Tapsár Jordan lögsækir NASCAR Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 16:25 Michael Jordan játar sig seint sigraðan, á hvaða sviði sem er. Jacob Kupferman/Getty Images Michael Jordan hefur lögsótt bandarísku aksturskeppnina NASCAR eftir langvinnar deilur. Lögsóknin er sögð geta haft sögulegar afleiðingar, og breytingar í för með sér. Eigendur liða í NASCAR keppninni hafa átt í deilum við stjórnendur keppninnar mánuðum saman en NASCAR virtist bera sigur út býtum þegar samkomulag hafði náðst við 13 eigendur þeirra 15 liða sem taka þátt. Jim France, sem valdið hefur hjá NASCAR og er meðlimur fjölskyldunnar sem stofnaði keppnina, virtist hafa tekist ætlunarverk sitt þó margur hafi gagnrýnt aðferðir hans. Eigendur liðanna hafa kvartað og kveinað í meira en tvö ár og eru ósáttir við að France krefjist þess að semja við hvert lið fyrir sig en ekki öll saman. France stóð fastur á sínu og þegar hann gaf afarkosti gáfu flestir eigendanna undan. Jim France gæti þurft að gefa eitthvað eftir.Chris Graythen/Getty Images Útlit var fyrir að lið í eigu Jordan, Jordan's 23XI Racing, hefði tapað hvað mestu, enda eitt tveggja liða sem neitaði að semja við France. Stjórnendur hjá liðinu höfðu kvartað hvað mest opinberlega og stóðu uppi allslausir. Jordan er hins vegar ekki maður sem er þekktur fyrir að taka tapi vel. Það virðist sem hann hafi tekið þessu persónulega og ætlar í hart. Lögsókn sem telur 46 síður var lögð fram í gær. Lögmaðurinn sem lagði hana fram er Jeffrey Kessler, en hann hefur áður lagt sitt á vogarskálarnar í lögsóknum sem hafa gjörbreytt umhverfi bandarísks íþróttalífs, bæði á atvinnustigi og háskólastigi. Ólíklegt þykir að málið nái þó fyrir dómstóla. Fari svo þarf NASCAR að opna bækur sínar fyrir almenningi á fordæmalausan hátt og sýna fram á hvernig vinsælasta aksturkeppni Bandaríkjanna er fjármögnuð. Ljóst þykir að það vilja stjórnendur NASCAR alls ekki. Hvort sem málið nær inn í dómssal eða verður afgreitt með sáttum við kappaksturslið Jordans, virðist ljóst að sögulegar breytingar eru í vændum. NASCAR hefur ávallt verið stýrt af harðri hendi af hálfu France-fjölskyldunnar, sem gæti loks þurft að játa sig sigraða, vegna tapsæris og þrjósku raðsigurvegarans Michael Jordan. Körfubolti Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir „Er annað hvort sögð vera vélmenni eða móðursjúk“ Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Aron tekur við landsliði Kúveits Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Víkingur missir undanúrslitasætið Úrslitin ráðast í beinni Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Sjá meira
Eigendur liða í NASCAR keppninni hafa átt í deilum við stjórnendur keppninnar mánuðum saman en NASCAR virtist bera sigur út býtum þegar samkomulag hafði náðst við 13 eigendur þeirra 15 liða sem taka þátt. Jim France, sem valdið hefur hjá NASCAR og er meðlimur fjölskyldunnar sem stofnaði keppnina, virtist hafa tekist ætlunarverk sitt þó margur hafi gagnrýnt aðferðir hans. Eigendur liðanna hafa kvartað og kveinað í meira en tvö ár og eru ósáttir við að France krefjist þess að semja við hvert lið fyrir sig en ekki öll saman. France stóð fastur á sínu og þegar hann gaf afarkosti gáfu flestir eigendanna undan. Jim France gæti þurft að gefa eitthvað eftir.Chris Graythen/Getty Images Útlit var fyrir að lið í eigu Jordan, Jordan's 23XI Racing, hefði tapað hvað mestu, enda eitt tveggja liða sem neitaði að semja við France. Stjórnendur hjá liðinu höfðu kvartað hvað mest opinberlega og stóðu uppi allslausir. Jordan er hins vegar ekki maður sem er þekktur fyrir að taka tapi vel. Það virðist sem hann hafi tekið þessu persónulega og ætlar í hart. Lögsókn sem telur 46 síður var lögð fram í gær. Lögmaðurinn sem lagði hana fram er Jeffrey Kessler, en hann hefur áður lagt sitt á vogarskálarnar í lögsóknum sem hafa gjörbreytt umhverfi bandarísks íþróttalífs, bæði á atvinnustigi og háskólastigi. Ólíklegt þykir að málið nái þó fyrir dómstóla. Fari svo þarf NASCAR að opna bækur sínar fyrir almenningi á fordæmalausan hátt og sýna fram á hvernig vinsælasta aksturkeppni Bandaríkjanna er fjármögnuð. Ljóst þykir að það vilja stjórnendur NASCAR alls ekki. Hvort sem málið nær inn í dómssal eða verður afgreitt með sáttum við kappaksturslið Jordans, virðist ljóst að sögulegar breytingar eru í vændum. NASCAR hefur ávallt verið stýrt af harðri hendi af hálfu France-fjölskyldunnar, sem gæti loks þurft að játa sig sigraða, vegna tapsæris og þrjósku raðsigurvegarans Michael Jordan.
Körfubolti Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir „Er annað hvort sögð vera vélmenni eða móðursjúk“ Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Aron tekur við landsliði Kúveits Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Víkingur missir undanúrslitasætið Úrslitin ráðast í beinni Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Sjá meira