Nýsköpun er svarið Nótt Thorberg skrifar 15. maí 2024 09:15 Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum virðast oft vera óyfirstíganleg. En hvað gerist ef við horfum á þessar áskoranir frá nýju sjónarhorni? Að nú sé einmitt tækifærið til að skrifa nýjan kafla, að endurmarka heiminn í átt að sjálfbærri og grænni framtíð. Árangur í loftslagsaðgerðum kallar nefnilega á nýja hugsun – nýja nálgun. Umbreytingin sem er nauðsynleg kallar á að við endurskoðum og endurmetum sérstaklega með það fyrir augum að breyta. Fremur en að bregðast bara við þurfum við vera djörf, taka áhættu og endurhugsa hvernig við gerum hlutina. Þannig hugsun gefur sköpunarkraftinum lausan tauminn. Á þeim grunni skapast frjór jarðvegur fyrir nýsköpun og loftslagsmálin verða ekki leyst án nýsköpunar. Það er einmitt á þeim grunni sem fjölmörg fyrirtæki hérlendis hafa ákveðið að nálgast loftslagsmálin. Nýsköpun á sviði loftslagsmála hérlendis er þannig fjölbreytt. Allt frá því að finna nýjar leiðir til að nýta betur núverandi auðlindir svo minnka megi kolefnisspor, yfir í að innleiða orkuskipti og þróa brautryðjendalausnir á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis svo dæmi séu tekin. Nýsköpun felst ekki eingöngu í tæknilausnum heldur ekki síður í nýjum áhrifaríkum loftslagsvænni aðferðum. Ísland er þannig orðin að gjöfulli uppsprettu hugvits og grænna lausna sem aðrar þjóðir horfa til. Þessi ferska hugsun og nálgun vekur eftirtekt. Það er mikilvægt að við miðlum og deilum okkar reynslu því það leysir enginn loftslagsmálin einn. Loftslagsmál eru hópíþrótt. Það er því ekki að undra að Nýsköpunarvikan, sem fagnar fimm ár afmæli í ár, laði til sín breiðan hóp fyrirtækja, frumkvöðla, fjárfesta, stofnana og samstarfsaðila. Enda er loftslagsráðstefnan Ok, bye, hluti af nýsköpunarviku. Grænvangur styður þennan vettvang nýsköpunar og mun, ásamt fjölmörgum fyrirtækjum í baklandi Grænvangs, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar. Við hlökkum til að eiga við ykkur samtal og samstarf um grænar lausnir framtíðar. Sjáumst á nýsköpunarvikunni! Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum virðast oft vera óyfirstíganleg. En hvað gerist ef við horfum á þessar áskoranir frá nýju sjónarhorni? Að nú sé einmitt tækifærið til að skrifa nýjan kafla, að endurmarka heiminn í átt að sjálfbærri og grænni framtíð. Árangur í loftslagsaðgerðum kallar nefnilega á nýja hugsun – nýja nálgun. Umbreytingin sem er nauðsynleg kallar á að við endurskoðum og endurmetum sérstaklega með það fyrir augum að breyta. Fremur en að bregðast bara við þurfum við vera djörf, taka áhættu og endurhugsa hvernig við gerum hlutina. Þannig hugsun gefur sköpunarkraftinum lausan tauminn. Á þeim grunni skapast frjór jarðvegur fyrir nýsköpun og loftslagsmálin verða ekki leyst án nýsköpunar. Það er einmitt á þeim grunni sem fjölmörg fyrirtæki hérlendis hafa ákveðið að nálgast loftslagsmálin. Nýsköpun á sviði loftslagsmála hérlendis er þannig fjölbreytt. Allt frá því að finna nýjar leiðir til að nýta betur núverandi auðlindir svo minnka megi kolefnisspor, yfir í að innleiða orkuskipti og þróa brautryðjendalausnir á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis svo dæmi séu tekin. Nýsköpun felst ekki eingöngu í tæknilausnum heldur ekki síður í nýjum áhrifaríkum loftslagsvænni aðferðum. Ísland er þannig orðin að gjöfulli uppsprettu hugvits og grænna lausna sem aðrar þjóðir horfa til. Þessi ferska hugsun og nálgun vekur eftirtekt. Það er mikilvægt að við miðlum og deilum okkar reynslu því það leysir enginn loftslagsmálin einn. Loftslagsmál eru hópíþrótt. Það er því ekki að undra að Nýsköpunarvikan, sem fagnar fimm ár afmæli í ár, laði til sín breiðan hóp fyrirtækja, frumkvöðla, fjárfesta, stofnana og samstarfsaðila. Enda er loftslagsráðstefnan Ok, bye, hluti af nýsköpunarviku. Grænvangur styður þennan vettvang nýsköpunar og mun, ásamt fjölmörgum fyrirtækjum í baklandi Grænvangs, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar. Við hlökkum til að eiga við ykkur samtal og samstarf um grænar lausnir framtíðar. Sjáumst á nýsköpunarvikunni! Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar