Vilja fá að verða ófrjóar og höfða mál á hendur stjórnvöldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2024 10:46 Það er afar erfitt, ef ekki ómögulegt, fyrir ungar heilbrigðar konur að fá að gangast undir ófrjósemisaðgerð í Japan. Getty Fimm konur hafa höfðað mál á hendur stjórnvöldum í Japan vegna löggjafar sem gerir konum afar erfitt fyrir sem vilja gangast undir ófrjósemisaðgerð. „Það er álitið samfélagslegt skref aftur á bak að konur sem geta eignast börn hætti að eignast börn,“ segir Yoko Matsubara, prófessor í lífsiðfræði við Ritsumeikan University. Hann segir á brattann að sækja fyrir konurnar. Hisui Tatsuta, 24 ára, er ein af konunum fimm en hún segist lengi hafa vitað að hún vildi ekki eignast börn. „Mér líkar ekki við að það sé fyrst og fremst horft á mig sem leg sem getur gefið af sér barn, frekar en sem persónu,“ segir hún. Tatsuta vill fá að gangast undir ófrjósemisaðgerð en svokölluð „mæðraverndarlöggjöf“ nánast útilokar að ungar, heilbrigðar konur sem vilja ekki eignast börn fái að gangast undir slíak aðgerð. Til að uppfylla skilyrði þarf kona að eiga barn eða börn fyrir, að sýna fram á að þungun myndi ógna heilsu hennar og fá samþykki maka. Sömu reglur gilda um karla en engu að síður virðast ófrjósemisaðgerðir á körlum mun algengari í Japan en sambærilegar aðgerðir á konum. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ Lögmaður kvennanna sagði í dómsal í síðustu viku að lögin væru ávöxtur feðraveldisins og að gengið væri út frá því að líkamar kvenna væru gerðir til þess eins að eignast börn. Áðurnefnd skilyrði væru arfur gamalla tíma og að konurnar vildu njóta þess réttar að ákvarða sjálfar framtíð sína. Samkvæmt umfjöllun New York Times er allt regluverk í Japan er varðar frjósemi mjög frábrugðum öðrum þróuðum ríkjum. Konur verða sjálfar að bera allan kostnað af getnaðarvörnum á borð við pilluna og lykkjuna og smokkurinn er lang algengasta getnaðarvörnin. Innan við fimm prósent kvenna segjast nota pilluna sem fyrstu getnaðarvörn. Líkt og Matsubara benda aðrir sérfræðingar á að baráttann verði erfið, enda séu konurnar að sækja málið á sama tíma og stjórnvöld leiti allra ráða til að auka frjósemi. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ spyr Miri Sakai, önnur kvennanna. „Eru konur sem eignast ekki sjálfar börn óþarfar í samfélaginu?“ spyr hún. Kazane Kajiya, 27 ára, segir það hluta af gildum sínum að vilja ekki eignast börn. Hún muni ekki skipta um skoðun og það myndi létta af henni miklu álagi að geta útilokað að hún verði ólétt. Yukako Ohashi, rithöfundur og meðlimur í Women's Network for Reproductive Freedom, segir heiti löggjafarinnar, mæðraverndarlöggjöfin, segja allt sem segja þarf. „Það ber að vernda konur sem hyggjast verða mæður. En engin virðing er borin fyrir þeim konum sem vilja ekki verða mæður. Þannig er samfélagið í Japan.“ Japan Jafnréttismál Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
„Það er álitið samfélagslegt skref aftur á bak að konur sem geta eignast börn hætti að eignast börn,“ segir Yoko Matsubara, prófessor í lífsiðfræði við Ritsumeikan University. Hann segir á brattann að sækja fyrir konurnar. Hisui Tatsuta, 24 ára, er ein af konunum fimm en hún segist lengi hafa vitað að hún vildi ekki eignast börn. „Mér líkar ekki við að það sé fyrst og fremst horft á mig sem leg sem getur gefið af sér barn, frekar en sem persónu,“ segir hún. Tatsuta vill fá að gangast undir ófrjósemisaðgerð en svokölluð „mæðraverndarlöggjöf“ nánast útilokar að ungar, heilbrigðar konur sem vilja ekki eignast börn fái að gangast undir slíak aðgerð. Til að uppfylla skilyrði þarf kona að eiga barn eða börn fyrir, að sýna fram á að þungun myndi ógna heilsu hennar og fá samþykki maka. Sömu reglur gilda um karla en engu að síður virðast ófrjósemisaðgerðir á körlum mun algengari í Japan en sambærilegar aðgerðir á konum. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ Lögmaður kvennanna sagði í dómsal í síðustu viku að lögin væru ávöxtur feðraveldisins og að gengið væri út frá því að líkamar kvenna væru gerðir til þess eins að eignast börn. Áðurnefnd skilyrði væru arfur gamalla tíma og að konurnar vildu njóta þess réttar að ákvarða sjálfar framtíð sína. Samkvæmt umfjöllun New York Times er allt regluverk í Japan er varðar frjósemi mjög frábrugðum öðrum þróuðum ríkjum. Konur verða sjálfar að bera allan kostnað af getnaðarvörnum á borð við pilluna og lykkjuna og smokkurinn er lang algengasta getnaðarvörnin. Innan við fimm prósent kvenna segjast nota pilluna sem fyrstu getnaðarvörn. Líkt og Matsubara benda aðrir sérfræðingar á að baráttann verði erfið, enda séu konurnar að sækja málið á sama tíma og stjórnvöld leiti allra ráða til að auka frjósemi. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ spyr Miri Sakai, önnur kvennanna. „Eru konur sem eignast ekki sjálfar börn óþarfar í samfélaginu?“ spyr hún. Kazane Kajiya, 27 ára, segir það hluta af gildum sínum að vilja ekki eignast börn. Hún muni ekki skipta um skoðun og það myndi létta af henni miklu álagi að geta útilokað að hún verði ólétt. Yukako Ohashi, rithöfundur og meðlimur í Women's Network for Reproductive Freedom, segir heiti löggjafarinnar, mæðraverndarlöggjöfin, segja allt sem segja þarf. „Það ber að vernda konur sem hyggjast verða mæður. En engin virðing er borin fyrir þeim konum sem vilja ekki verða mæður. Þannig er samfélagið í Japan.“
Japan Jafnréttismál Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira