Evrópusambandið frestar tollahækkunum Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 10:57 Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur frestað mótvægisaðgerðum sínum við tollahækkunum Bandaríkjastjórnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að níutíu daga hlé yrði gert á gildistöku tollahækkana. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá þessu í morgun. Aðgerðir Evrópusambandsins (ESB) áttu að taka gildi þann 15. apríl og hefur þeim nú sömuleiðis verið frestað um níutíu daga. Von der Leyen segir að ESB vilji láta reyna á viðræður við Bandaríkjastjórn en ef þær skili ekki viðunandi árangri muni fyrirhugaðar tollahækkanir sambandsins á vöruinnflutning frá Bandaríkjunum taka gildi. „Líkt og ég hef áður sagt þá eru allir möguleikar enn á borðinu,“ segir Von der Leyen í yfirlýsingu sem greint er frá í umfjöllun The Guardian. Samþykktu hefndaraðgerðir rétt áður en Trump tilkynnti frestun Öll aðildarríki ESB, að Ungverjalandi undanskildu, samþykktu í gær að beita Bandaríkjastjórn mótvægisaðgerðum einungis nokkrum klukkustundum áður en Trump tilkynnti að hann myndi gera hlé á tollahækkunum á vörur frá Evrópusambandinu og fleiri ríkjum. Til stóð að innleiða hefndaraðgerðirnar í þremur áföngum og áttu tollahækkanirnar að hafa áhrif á bandarískar vörur að andvirði 3,9 milljarða evra frá og með 15. apríl. Mánuði síðar áttu aðgerðirnar að ná til innflutnings að andvirði annarra 13,5 milljarða evra og loks 3,5 milljarða evra til viðbótar þann 1. desember. Bandaríkin lögðu tuttugu prósent toll á vöruinnflutning frá Evrópusambandinu en tilkynntu svo skyndilega níutíu daga hlé líkt og áður segir. Á meðan verður tíu prósent almennur tollur lagður á innflutning frá ESB og öðrum ríkjum, að undanskildu Kína sem fær á sig 125 prósent toll. Áfram verður 25 prósent tollur lagður á bifreiðar, stál og ál sem flutt er inn er frá ESB og öðrum ríkjum til Bandaríkjanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Tengdar fréttir Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump hefur ákveðið að hækka tolla á kínverskar vörur upp í 125 prósent vegna mótvægisaðgerða landsins. Þá segist hann hafa samþykkt níutíu daga hlé á tollaaðgerðir fyrir rúmlega 75 lönd sem svöruðu ekki með mótvægistollum og „gagnkvæmir tollar“ Bandaríkjanna á þessi lönd yrðu lækkaðir „samstundis“ niður í tíu prósent. 9. apríl 2025 17:44 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá þessu í morgun. Aðgerðir Evrópusambandsins (ESB) áttu að taka gildi þann 15. apríl og hefur þeim nú sömuleiðis verið frestað um níutíu daga. Von der Leyen segir að ESB vilji láta reyna á viðræður við Bandaríkjastjórn en ef þær skili ekki viðunandi árangri muni fyrirhugaðar tollahækkanir sambandsins á vöruinnflutning frá Bandaríkjunum taka gildi. „Líkt og ég hef áður sagt þá eru allir möguleikar enn á borðinu,“ segir Von der Leyen í yfirlýsingu sem greint er frá í umfjöllun The Guardian. Samþykktu hefndaraðgerðir rétt áður en Trump tilkynnti frestun Öll aðildarríki ESB, að Ungverjalandi undanskildu, samþykktu í gær að beita Bandaríkjastjórn mótvægisaðgerðum einungis nokkrum klukkustundum áður en Trump tilkynnti að hann myndi gera hlé á tollahækkunum á vörur frá Evrópusambandinu og fleiri ríkjum. Til stóð að innleiða hefndaraðgerðirnar í þremur áföngum og áttu tollahækkanirnar að hafa áhrif á bandarískar vörur að andvirði 3,9 milljarða evra frá og með 15. apríl. Mánuði síðar áttu aðgerðirnar að ná til innflutnings að andvirði annarra 13,5 milljarða evra og loks 3,5 milljarða evra til viðbótar þann 1. desember. Bandaríkin lögðu tuttugu prósent toll á vöruinnflutning frá Evrópusambandinu en tilkynntu svo skyndilega níutíu daga hlé líkt og áður segir. Á meðan verður tíu prósent almennur tollur lagður á innflutning frá ESB og öðrum ríkjum, að undanskildu Kína sem fær á sig 125 prósent toll. Áfram verður 25 prósent tollur lagður á bifreiðar, stál og ál sem flutt er inn er frá ESB og öðrum ríkjum til Bandaríkjanna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Tengdar fréttir Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump hefur ákveðið að hækka tolla á kínverskar vörur upp í 125 prósent vegna mótvægisaðgerða landsins. Þá segist hann hafa samþykkt níutíu daga hlé á tollaaðgerðir fyrir rúmlega 75 lönd sem svöruðu ekki með mótvægistollum og „gagnkvæmir tollar“ Bandaríkjanna á þessi lönd yrðu lækkaðir „samstundis“ niður í tíu prósent. 9. apríl 2025 17:44 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump hefur ákveðið að hækka tolla á kínverskar vörur upp í 125 prósent vegna mótvægisaðgerða landsins. Þá segist hann hafa samþykkt níutíu daga hlé á tollaaðgerðir fyrir rúmlega 75 lönd sem svöruðu ekki með mótvægistollum og „gagnkvæmir tollar“ Bandaríkjanna á þessi lönd yrðu lækkaðir „samstundis“ niður í tíu prósent. 9. apríl 2025 17:44
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent