Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2025 23:31 Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingfundur stóð fram til 23:51 í kvöld og er það annan daginn í röð sem fundur teygir sig yfir á tólfta tímann. Þingmenn ræddu í annað sinn fram um frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til breytingar á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun. Var um að ræða framhald af fyrstu umræðu um sama mál sem var frestað þegar þingfundi var slitið klukkan 23:57 í gær. Hún hafði þá staðið yfir í rúmlega tvær og hálfa klukkustund. Stóð umræða um frumvarpið yfir í annað eins á nýafstöðnum þingfundi. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar gaf í skyn að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafi reynt að standa í vegi fyrir því að frumvarp ríkisstjórnarinnar væri afgreitt út úr þinginu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust illa við þeim ummælum. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að einfalda regluverk, auka skilvirkni og skýra betur ferli rammaáætlunar sem fjallar um vernd og orkunýtingulandsvæða. Barist á hæl og hnakka „Ég fór nú á nokkra framboðsfundi síðustu fyrir síðustu alþingiskosningar og þá var oftar en ekki einmitt fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem héldu því fram að það væri Vinstri græn sem hefðu verið að tefja raforkumálin í ríkisstjórn og hér í þingsal,“ sagði Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í ræðustól í kvöld og hélt svo áfram. „En svona mín fyrstu kynni af umfjöllun um rammaáætlun er einfaldlega þessi: Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem berst á hæl og hnakka gegn því að við náum að afgreiða rammaáætlun út úr þinginu. Fyrst voru það sex klukkustunda umræða um plasttappa, svo eru það fimm til sex klukkustunda umræða um Menntasjóð námsmanna sem alls ekki snerist um Menntasjóð námsmanna og hér erum við annað kvöldið í röð langt fram á nótt að fjalla um málið þrátt fyrir að í orði er eins og allir séu sammála um málið. En hér koma þingmenn stjórnarandstöðunnar úr Framsóknarflokki, úr Sjálfstæðisflokki sem hafa á tyllidögum haldið því fram að þeir vilji aukna skilvirkni, aukna raforkuöflun í landinu en berjast á hæl og hnakka gegn því,“ sagði Guðmundur en andsvarinu var beint að Stefán Vagni Stefánssyni, varaformanni þingflokks Framsóknar. Stefán Vagn Stefánsson er þingmaður Framsóknar.Stöð 2/Einar Stefán Vagn tók ekki vel í þessi ummæli fulltrúa Samfylkingarinnar. „Hef ég verið í þessari ræðu að berjast gegn þessu frumvarpi? Ég er hér að tala í minni fyrstu ræðu í þessu máli, þessu mikilvæga máli, og sér þingmaðurinn eitthvað að því að ég sem kjörinn fulltrúi á þingi eins og hann geti staðið í þessu púlti og tjáð mig um þau mál sem eru í gangi í þinginu? Er það orðið óeðlilegt? Finnst háttvirtum þingmanni það óeðlilegt að ég komi hér í púlt og ræði um þau mál sem ríkisstjórnin hans leggur hér fyrir? Er það þannig?” sagði Stefán Vagn og hækkaði róminn. „Er það málþóf að ég taki hér til máls einu sinni í þessari umræðu? Það get ég ekki séð og ef það er þannig þá hefur hann einhverja aðra túlkun á málþófi heldur en ég,” svaraði Stefán Vagn og yfirgaf ræðustól. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók í svipaðan streng. „Við erum hér þingmenn að ræða þessi mál sem eru einhver mikilvægustu mál sem okkar samfélag stendur frammi fyrir í dag og menn eru hér enn í fyrstu ræðu og það er verið að væna menn um málþóf og talað um að hér sé verið að tala langt fram á nætur þegar klukkan er rúmlega tíu að kvöldi og háttvirtur þingmaður stóð fyrir því í dag og óska eftir lengri þingfundi fram eftir kvöldi til að væri hægt að ræða málin betur. Við erum bara að fylgja því eftir sem okkar vilji er í þeim efnum,“ sagði Jón. Hafi ekkert minnst á málþóf Guðmundur vildi þrátt fyrir þetta ekki kannast við að hafa sakað þingmenn stjórnarandstöðunnar um málþóf. „Það er vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir. Kannski bara að draga það sérstaklega fram að það hefur enginn notað orðið málþóf hér í ræðustól nema þeir sjálfir. Ég veit ekki hvort þeir séu svona spenntir fyrir því að þeir eru strax farnir að rífa það spil fram, en það eru þeirra orð,“ sagði Guðmundur í ræðustól Alþingis í kvöld. Eftir það hélt umræðan áfram og ræddu Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, áðurnefndur Jón Gunnarsson og Karl Gauti Hjaltason, varaformaður þingflokks Miðflokksins, til að mynda um verðleika kjarnorku sem raforkukosts á Íslandi. Klukkan 23:50 lauk umræðu svo loks um málið og var samþykkt að frumvarpið færi áfram í aðra umræðu á þinginu og til umhverfis- og samgöngunefndar. Var þingfundi slitið klukkan 23:51. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um lok þingfundar. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Alþingi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Var um að ræða framhald af fyrstu umræðu um sama mál sem var frestað þegar þingfundi var slitið klukkan 23:57 í gær. Hún hafði þá staðið yfir í rúmlega tvær og hálfa klukkustund. Stóð umræða um frumvarpið yfir í annað eins á nýafstöðnum þingfundi. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar gaf í skyn að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafi reynt að standa í vegi fyrir því að frumvarp ríkisstjórnarinnar væri afgreitt út úr þinginu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust illa við þeim ummælum. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að einfalda regluverk, auka skilvirkni og skýra betur ferli rammaáætlunar sem fjallar um vernd og orkunýtingulandsvæða. Barist á hæl og hnakka „Ég fór nú á nokkra framboðsfundi síðustu fyrir síðustu alþingiskosningar og þá var oftar en ekki einmitt fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem héldu því fram að það væri Vinstri græn sem hefðu verið að tefja raforkumálin í ríkisstjórn og hér í þingsal,“ sagði Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í ræðustól í kvöld og hélt svo áfram. „En svona mín fyrstu kynni af umfjöllun um rammaáætlun er einfaldlega þessi: Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem berst á hæl og hnakka gegn því að við náum að afgreiða rammaáætlun út úr þinginu. Fyrst voru það sex klukkustunda umræða um plasttappa, svo eru það fimm til sex klukkustunda umræða um Menntasjóð námsmanna sem alls ekki snerist um Menntasjóð námsmanna og hér erum við annað kvöldið í röð langt fram á nótt að fjalla um málið þrátt fyrir að í orði er eins og allir séu sammála um málið. En hér koma þingmenn stjórnarandstöðunnar úr Framsóknarflokki, úr Sjálfstæðisflokki sem hafa á tyllidögum haldið því fram að þeir vilji aukna skilvirkni, aukna raforkuöflun í landinu en berjast á hæl og hnakka gegn því,“ sagði Guðmundur en andsvarinu var beint að Stefán Vagni Stefánssyni, varaformanni þingflokks Framsóknar. Stefán Vagn Stefánsson er þingmaður Framsóknar.Stöð 2/Einar Stefán Vagn tók ekki vel í þessi ummæli fulltrúa Samfylkingarinnar. „Hef ég verið í þessari ræðu að berjast gegn þessu frumvarpi? Ég er hér að tala í minni fyrstu ræðu í þessu máli, þessu mikilvæga máli, og sér þingmaðurinn eitthvað að því að ég sem kjörinn fulltrúi á þingi eins og hann geti staðið í þessu púlti og tjáð mig um þau mál sem eru í gangi í þinginu? Er það orðið óeðlilegt? Finnst háttvirtum þingmanni það óeðlilegt að ég komi hér í púlt og ræði um þau mál sem ríkisstjórnin hans leggur hér fyrir? Er það þannig?” sagði Stefán Vagn og hækkaði róminn. „Er það málþóf að ég taki hér til máls einu sinni í þessari umræðu? Það get ég ekki séð og ef það er þannig þá hefur hann einhverja aðra túlkun á málþófi heldur en ég,” svaraði Stefán Vagn og yfirgaf ræðustól. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók í svipaðan streng. „Við erum hér þingmenn að ræða þessi mál sem eru einhver mikilvægustu mál sem okkar samfélag stendur frammi fyrir í dag og menn eru hér enn í fyrstu ræðu og það er verið að væna menn um málþóf og talað um að hér sé verið að tala langt fram á nætur þegar klukkan er rúmlega tíu að kvöldi og háttvirtur þingmaður stóð fyrir því í dag og óska eftir lengri þingfundi fram eftir kvöldi til að væri hægt að ræða málin betur. Við erum bara að fylgja því eftir sem okkar vilji er í þeim efnum,“ sagði Jón. Hafi ekkert minnst á málþóf Guðmundur vildi þrátt fyrir þetta ekki kannast við að hafa sakað þingmenn stjórnarandstöðunnar um málþóf. „Það er vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir. Kannski bara að draga það sérstaklega fram að það hefur enginn notað orðið málþóf hér í ræðustól nema þeir sjálfir. Ég veit ekki hvort þeir séu svona spenntir fyrir því að þeir eru strax farnir að rífa það spil fram, en það eru þeirra orð,“ sagði Guðmundur í ræðustól Alþingis í kvöld. Eftir það hélt umræðan áfram og ræddu Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, áðurnefndur Jón Gunnarsson og Karl Gauti Hjaltason, varaformaður þingflokks Miðflokksins, til að mynda um verðleika kjarnorku sem raforkukosts á Íslandi. Klukkan 23:50 lauk umræðu svo loks um málið og var samþykkt að frumvarpið færi áfram í aðra umræðu á þinginu og til umhverfis- og samgöngunefndar. Var þingfundi slitið klukkan 23:51. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um lok þingfundar.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Alþingi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira