Ýmislegt um rafmagnsbíla og reiðhjól Valur Elli Valsson skrifar 18. september 2024 09:32 Flokka má útblástur einkabíla í beinan og óbeinan útblástur. Enginn beinn útblástur hlýst af rafmagnsbílum þar sem þeir nota ekkert jarðefnaeldsneyti. Óbeinn útblástur einkabílsins kemur að mestu vegna framleiðslu bílsins. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Evrópusambandið árið 2020 má áætla að óbeinn útblástur vegna framleiðslu bensínbíla í dag séu 10,5 tonn. Óbeinn útblástur vegna framleiðslu rafmagnsbíla í dag eru hins vegar 15,5 tonn. Til langs tíma litið eru rafmagnsbílar þó umhverfisvænni kostur í tilviki Íslands, þar sem það þyrfti aðeins að keyra rafmagnsbíl 34.000 km til að verða umhverfisvænni en meðalbíll sem losar 150 g CO2/km. Síðustu áramót voru vsk-ívilnanir vegna kaupa á rafmagnsbifreiðum felldar niður og nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tók gildi, í formi styrkja hjá Orkusjóði. Rafmagnsbílar sem kosta undir 10 milljónir eru styrkhæfir og nemur styrkur fyrir nýja rafbíla 900.000 kr. Á árunum 2020-2022 voru veittar ívilnanir til um það bil 8.000 bíla árlega. Ef jafn mikill fjöldi bíla myndi fá styrki frá Orkusjóði í ár myndi ríkissjóður greiða rúmlega 7 milljarðar í slíka styrki. Verið að styrkja ranga? Til að setja þessa 7 milljarða í eitthvað samhengi, þá er þetta helmingurinn af árlegri fjárfestingu í hinn margumtalaða 311 milljarða króna samgöngusáttmála. Það er einnig erfitt að færa rök fyrir því að þeir einstaklingar sem fá þessa 7 milljarða í styrk frá ríkissjóði séu sá hópur fólks sem þurfi á því að halda, þar sem þessir einstaklingar hafa tök á því að kaupa sér nýjan rafmagnsbíl. Það mætti því segja að verið sé að styrkja kaup á einkabílum á sama tíma og ríkið sé að reyna að ná loftslagsmarkmiðum sínum og bæta samgönguinnviði höfuðborgarsvæðisins. Ákveðin þversögn þarna. Að öðru óbreyttu munu á sama tíma ívilnanir vegna kaupa á rafmagnshjólum detta úr gildi um áramótin, en óbeinn útblástur við framleiðslu slíkra farartækja er innan við 140 kg. Það er rúmlega 100 sinnum minna útblásturinn við framleiðslu á rafmagnsbíl. Hvað með að styrkja bara rafmagnshjól? Árlegar ívilnanir ríkisins vegna rafmagnshjóla hafa verið innan við 700 milljónir á ári. Samanlagðar ívilnanir til einstaklinga til kaupa á vistvænum farartækjum hafa því numið um 8 milljörðum árlega. Ef ríkið myndi hætta að styrkja rafbílakaup og nota alla þessa fjármuni til að styrkja kaup á rafmagnshjólum væri hægt að færa rök fyrir því að mikið myndi létta á samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins. Miðað við mannfjöldatölur búa 172.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 16-70 ára. Ferðavenjukannanir sýna að 72% ferða á höfuðborgarsvæðinu eru með einkabílnum, sem ætti að þýða að um 124.000 einstaklingar nota einkabílinn til að komast í og úr vinnu eða skóla. Væru rafhjólastyrkirnir 50% (en þó aldrei hærri en 200.000 kr.) þá myndu 8 milljarðarnir duga fyrir að lágmarki 40.000 rafmagnshjólum árlega, sem hægt væri að nota sem fararskjóta í og úr vinnu eða skóla. Eðlilega myndu aldrei allir þessir 40.000 einstaklingar hætta að nota einkabílilinn og fara að hjóla, en ef 10.000 einstaklingar myndu byrja að hjóla yrðu 8% færri bílar í umferðinni sem myndi hafa meiri áhrif en fólk myndi halda. Ábatinn sem slíkt styrkkerfi myndi hafa yrði margþættur. Færri bílar í umferð myndi minnka umferðartafir allra þeirra sem myndu samt vilja nota einkabílinn, strætisvagnakerfið yrði áreiðanlegra, svifryksmengum myndi minnka, almennt heilbrigði myndi aukast og kolefnisspor þessara 40.000 rafmagnshjóla yrði minna en 400 nýrra rafbíla. Höfundur er meistaranemi í sjálfbærum skipulagsfræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Bílar Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Flokka má útblástur einkabíla í beinan og óbeinan útblástur. Enginn beinn útblástur hlýst af rafmagnsbílum þar sem þeir nota ekkert jarðefnaeldsneyti. Óbeinn útblástur einkabílsins kemur að mestu vegna framleiðslu bílsins. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Evrópusambandið árið 2020 má áætla að óbeinn útblástur vegna framleiðslu bensínbíla í dag séu 10,5 tonn. Óbeinn útblástur vegna framleiðslu rafmagnsbíla í dag eru hins vegar 15,5 tonn. Til langs tíma litið eru rafmagnsbílar þó umhverfisvænni kostur í tilviki Íslands, þar sem það þyrfti aðeins að keyra rafmagnsbíl 34.000 km til að verða umhverfisvænni en meðalbíll sem losar 150 g CO2/km. Síðustu áramót voru vsk-ívilnanir vegna kaupa á rafmagnsbifreiðum felldar niður og nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tók gildi, í formi styrkja hjá Orkusjóði. Rafmagnsbílar sem kosta undir 10 milljónir eru styrkhæfir og nemur styrkur fyrir nýja rafbíla 900.000 kr. Á árunum 2020-2022 voru veittar ívilnanir til um það bil 8.000 bíla árlega. Ef jafn mikill fjöldi bíla myndi fá styrki frá Orkusjóði í ár myndi ríkissjóður greiða rúmlega 7 milljarðar í slíka styrki. Verið að styrkja ranga? Til að setja þessa 7 milljarða í eitthvað samhengi, þá er þetta helmingurinn af árlegri fjárfestingu í hinn margumtalaða 311 milljarða króna samgöngusáttmála. Það er einnig erfitt að færa rök fyrir því að þeir einstaklingar sem fá þessa 7 milljarða í styrk frá ríkissjóði séu sá hópur fólks sem þurfi á því að halda, þar sem þessir einstaklingar hafa tök á því að kaupa sér nýjan rafmagnsbíl. Það mætti því segja að verið sé að styrkja kaup á einkabílum á sama tíma og ríkið sé að reyna að ná loftslagsmarkmiðum sínum og bæta samgönguinnviði höfuðborgarsvæðisins. Ákveðin þversögn þarna. Að öðru óbreyttu munu á sama tíma ívilnanir vegna kaupa á rafmagnshjólum detta úr gildi um áramótin, en óbeinn útblástur við framleiðslu slíkra farartækja er innan við 140 kg. Það er rúmlega 100 sinnum minna útblásturinn við framleiðslu á rafmagnsbíl. Hvað með að styrkja bara rafmagnshjól? Árlegar ívilnanir ríkisins vegna rafmagnshjóla hafa verið innan við 700 milljónir á ári. Samanlagðar ívilnanir til einstaklinga til kaupa á vistvænum farartækjum hafa því numið um 8 milljörðum árlega. Ef ríkið myndi hætta að styrkja rafbílakaup og nota alla þessa fjármuni til að styrkja kaup á rafmagnshjólum væri hægt að færa rök fyrir því að mikið myndi létta á samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins. Miðað við mannfjöldatölur búa 172.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 16-70 ára. Ferðavenjukannanir sýna að 72% ferða á höfuðborgarsvæðinu eru með einkabílnum, sem ætti að þýða að um 124.000 einstaklingar nota einkabílinn til að komast í og úr vinnu eða skóla. Væru rafhjólastyrkirnir 50% (en þó aldrei hærri en 200.000 kr.) þá myndu 8 milljarðarnir duga fyrir að lágmarki 40.000 rafmagnshjólum árlega, sem hægt væri að nota sem fararskjóta í og úr vinnu eða skóla. Eðlilega myndu aldrei allir þessir 40.000 einstaklingar hætta að nota einkabílilinn og fara að hjóla, en ef 10.000 einstaklingar myndu byrja að hjóla yrðu 8% færri bílar í umferðinni sem myndi hafa meiri áhrif en fólk myndi halda. Ábatinn sem slíkt styrkkerfi myndi hafa yrði margþættur. Færri bílar í umferð myndi minnka umferðartafir allra þeirra sem myndu samt vilja nota einkabílinn, strætisvagnakerfið yrði áreiðanlegra, svifryksmengum myndi minnka, almennt heilbrigði myndi aukast og kolefnisspor þessara 40.000 rafmagnshjóla yrði minna en 400 nýrra rafbíla. Höfundur er meistaranemi í sjálfbærum skipulagsfræðum
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar