enginn annar kemst einu sinni þar sem Bjarni er með hælana. Hin viðtekna leið til að reikna vinsældir ráðamanna er að draga prósentutölu andstæðinga þeirra frá prósentutölu fylgismanna þeirra. Þannig má segja að vinsældir Narendra Modi forsætisráðherra Indlands, sem jafnframt er sá vinsælasti í heimi, séu 75%-18%=57%. Store forsætisráðherra Noregs er mun óvinsælli, 26%-66%=-40%, og svona raða forsætisráðherrar og forsetar heimsins sér á ásinn. Næstóvinsælasti forsætisráðherra heims, sem hafði verið óvinsælastur mánuðum saman og allt þar til Bjarni tók við hér á landi, er Kishida forsætisráðherra Japan. Óvinsældir hans eru 16%-70%=-54%. Óvinsældir Bjarna eru 11 prósentum meiri, 13%-78%=-65%. Þetta er forsætisráðherra Íslands. Sá óvinsælasti í heimi. Höfundur er formaður Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Bjarni Benediktsson hrökklaðist úr embætti fjármálaráðherra í fyrra vildu 70% landsmanna losna við hann úr ríkisstjórn. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk vorið 2016 vildu 69% landsmanna losna við Bjarna úr ríkisstjórn. Í dag kom síðan í ljós að 78% Íslendinga vilja ekki að Bjarni sé forsætisráðherra. Einungis 13% vilja hafa hann í embættinu. Einhvern veginn kom það ekki á óvart. Bjarni hefur alltaf verið óvinsæll, eða frá því hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins að minnsta kosti. Ástæðurnar eru líka fjölmargar: Vafningsmálið, Sjóður 9, styrkjamálið, Máttarmálið, Borgunarmálið, Panamaskjölin, skattaskjólsskýrslan í skúffunni, Samherjamálið, Íslandsbankamálið. Þetta eru bara málin sem snúast um vafasamt fjármálaathæfi Bjarna (fjármálaráðherra í tíu ár) síðustu 16 árin. Athæfi sem hefur kostað skattgreiðendur og ríkissjóð tugmilljarða hið minnsta. Þessi grein rúmar ekki hina skandalana hans en þó má nefna Uppreist æru-málið, Landsréttarmálið, Ásmundarsalarmálið og Lekamálið. Sem dæmi. Það var eftir allt þetta sem Bjarni Benediktsson settist í stól forsætisráðherra í upphafi síðustu viku. En Bjarni er ekki bara óvinsæll, hann er óvinsælasti forsætisráðherra í heimi. Enginn annar kemst einu sinni þar sem Bjarni er með hælana. Hin viðtekna leið til að reikna vinsældir ráðamanna er að draga prósentutölu andstæðinga þeirra frá prósentutölu fylgismanna þeirra. Þannig má segja að vinsældir Narendra Modi forsætisráðherra Indlands, sem jafnframt er sá vinsælasti í heimi, séu 75%-18%=57%. Store forsætisráðherra Noregs er mun óvinsælli, 26%-66%=-40%, og svona raða forsætisráðherrar og forsetar heimsins sér á ásinn. Næstóvinsælasti forsætisráðherra heims, sem hafði verið óvinsælastur mánuðum saman og allt þar til Bjarni tók við hér á landi, er Kishida forsætisráðherra Japan. Óvinsældir hans eru 16%-70%=-54%. Óvinsældir Bjarna eru 11 prósentum meiri, 13%-78%=-65%. Þetta er forsætisráðherra Íslands. Sá óvinsælasti í heimi. Höfundur er formaður Pírata í Kópavogi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun