Aðeins fjórðungur Breta vill vera utan ESB Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 15:41 Flutningabíll ekur frá landamæraeftirlitsstöð í suðaustanverðu Englandi. Stuðningsmenn Brexit eru orðnir neikvæðari á áhrif útgöngunnar á áður, þar á meðal á efnahags- og innflytjendamál. Vísir/EPA Nú átta árum eftir að meirihluti Breta greiddi atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu segist aðeins fjórðungur telja að Bretland eigi að standa utan sambandsins. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá þjóðatkvæðagreiðslunni. Aðeins 24 prósent svarenda í skoðanakönnun sem félagsvísindastofnun Bretlands gerði töldu að Bretland ætti að vera utan Evrópusambandsins. Hlutfallið var 36 prósent árið 2019 og 41 prósent árið 2016, árið sem þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin. Könnunin nú var gerð í september og október. Þá höfðu svarendur neikvæðari sýn á áhrif Brexit, eins og útgangan hefur verið nefnd, á efnahag Bretlands og innflytjendamál en árið 2019 þegar síðustu þingkosningar voru haldnar. Breytingin er sérstaklega áberandi á meðal þeirra sem greiddu atkvæði með útgöngunni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Um fjörutíu prósent þeirra telja nú verr komið fyrir efnahaginum vegna Brexit borið saman við átján prósent fyrir fimm árum. Þingkosningarnar 4. júlí eru þær fyrstu eftir að Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu árið 2020. Aðild að Evrópusambandinu hefur tæplega borið á góma í kosningabaráttunni til þessa. Könnun félagsvísindastofnunarinnar leiðir ennfremur í ljós hrapandi traust á stjórnvöldum. Heil 45 prósent svarendu sögðust nær aldrei treystra breskri ríkisstjórn til þess að setja þarfir þjóðarinnar ofar eigin flokkshagsmunum. Brexit Bretland Kosningar í Bretlandi Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. 3. júní 2024 16:02 Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. 23. júní 2023 14:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Aðeins 24 prósent svarenda í skoðanakönnun sem félagsvísindastofnun Bretlands gerði töldu að Bretland ætti að vera utan Evrópusambandsins. Hlutfallið var 36 prósent árið 2019 og 41 prósent árið 2016, árið sem þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin. Könnunin nú var gerð í september og október. Þá höfðu svarendur neikvæðari sýn á áhrif Brexit, eins og útgangan hefur verið nefnd, á efnahag Bretlands og innflytjendamál en árið 2019 þegar síðustu þingkosningar voru haldnar. Breytingin er sérstaklega áberandi á meðal þeirra sem greiddu atkvæði með útgöngunni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Um fjörutíu prósent þeirra telja nú verr komið fyrir efnahaginum vegna Brexit borið saman við átján prósent fyrir fimm árum. Þingkosningarnar 4. júlí eru þær fyrstu eftir að Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu árið 2020. Aðild að Evrópusambandinu hefur tæplega borið á góma í kosningabaráttunni til þessa. Könnun félagsvísindastofnunarinnar leiðir ennfremur í ljós hrapandi traust á stjórnvöldum. Heil 45 prósent svarendu sögðust nær aldrei treystra breskri ríkisstjórn til þess að setja þarfir þjóðarinnar ofar eigin flokkshagsmunum.
Brexit Bretland Kosningar í Bretlandi Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. 3. júní 2024 16:02 Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. 23. júní 2023 14:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. 3. júní 2024 16:02
Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. 23. júní 2023 14:23