Segjast hafa skotið á flugmóðurskip eftir loftárásir Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2024 11:57 F/A-18 Super Hornet herþotu flogið af bandarísku flugmóðurskipi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Sjóher Bandaríkjanna/Richard L.J. Gourley Bandarískir og breskir hermenn gerðu loftárásir gegn Hútum í Jemen í nótt. Forsvarsmenn Húta segja sextán hafa fallið í árásunum og 42 hafa særst en í kjölfarið segjast Hútar hafa gert árás á bandaríska flugmóðurskipið USS Dwight D. Eisenhower. Árásirnar hófust í gærkvöldi og segja heimildarmenn AP fréttaveitunnar að þær hafi beinst að neðanjarðarbyrgjum Húta, skotpöllum fyrir eldflaugar, stjórnstöðvar, minnst einu skipi eða bát og öðrum skotmörkum. Í heildina voru sex árásir gerðar, samkvæmt Hútum. Þeir halda því fram að eingöngu óbreyttir borgarar hafi fallið í árásunum. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja árásir hafa verið gerðar á þrettán skotmörk. May 30 U.S. Central Command UpdateBetween approximately 3:15 and 5 p.m. (Sanaa time) on May 30, U.S. Central Command (USCENTCOM) forces successfully destroyed eight uncrewed aerial vehicles (UAV) in Iranian-backed Houthi controlled areas of Yemen and over the Red Sea.… pic.twitter.com/uxtPyVecpU— U.S. Central Command (@CENTCOM) May 30, 2024 Meðal annars var notast við F/A-18 herþotur frá Eisenhower til árásarinnar og Typhoon FGR4 þotur frá Bretlandi en önnur herskip komu einnig að þeim. Hútar sögðust í morgun hafa skotið eldflaugum og drónum að flugmóðurskipinu en það hefur ekki verið staðfest. Heimildarmenn AP segja ekkert ama að flugmóðurskipinu. Bretar og Bandaríkjamenn, og þá sérstaklega þeir síðarnefndu, hafa gert fjölmargar árásir gegn Hútum. Þær hófust eftir að Hútar byrjuðu að gera árásir á flutningaskip sem verið var að sigla um Rauðahaf og Adenflóa. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súesskurðinn inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Á undanförnum mánuðum hafa Hútar skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að flutningaskipum og herskipum. Hútar stjórna meðal annars borginni Sanaa í Jemen.AP/Osamah Abdulrahman Í heildina hafa Hútar gert árásir á rúmlega fimmtíu skip. Þrír sjóliðar hafa fallið í þessum árásum og eitt skip hefur sokkið. Þá hafa hútar tekið eitt skip yfir. Nú í vikunni gerðu Hútar árás á skip sem notað var til að flytja korn til Íran en það eru helstu bakhjarlar Húta. Sjá einnig: Fyrstu mannslátin vegna árása Húta á Rauðahafi Íranar hafa útvegað Hútum eldflaugar og dróna fyrir árásirnar og eru einnig sagðir hafa hjálpað Hútum að finna og velja skotmörk. Hútar héldu því fram á miðvikudaginn að þeir hefðu skotið niður MQ-9 Reaper dróna með flugskeyti. AP segir mögulegt að sá hafi verið í eigu Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) en útlit er fyrir að Bandaríkjamenn hafi tapað þremur slíkum drónum yfir Jemen í þessum mánuði. Jemen Bandaríkin Bretland Íran Hernaður Skipaflutningar Tengdar fréttir Hættu við umfangsmiklar árásir á Íran Ráðamenn í Ísrael ætluðu sér að gera mun umfangsmeiri árásir á Íran en þeir ákváðu svo á endanum að gera. Pólitískur þrýstingur frá Joe Biden og nokkrum ráðamönnum í Evrópu er sagður hafa átt stóran þátt í því að þess í stað gerðu Ísraelar minni árás sem klerkastjórn Íran gat sleppt að svara með frekari árásum. 22. apríl 2024 18:58 Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44 Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Árásirnar hófust í gærkvöldi og segja heimildarmenn AP fréttaveitunnar að þær hafi beinst að neðanjarðarbyrgjum Húta, skotpöllum fyrir eldflaugar, stjórnstöðvar, minnst einu skipi eða bát og öðrum skotmörkum. Í heildina voru sex árásir gerðar, samkvæmt Hútum. Þeir halda því fram að eingöngu óbreyttir borgarar hafi fallið í árásunum. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja árásir hafa verið gerðar á þrettán skotmörk. May 30 U.S. Central Command UpdateBetween approximately 3:15 and 5 p.m. (Sanaa time) on May 30, U.S. Central Command (USCENTCOM) forces successfully destroyed eight uncrewed aerial vehicles (UAV) in Iranian-backed Houthi controlled areas of Yemen and over the Red Sea.… pic.twitter.com/uxtPyVecpU— U.S. Central Command (@CENTCOM) May 30, 2024 Meðal annars var notast við F/A-18 herþotur frá Eisenhower til árásarinnar og Typhoon FGR4 þotur frá Bretlandi en önnur herskip komu einnig að þeim. Hútar sögðust í morgun hafa skotið eldflaugum og drónum að flugmóðurskipinu en það hefur ekki verið staðfest. Heimildarmenn AP segja ekkert ama að flugmóðurskipinu. Bretar og Bandaríkjamenn, og þá sérstaklega þeir síðarnefndu, hafa gert fjölmargar árásir gegn Hútum. Þær hófust eftir að Hútar byrjuðu að gera árásir á flutningaskip sem verið var að sigla um Rauðahaf og Adenflóa. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súesskurðinn inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Á undanförnum mánuðum hafa Hútar skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að flutningaskipum og herskipum. Hútar stjórna meðal annars borginni Sanaa í Jemen.AP/Osamah Abdulrahman Í heildina hafa Hútar gert árásir á rúmlega fimmtíu skip. Þrír sjóliðar hafa fallið í þessum árásum og eitt skip hefur sokkið. Þá hafa hútar tekið eitt skip yfir. Nú í vikunni gerðu Hútar árás á skip sem notað var til að flytja korn til Íran en það eru helstu bakhjarlar Húta. Sjá einnig: Fyrstu mannslátin vegna árása Húta á Rauðahafi Íranar hafa útvegað Hútum eldflaugar og dróna fyrir árásirnar og eru einnig sagðir hafa hjálpað Hútum að finna og velja skotmörk. Hútar héldu því fram á miðvikudaginn að þeir hefðu skotið niður MQ-9 Reaper dróna með flugskeyti. AP segir mögulegt að sá hafi verið í eigu Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) en útlit er fyrir að Bandaríkjamenn hafi tapað þremur slíkum drónum yfir Jemen í þessum mánuði.
Jemen Bandaríkin Bretland Íran Hernaður Skipaflutningar Tengdar fréttir Hættu við umfangsmiklar árásir á Íran Ráðamenn í Ísrael ætluðu sér að gera mun umfangsmeiri árásir á Íran en þeir ákváðu svo á endanum að gera. Pólitískur þrýstingur frá Joe Biden og nokkrum ráðamönnum í Evrópu er sagður hafa átt stóran þátt í því að þess í stað gerðu Ísraelar minni árás sem klerkastjórn Íran gat sleppt að svara með frekari árásum. 22. apríl 2024 18:58 Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44 Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Hættu við umfangsmiklar árásir á Íran Ráðamenn í Ísrael ætluðu sér að gera mun umfangsmeiri árásir á Íran en þeir ákváðu svo á endanum að gera. Pólitískur þrýstingur frá Joe Biden og nokkrum ráðamönnum í Evrópu er sagður hafa átt stóran þátt í því að þess í stað gerðu Ísraelar minni árás sem klerkastjórn Íran gat sleppt að svara með frekari árásum. 22. apríl 2024 18:58
Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44
Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44
Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49