Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar 19. mars 2025 12:30 Nú þegar hver fréttin á fætur annarri birtist um margföld stöðugildi háttsettra embættismanna er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér ískyggilegri þróun hins opinbera. Undanfarin áratug eða svo hafa forsendur á vinnumarkaði tekið stakkaskiptum, sérstaklega samanburður hins opinbera vinnumarkaðs og hins almenna. Lengi vel var það gamla góða höfrungahlaupið sem einkenndi launaþróun almenna markaðsins, þá tóku kjarasamningar að einhverju leiti mið af því svigrúmi sem var til launahækkana með tilliti til hagvaxtar og markaðsaðstæðna hverju sinni. Opinberi geirinn fylgdi svo eftir en var alla jafna í aftursætinu þegar kom að launakjörum. Það sló þó ekki opinbera geirann út af borðinu sem eftirsóknarverðan vinnustað enda ýmis fríðindi sem vógu upp á móti, t.d. starfsöryggi sem vart þekkist á hinum almenna markaði. Hið opinbera var einnig brautryðjandi í alls konar vinnustundahrókeringum og bara guð blessi þig ef þú þarft að erindast milli opinbera stofnanna á föstudegi. Sólskinsdagar fengu einnig nýja merkingu þegar stofnanir tóku upp á því að leggja fyrirvaralaust niður störf þegar sjaldséðar sólarglætur rötuðu hingað norður. Síðar fór að bera á því að hið opinbera, hvort sem það var ríki eða sveitafélög fóru í auknu mæli að minnka umsvif sín í útvistun verkefni og fóru í beina samkeppni um verðmæta sérfræðinga á hinum almenna markaði með stofnun nýrra deilda og innanhúss verkefna. Staðan í dag er einfaldlega sú að hinn almenni markaður leiðir launahækkanir til þess eins að hið opinbera fylgi á eftir með stærri skrefum. En rjómasprautan stoppar ekki þar. Háttsett embætti tóku á sig nýja mynd, þar sem hinn venjulegi leikmaður fær á tilfinninguna að persónur séu orðnar æðri embættunum sjálfum. Hrókeringar ráðherra og borgarstjóra á miðjum kjörtímabilum svo allir fái að vera „memm“. Ef það dugði ekki til þá var einfaldlega fjölgað ráðuneytum. Það er einnig áhyggjuefni þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar endurskilgreina hugmyndafræðina á bakvið biðlaun til þess að drýgja digra öryggissjóði eða ríghalda í fyrri embætti þrátt fyrir að vera stíga fyrstu skref í nýju embætti. Einstaklingar í tvöfaldri vinnu til að sjá fyrir sér fékk algjörlega nýja merkingu, fyrir fordæmi okkar lýðræðislegu kjörnu embættismanna. Það hlýtur að sjá það hver maður að ef skynsemi og gott fordæmi ræður ekki för við efstu lög samfélagsins í einhvers konar þverpólitískri sjálftöku að eitthvað mun gefa sig á endanum. Höfundur er leikmaður á hinum almenna markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar hver fréttin á fætur annarri birtist um margföld stöðugildi háttsettra embættismanna er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér ískyggilegri þróun hins opinbera. Undanfarin áratug eða svo hafa forsendur á vinnumarkaði tekið stakkaskiptum, sérstaklega samanburður hins opinbera vinnumarkaðs og hins almenna. Lengi vel var það gamla góða höfrungahlaupið sem einkenndi launaþróun almenna markaðsins, þá tóku kjarasamningar að einhverju leiti mið af því svigrúmi sem var til launahækkana með tilliti til hagvaxtar og markaðsaðstæðna hverju sinni. Opinberi geirinn fylgdi svo eftir en var alla jafna í aftursætinu þegar kom að launakjörum. Það sló þó ekki opinbera geirann út af borðinu sem eftirsóknarverðan vinnustað enda ýmis fríðindi sem vógu upp á móti, t.d. starfsöryggi sem vart þekkist á hinum almenna markaði. Hið opinbera var einnig brautryðjandi í alls konar vinnustundahrókeringum og bara guð blessi þig ef þú þarft að erindast milli opinbera stofnanna á föstudegi. Sólskinsdagar fengu einnig nýja merkingu þegar stofnanir tóku upp á því að leggja fyrirvaralaust niður störf þegar sjaldséðar sólarglætur rötuðu hingað norður. Síðar fór að bera á því að hið opinbera, hvort sem það var ríki eða sveitafélög fóru í auknu mæli að minnka umsvif sín í útvistun verkefni og fóru í beina samkeppni um verðmæta sérfræðinga á hinum almenna markaði með stofnun nýrra deilda og innanhúss verkefna. Staðan í dag er einfaldlega sú að hinn almenni markaður leiðir launahækkanir til þess eins að hið opinbera fylgi á eftir með stærri skrefum. En rjómasprautan stoppar ekki þar. Háttsett embætti tóku á sig nýja mynd, þar sem hinn venjulegi leikmaður fær á tilfinninguna að persónur séu orðnar æðri embættunum sjálfum. Hrókeringar ráðherra og borgarstjóra á miðjum kjörtímabilum svo allir fái að vera „memm“. Ef það dugði ekki til þá var einfaldlega fjölgað ráðuneytum. Það er einnig áhyggjuefni þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar endurskilgreina hugmyndafræðina á bakvið biðlaun til þess að drýgja digra öryggissjóði eða ríghalda í fyrri embætti þrátt fyrir að vera stíga fyrstu skref í nýju embætti. Einstaklingar í tvöfaldri vinnu til að sjá fyrir sér fékk algjörlega nýja merkingu, fyrir fordæmi okkar lýðræðislegu kjörnu embættismanna. Það hlýtur að sjá það hver maður að ef skynsemi og gott fordæmi ræður ekki för við efstu lög samfélagsins í einhvers konar þverpólitískri sjálftöku að eitthvað mun gefa sig á endanum. Höfundur er leikmaður á hinum almenna markaði.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun