Bjóðum íslenskuna fram Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 7. mars 2025 09:32 Við Íslendingar höfum ávallt verið talin gestrisin þjóð, tökum vel á móti fólki og leggjum okkur fram við að sýna okkar bestu hliðar og draga fram úr búrinu þau bestu föng sem völ er á. Það fáum við að heyra frá þeim sem sækja okkur heim, erlendir gestir flykkjast hingað og dásama þjóð og land. Nýlega fór íbúatalan hér á landi yfir 400 þúsund og þar af eru 80 þúsund með erlent ríkisfang eða um 20%. Um síðustu aldarmót bjuggu á Íslandi 280 þúsund manns og aðeins örfá prósent af erlendu þjóðerni. Við getum með sanni sagt að Ísland hafi aðdráttarafl og sé samkeppnishæft land sem fólk horfir til þegar það velur sér búsetu. Það er ánægjuefni enda erum við þjóð meðal þjóða og viljum búa í frjálsu landi og teljum að fjölmenning auðgi bæði mannlíf og atvinnulíf hér á landi. Það sem við höfum upp á að bjóða er fallegt land, heilbrigt samfélag, öflugt velferðar- og menntakerfi, falleg náttúra og svo er það íslenskan. Berum íslenskuna á borð Það að flytja til annars lands í nýtt málumhverfi er áskorun. Að læra nýtt tungumál ásamt því að aðlaga sig breyttu umhverfi er áskorun. Íslendingar hafa upp til hópa viljað halda í gestrisni þjóðarsálarinnar og verið fljótir að svara gestum og nýbúum á ensku, jafnvel þrátt fyrir að viðkomandi sé alls ekki enskumælandi, en enskan má heita útbreitt tungumál. Við virðumst vera svo sannfærð um að það sé svo erfitt að læra málið að það sé ókurteisi að bjóða það fram. Íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Það er á ábyrgð stjórnvalda og okkar að unnt sé að nota hana á öllum sviðum íslensks samfélags. Íslenskan gegnir veigamiklu samfélagslegu hlutverki og því mikilvægt að allir íbúar landsins hafi tækifæri til að geta tjáð sig á henni, því umræða og þjóðmál eru að mestu leyti á íslensku. Það er því á ábyrgð okkar sem kunnum tungumálið og okkar sem lifum í þessu málumhverfi að miðla málinu til nýbúa sem eru að fóta sig í samfélaginu. Almannakennari Við verðum að axla ábyrgð, við erum öll almennakennarar. Tungumál lærist með því að iðka það. Nú búum við í breyttum veruleika og fólk með annað móðurmál en íslensku er nú stór hluti samfélagsins. Við gerumst almannakennarar með því að tala íslensku, sýna þolinmæli, hlusta og endurtaka. Það er líka okkar að auka meðvitund og virkni samfélagsins við að hjálpa fólki við máltileinkun íslenskunnar. Áfram er það réttur fólks að geta nýtt sitt móðurmál þegar það er að ná fram persónulegum réttindum til að mynda í heilbrigðiskerfinu og í samskiptum við stofnanir. Gefum íslensku séns ! Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Íslensk tunga Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum ávallt verið talin gestrisin þjóð, tökum vel á móti fólki og leggjum okkur fram við að sýna okkar bestu hliðar og draga fram úr búrinu þau bestu föng sem völ er á. Það fáum við að heyra frá þeim sem sækja okkur heim, erlendir gestir flykkjast hingað og dásama þjóð og land. Nýlega fór íbúatalan hér á landi yfir 400 þúsund og þar af eru 80 þúsund með erlent ríkisfang eða um 20%. Um síðustu aldarmót bjuggu á Íslandi 280 þúsund manns og aðeins örfá prósent af erlendu þjóðerni. Við getum með sanni sagt að Ísland hafi aðdráttarafl og sé samkeppnishæft land sem fólk horfir til þegar það velur sér búsetu. Það er ánægjuefni enda erum við þjóð meðal þjóða og viljum búa í frjálsu landi og teljum að fjölmenning auðgi bæði mannlíf og atvinnulíf hér á landi. Það sem við höfum upp á að bjóða er fallegt land, heilbrigt samfélag, öflugt velferðar- og menntakerfi, falleg náttúra og svo er það íslenskan. Berum íslenskuna á borð Það að flytja til annars lands í nýtt málumhverfi er áskorun. Að læra nýtt tungumál ásamt því að aðlaga sig breyttu umhverfi er áskorun. Íslendingar hafa upp til hópa viljað halda í gestrisni þjóðarsálarinnar og verið fljótir að svara gestum og nýbúum á ensku, jafnvel þrátt fyrir að viðkomandi sé alls ekki enskumælandi, en enskan má heita útbreitt tungumál. Við virðumst vera svo sannfærð um að það sé svo erfitt að læra málið að það sé ókurteisi að bjóða það fram. Íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Það er á ábyrgð stjórnvalda og okkar að unnt sé að nota hana á öllum sviðum íslensks samfélags. Íslenskan gegnir veigamiklu samfélagslegu hlutverki og því mikilvægt að allir íbúar landsins hafi tækifæri til að geta tjáð sig á henni, því umræða og þjóðmál eru að mestu leyti á íslensku. Það er því á ábyrgð okkar sem kunnum tungumálið og okkar sem lifum í þessu málumhverfi að miðla málinu til nýbúa sem eru að fóta sig í samfélaginu. Almannakennari Við verðum að axla ábyrgð, við erum öll almennakennarar. Tungumál lærist með því að iðka það. Nú búum við í breyttum veruleika og fólk með annað móðurmál en íslensku er nú stór hluti samfélagsins. Við gerumst almannakennarar með því að tala íslensku, sýna þolinmæli, hlusta og endurtaka. Það er líka okkar að auka meðvitund og virkni samfélagsins við að hjálpa fólki við máltileinkun íslenskunnar. Áfram er það réttur fólks að geta nýtt sitt móðurmál þegar það er að ná fram persónulegum réttindum til að mynda í heilbrigðiskerfinu og í samskiptum við stofnanir. Gefum íslensku séns ! Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar