Mannréttindi fatlaðs fólks - orð og efndir Unnur Helga Óttarsdóttir og Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifa 3. júní 2025 09:32 Alþingi fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir samningurinn) mótatkvæðalaust árið 2016 og skuldbatt þar með Ísland til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Síðan eru liðin 9 ár. Í 4. gr. samningsins, sem hefur yfirskriftina Almennar skuldbindingar, segir: 1. Aðildarríkin skuldbinda sig til þess að efla og tryggja að fullu öll mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi á grundvelli fötlunar.Aðildarríkin skuldbinda sig í þessu skyni til:a) að samþykkja alla viðeigandi löggjöf og ráðstafanir á sviði stjórnsýslu og aðrar ráðstafanir til að tryggja þau réttindi sem viðurkennd eru með samningi þessum, ... Samkvæmt þingsályktun, sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust 3. júní 2019, átti að leggja fram á Alþingi frumvarp um lögfestingu samningsins eigi síðar en 13. desember 2020. Það hefur nú loksins verið gert. Í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn stóðu að, sagði: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir: Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með eftirfarandi aðgerðum: Með því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með lögfestingu samningsins er ekki lagðar neinar kröfur á ríki og sveitarfélög umfram þau alþjóðlega viðurkenndu mannréttindi, sem íslenska ríkið skuldbatt sig til að tryggja fötluðu fólki til jafns við aðra með fullgildingu samningsins fyrir 9 árum síðan. Með lögfestingu samningsins yrði lagaleg vernd mannréttinda, sem fatlað fólk á að njóta og hefur átt að njóta, samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum til jafns við annað fólk, bætt og skýrð. Það er alls ekki vanþörf á því! Er ekki löngu tímabært að íslensk stjórnvöld, ráðherrar, alþingismenn, sveitarstjórnarfólk og stjórnmálaflokkar standi nú loksins við margendurtekin fyrirheit sín gagnvart fötluðu fólki? Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparAlma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Alþingi fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir samningurinn) mótatkvæðalaust árið 2016 og skuldbatt þar með Ísland til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Síðan eru liðin 9 ár. Í 4. gr. samningsins, sem hefur yfirskriftina Almennar skuldbindingar, segir: 1. Aðildarríkin skuldbinda sig til þess að efla og tryggja að fullu öll mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi á grundvelli fötlunar.Aðildarríkin skuldbinda sig í þessu skyni til:a) að samþykkja alla viðeigandi löggjöf og ráðstafanir á sviði stjórnsýslu og aðrar ráðstafanir til að tryggja þau réttindi sem viðurkennd eru með samningi þessum, ... Samkvæmt þingsályktun, sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust 3. júní 2019, átti að leggja fram á Alþingi frumvarp um lögfestingu samningsins eigi síðar en 13. desember 2020. Það hefur nú loksins verið gert. Í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn stóðu að, sagði: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir: Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með eftirfarandi aðgerðum: Með því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með lögfestingu samningsins er ekki lagðar neinar kröfur á ríki og sveitarfélög umfram þau alþjóðlega viðurkenndu mannréttindi, sem íslenska ríkið skuldbatt sig til að tryggja fötluðu fólki til jafns við aðra með fullgildingu samningsins fyrir 9 árum síðan. Með lögfestingu samningsins yrði lagaleg vernd mannréttinda, sem fatlað fólk á að njóta og hefur átt að njóta, samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum til jafns við annað fólk, bætt og skýrð. Það er alls ekki vanþörf á því! Er ekki löngu tímabært að íslensk stjórnvöld, ráðherrar, alþingismenn, sveitarstjórnarfólk og stjórnmálaflokkar standi nú loksins við margendurtekin fyrirheit sín gagnvart fötluðu fólki? Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparAlma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar