Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar 7. apríl 2025 15:30 Geðheilbrigðismál komust á dagskrá í aðdraganda síðustu kosninga og voru frambjóðendur flestra flokka sammála að málaflokkurinn hefði verið vanræktur sl. ár og jafnvel áratugi. Geðhjálp hefur tekið saman tölur um útgjöld til geðheilbrigðismála á árunum 2014 til 2023 og hversu mikil innviðaskuldin við málaflokkinn er miðað þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Niðurstöðurnar eru þær að við vanræktum geðheilbrigðiskerfið um 190 ma.kr. á þessum 10 árum. Eftir kosningar var mynduð ríkisstjórn flokka sem höfðu talað með nokkuð afgerandi hætti um að geðheilbrigðiskerfið hefði setið á hakanum. Í málefnasamningi flokkanna eru sett fram markmið samstarfsins og þar segir í 14. markmiði: „Sérstök áhersla verður lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda.“ Fjármálaáætlun til 2030 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem lögð var fram í síðustu viku, má lesa eftirfarandi fyrirheit í tengslum við geðheilbrigðismál: Þá er áhersla lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og efla meðferðarúrræði vegna fíknivanda. (Bls. 55) Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu aukið, óháð aldri og meðferðarúrræði vegna vímuefnavanda efld. (Bls. 169) Sérstök áhersla verður á að efla almenna og sérhæfða heimahjúkrun, fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu og nýsköpun þar sem hún getur stuðlað að betri meðferð, þjónustu og nýtingu mannafla. (Bls. 169) Sérstaklega skal efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi. (Bls. 155) Ríkisstjórnin setur málefni barna og ungmenna í öndvegi og hefur boðað sókn í menntamálum með áherslu á bætt umhverfi nemenda og kennara, íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum, stuðning við menntakerfið, inngildingu, snemmtæka íhlutun, sí- og endurmenntun og raunfærnimat. Stefna málefnasviðs 22 endurspeglar þær áherslur. (Bls. 164) Forvarnir verða efldar til að bæta heilsu og unnið verður að því að draga skipulega úr skriffinnsku í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og hagnýta betur tæknilausnir og nýsköpun á sviði heilbrigðis- og velferðarmála til hagsbóta fyrir landsmenn alla óháð búsetu. (Bls. 185) Góð fyrirheit en lítið fjármagn Allt eru þetta góð fyrirheit en því miður fylgja þessum áherslum afar takmarkaðir fjármunir. Það er ljóst að áralöng vanræksla málaflokksins verður ekki leiðrétt á nokkrum mánuðum enda innviðaskuldin mjög stór en málaflokkurinn hefði þurft miklu afgerandi viðbragð frá stjórnvöldum. Öryggisvistun, sem átti til skamms tíma að rísa í Reykjanesbæ en hefur ekki náð í gegn sl. fimm ár, kemst loksins á áætlun og auk þess er gert ráð fyrir að fjölga legurýmum á réttargeðdeild. Þetta tvennt kostar samkvæmt áætluninni 5 ma. kr. samtals á tímabilinu. Einnig er gert ráð fyrir 2,3 ma.kr. „vegna áherslumála ríkisstjórnarinnar svo sem í geðheilbrigðismálum og til styrkingar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa.“(Bls. 169). Hvað varðar að efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi að þá er dregið úr framlögum til málaflokksins um 3,5 ma.kr. á tímabilinu. Sóknin í málefnum barna og áherslan á bætt umhverfi í þeirra er verðlögð með sparnaði upp á 1,5 ma.kr. Það á einnig að efla forvarnir með því að draga úr framlögum til málaflokksins um 700 m.kr. tímabilinu. Það segir sig sjálft að aðgengi verður ekki aukið, umhverfi barna verðir ekki bætt og forvarnir ekki efldar með tæplega 10% niðurskurði fjármagns. Nýtt húsnæði geðdeildar ekki á dagskrá Í fjármálaáætlun til ársins 2030 er hvergi að finna nýja geðdeild. Vafalaust verður þeirri skýringu haldið á lofti að enn sé verið að vinna í staðsetningu en sú skýring er aum. Fjármálaáætlun endurspeglar áherslur ríkisstjórnar á hverjum tíma. Með því að segjast ætla að gera eitthvað og eyrnamerkja verkefninu um leið fjármagn þá er það komið á dagskrá. Það að segjast ætla að stytta biðlista og setja geðheilbrigðismál í forgang en eyrnamerkja enga eða takarkaða peninga verkefninu þá eru málin ekki komin á dagskrá. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir aukningu upp 7,3 ma.kr. samtals til málaflokksins til ársins 2030 en af því eru framkvæmdir 5 ma.kr. og 2,3 ma.kr. sem á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og til styrkingar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Þetta er í raun eina viðbótar fjármagnið sem sett verður í málaflokk sem hefur verið sveltur um 190 ma. kr. sl. 10 ár. Framlög í forvarnir, lýðheilsu og umhverfi barna í grunnskólum er skorin niður um 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Skrifum nýja fjármálaáætlun sem setur geðheilbrigði í öndvegi Það hefur legið fyrir í áraraðir að heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur verið vanfjármagnað og geðheilbrigðiskerfið alveg sérstaklega. Þessi staða er ekki vegna óheppni eða tilviljunar. Þetta er ákvörðun okkar sem samfélags. Afleiðingarnar af fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins blasa við. Viðvörunaljósin hafa blikkað í mörg ár. Skortur á fagmenntuðu starfsfólki, langir biðlistar, skortur á úrræðum, takmörkuð 1. stigs þjónusta (samfélagsgeðþjónusta) og einsleit 3. stigs þjónusta (spítali), skortur á þjónustu við börn, áhugaleysi fagmenntaðs fólks á að sérhæfa sig á sviðinu, mönnunarvandi, þjónustuskortur heilt yfir, fjöldi alvarlegra atvika, skortur á framþróun og aukin geðlyfjanotkun allra aldurshópa og þá sérstaklega meðal barna og ungs fólks. Fjármálaáætlun til ársins 2030 er ekki svarið sem vanfjármagnað geðheilbrigðiskerfið þurfti. Það þarf að skrifa þessa áætlun aftur og forgangsraða upp á nýtt. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Geðhjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Alþingi Geðheilbrigði Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismál komust á dagskrá í aðdraganda síðustu kosninga og voru frambjóðendur flestra flokka sammála að málaflokkurinn hefði verið vanræktur sl. ár og jafnvel áratugi. Geðhjálp hefur tekið saman tölur um útgjöld til geðheilbrigðismála á árunum 2014 til 2023 og hversu mikil innviðaskuldin við málaflokkinn er miðað þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Niðurstöðurnar eru þær að við vanræktum geðheilbrigðiskerfið um 190 ma.kr. á þessum 10 árum. Eftir kosningar var mynduð ríkisstjórn flokka sem höfðu talað með nokkuð afgerandi hætti um að geðheilbrigðiskerfið hefði setið á hakanum. Í málefnasamningi flokkanna eru sett fram markmið samstarfsins og þar segir í 14. markmiði: „Sérstök áhersla verður lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda.“ Fjármálaáætlun til 2030 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem lögð var fram í síðustu viku, má lesa eftirfarandi fyrirheit í tengslum við geðheilbrigðismál: Þá er áhersla lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og efla meðferðarúrræði vegna fíknivanda. (Bls. 55) Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu aukið, óháð aldri og meðferðarúrræði vegna vímuefnavanda efld. (Bls. 169) Sérstök áhersla verður á að efla almenna og sérhæfða heimahjúkrun, fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu og nýsköpun þar sem hún getur stuðlað að betri meðferð, þjónustu og nýtingu mannafla. (Bls. 169) Sérstaklega skal efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi. (Bls. 155) Ríkisstjórnin setur málefni barna og ungmenna í öndvegi og hefur boðað sókn í menntamálum með áherslu á bætt umhverfi nemenda og kennara, íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum, stuðning við menntakerfið, inngildingu, snemmtæka íhlutun, sí- og endurmenntun og raunfærnimat. Stefna málefnasviðs 22 endurspeglar þær áherslur. (Bls. 164) Forvarnir verða efldar til að bæta heilsu og unnið verður að því að draga skipulega úr skriffinnsku í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og hagnýta betur tæknilausnir og nýsköpun á sviði heilbrigðis- og velferðarmála til hagsbóta fyrir landsmenn alla óháð búsetu. (Bls. 185) Góð fyrirheit en lítið fjármagn Allt eru þetta góð fyrirheit en því miður fylgja þessum áherslum afar takmarkaðir fjármunir. Það er ljóst að áralöng vanræksla málaflokksins verður ekki leiðrétt á nokkrum mánuðum enda innviðaskuldin mjög stór en málaflokkurinn hefði þurft miklu afgerandi viðbragð frá stjórnvöldum. Öryggisvistun, sem átti til skamms tíma að rísa í Reykjanesbæ en hefur ekki náð í gegn sl. fimm ár, kemst loksins á áætlun og auk þess er gert ráð fyrir að fjölga legurýmum á réttargeðdeild. Þetta tvennt kostar samkvæmt áætluninni 5 ma. kr. samtals á tímabilinu. Einnig er gert ráð fyrir 2,3 ma.kr. „vegna áherslumála ríkisstjórnarinnar svo sem í geðheilbrigðismálum og til styrkingar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa.“(Bls. 169). Hvað varðar að efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi að þá er dregið úr framlögum til málaflokksins um 3,5 ma.kr. á tímabilinu. Sóknin í málefnum barna og áherslan á bætt umhverfi í þeirra er verðlögð með sparnaði upp á 1,5 ma.kr. Það á einnig að efla forvarnir með því að draga úr framlögum til málaflokksins um 700 m.kr. tímabilinu. Það segir sig sjálft að aðgengi verður ekki aukið, umhverfi barna verðir ekki bætt og forvarnir ekki efldar með tæplega 10% niðurskurði fjármagns. Nýtt húsnæði geðdeildar ekki á dagskrá Í fjármálaáætlun til ársins 2030 er hvergi að finna nýja geðdeild. Vafalaust verður þeirri skýringu haldið á lofti að enn sé verið að vinna í staðsetningu en sú skýring er aum. Fjármálaáætlun endurspeglar áherslur ríkisstjórnar á hverjum tíma. Með því að segjast ætla að gera eitthvað og eyrnamerkja verkefninu um leið fjármagn þá er það komið á dagskrá. Það að segjast ætla að stytta biðlista og setja geðheilbrigðismál í forgang en eyrnamerkja enga eða takarkaða peninga verkefninu þá eru málin ekki komin á dagskrá. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir aukningu upp 7,3 ma.kr. samtals til málaflokksins til ársins 2030 en af því eru framkvæmdir 5 ma.kr. og 2,3 ma.kr. sem á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og til styrkingar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Þetta er í raun eina viðbótar fjármagnið sem sett verður í málaflokk sem hefur verið sveltur um 190 ma. kr. sl. 10 ár. Framlög í forvarnir, lýðheilsu og umhverfi barna í grunnskólum er skorin niður um 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Skrifum nýja fjármálaáætlun sem setur geðheilbrigði í öndvegi Það hefur legið fyrir í áraraðir að heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur verið vanfjármagnað og geðheilbrigðiskerfið alveg sérstaklega. Þessi staða er ekki vegna óheppni eða tilviljunar. Þetta er ákvörðun okkar sem samfélags. Afleiðingarnar af fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins blasa við. Viðvörunaljósin hafa blikkað í mörg ár. Skortur á fagmenntuðu starfsfólki, langir biðlistar, skortur á úrræðum, takmörkuð 1. stigs þjónusta (samfélagsgeðþjónusta) og einsleit 3. stigs þjónusta (spítali), skortur á þjónustu við börn, áhugaleysi fagmenntaðs fólks á að sérhæfa sig á sviðinu, mönnunarvandi, þjónustuskortur heilt yfir, fjöldi alvarlegra atvika, skortur á framþróun og aukin geðlyfjanotkun allra aldurshópa og þá sérstaklega meðal barna og ungs fólks. Fjármálaáætlun til ársins 2030 er ekki svarið sem vanfjármagnað geðheilbrigðiskerfið þurfti. Það þarf að skrifa þessa áætlun aftur og forgangsraða upp á nýtt. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Geðhjálp.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun