Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar 27. febrúar 2025 10:30 Smæð Íslands býður bæði upp á einstök tækifæri en jafnframt áskoranir. Hún veitir okkur sveigjanleika, hraða og nánari tengsl við viðskiptalífið, sem skiptir sköpum fyrir frumkvöðla og nýsköpun. Sprotafyrirtæki njóta þess að geta prófað lausnir á litlum markaði, fengið skjót viðbrögð og lagað sig hratt að aðstæðum. Það er ómetanlegt forskot. En smæðin hefur líka sínar takmarkanir. Skortur á sérfræðiþekkingu og fjármagni getur staðið í vegi fyrir því að fyrirtæki vaxi út fyrir landsteinana. Flest nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi eiga það sameiginlegt að langtímamarkmið þeirra er að koma á fót erlendri starfsemi til að tryggja stöðugan vöxt. Alla jafna tíðkast í hugverkaiðnaði að sprotafyrirtæki séu keypt eða tekin yfir af stærri aðilum, oftar en ekki erlendum aðilum.Þar liggja möguleikar Íslands, að styðja við íslenska frumkvöðla, veita þeim besta mögulega umhverfi sem völ er á, með það að markmiði að sprotinn nái að vaxa hratt og síðar meir fyrirtækið keypt. Þetta getur skilað umtalsverðum verðmætum inn í íslenskt hagkerfi, eins og dæmin hafa sýnt sl. ár.Hins vegar er engin trygging fyrir því að velgengni á íslenskum markaði leiði til sjálfgefins vaxtar erlendis. Fjármögnun, aðgangsstefna og sérfræðiþekking eru meðal þeirra hjalla sem þarf að yfirstíga. Til þess að íslensk sprotafyrirtæki eigi raunhæfa möguleika á alþjóðlegum árangri þarf skýra stefnu um aðgengi að fyrrnefndum þáttum. Hugverkaiðnaðurinn er ört vaxandi, en enn felast fjölmörg tækifæri í honum fyrir Ísland. Ef rétt er haldið á spilunum gæti hann orðið lykilútflutningsgrein og stuðlað að aukinni verðmætasköpun. Það krefst hins vegar þess að nýsköpunar- og rekstrarumhverfið sé skilvirkt, einfalt og styðji við þau fyrirtæki sem vilja ná lengra. Við verðum að hugsa stórt og byggja upp hagkerfi sem styður við sprota sem stefna á alþjóðlega vegferð frá upphafi. Það þýðir að regluverk þarf að vera skýrt, fjárfestar þurfa að sjá Ísland sem álitlegan valkost og tengslanet við alþjóðlega aðila þarf að vera virkt. Smæðin okkar er ekki veikleiki nema við látum hana vera það. Smæðin getur verið styrkur ef við tryggjum skilyrði sem auðvelda nýsköpun og alþjóðlegan vöxt. Við þurfum að fækka hindrunum í stað þess að reisa fleiri veggi. Nú þegar ný ríkisstjórn er að hefjast handa er brýnt að tryggja að stefna í nýsköpunar- og hugverkaiðnaði verði ekki aðeins orðin tóm heldur fylgi henni raunverulegar aðgerðir. Ef rétt er haldið á spilunum gæti Ísland orðið leiðandi í hugverkaiðnaði. En það gerist ekki af sjálfu sér. Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Smæð Íslands býður bæði upp á einstök tækifæri en jafnframt áskoranir. Hún veitir okkur sveigjanleika, hraða og nánari tengsl við viðskiptalífið, sem skiptir sköpum fyrir frumkvöðla og nýsköpun. Sprotafyrirtæki njóta þess að geta prófað lausnir á litlum markaði, fengið skjót viðbrögð og lagað sig hratt að aðstæðum. Það er ómetanlegt forskot. En smæðin hefur líka sínar takmarkanir. Skortur á sérfræðiþekkingu og fjármagni getur staðið í vegi fyrir því að fyrirtæki vaxi út fyrir landsteinana. Flest nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi eiga það sameiginlegt að langtímamarkmið þeirra er að koma á fót erlendri starfsemi til að tryggja stöðugan vöxt. Alla jafna tíðkast í hugverkaiðnaði að sprotafyrirtæki séu keypt eða tekin yfir af stærri aðilum, oftar en ekki erlendum aðilum.Þar liggja möguleikar Íslands, að styðja við íslenska frumkvöðla, veita þeim besta mögulega umhverfi sem völ er á, með það að markmiði að sprotinn nái að vaxa hratt og síðar meir fyrirtækið keypt. Þetta getur skilað umtalsverðum verðmætum inn í íslenskt hagkerfi, eins og dæmin hafa sýnt sl. ár.Hins vegar er engin trygging fyrir því að velgengni á íslenskum markaði leiði til sjálfgefins vaxtar erlendis. Fjármögnun, aðgangsstefna og sérfræðiþekking eru meðal þeirra hjalla sem þarf að yfirstíga. Til þess að íslensk sprotafyrirtæki eigi raunhæfa möguleika á alþjóðlegum árangri þarf skýra stefnu um aðgengi að fyrrnefndum þáttum. Hugverkaiðnaðurinn er ört vaxandi, en enn felast fjölmörg tækifæri í honum fyrir Ísland. Ef rétt er haldið á spilunum gæti hann orðið lykilútflutningsgrein og stuðlað að aukinni verðmætasköpun. Það krefst hins vegar þess að nýsköpunar- og rekstrarumhverfið sé skilvirkt, einfalt og styðji við þau fyrirtæki sem vilja ná lengra. Við verðum að hugsa stórt og byggja upp hagkerfi sem styður við sprota sem stefna á alþjóðlega vegferð frá upphafi. Það þýðir að regluverk þarf að vera skýrt, fjárfestar þurfa að sjá Ísland sem álitlegan valkost og tengslanet við alþjóðlega aðila þarf að vera virkt. Smæðin okkar er ekki veikleiki nema við látum hana vera það. Smæðin getur verið styrkur ef við tryggjum skilyrði sem auðvelda nýsköpun og alþjóðlegan vöxt. Við þurfum að fækka hindrunum í stað þess að reisa fleiri veggi. Nú þegar ný ríkisstjórn er að hefjast handa er brýnt að tryggja að stefna í nýsköpunar- og hugverkaiðnaði verði ekki aðeins orðin tóm heldur fylgi henni raunverulegar aðgerðir. Ef rétt er haldið á spilunum gæti Ísland orðið leiðandi í hugverkaiðnaði. En það gerist ekki af sjálfu sér. Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun