Árið 2023 kemur aldrei aftur Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. júní 2025 09:34 Í grein sem þingmenn stjórnarmeirihlutans og fulltrúar í atvinnuveganefnd birtu í gær er reitt hátt til höggs í athugasemdum við grein sem ég birti hér á Vísi í fyrradag. Þar er ég sökuð um „alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um [meinta] leiðréttingu veiðigjalds segir til um.“ Ég verð að vísa þessum ásökunum og öðrum sem þarna eru settar fram á bug og um leið að hvetja þingmennina til að lesa grein mína aftur. Ráðherra einblínir á 2023 Það er óhætt að segja að ekkert ár sé eins í sjávarútvegi. Stundum gengur vel og stundum gengur illa. Árið 2023 var gott ár í sjávarútvegi. Það vill svo til að atvinnuvegaráðherra hefur kosið að leggja alla áherslu á það góða ár þegar hún metur svigrúm til aukinnar gjaldtöku um alla framtíð. Svo áfram var ráðherra um að horfa einvörðungu á það ár, að hún keypti sérstaka sviðsmyndagreiningu frá Deloitte um hlutfallslega hækkun veiðigjalds út frá EBITDA þessa eina árs. Með því að miða við tekjur útgerða árið 2023 taldi ráðherra að hækka mætti veiðigjaldið um 7-8 milljarða króna. Það hefur hún sagt orðrétt, eins og ég benti á. En hvað hefði gerst ef ráðherra hefði horft á annað og verra ár? Hvað ef hún hefði skoðað ár þar sem engin var loðnan? Eða þar sem makríllinn gekk illa? Eða þar sem samdráttur hefði orðið í þorski? Hefði metið svigrúm þá ekki orðið lægra? Eða eru 7-8 milljarðar króna fasti, þrátt fyrir að afli geti aldrei orðið fasti? Er svigrúm fyrirtækja alltaf það sama óháð gæftum? Ég spyr því þingmennina: Hvernig í ósköpunum á að ræða tekjur útgerða án þess að horfa á afla? Tekjur byggjast einfaldlega á afla. Ef afli dregst saman um 50%, þá dregst tekjuhliðin að sjálfsögðu saman. Hið sama gildir um fjárhæð veiðigjalds, það er aflinn sem á endanum ræður hversu há fjárhæðin verður. Þetta dró ég fram í grein minni – og gat þess skýrt og skilmerkilega að ég væri að miða við afla ársins 2023, árið sem ráðherra sjálf er með til viðmiðunar. Ég fullyrti einfaldlega aldrei að við teldum að heildarfjárhæð veiðigjalds árið 2025 yrði sú sem við leiddum út, enda þekkjum við mætavel að aflinn verður ekki sá sami og árið 2023. Réttar tölur notaðar Fullyrðingar þingmannanna um að ég hafi notað rangar tölur eru einfaldlega rangar. Gögnin sem voru notuð, sem sýndu fjárhæð veiðigjalds án afsláttar upp á 27,8 milljarða króna árið 2025, byggjast á mati Skattsins miðað við veiðigjald á þorski upp á tæpar 58 krónur, ýsu tæpar 30 krónur og 80% af makrílverði, rétt eins og meirihluti atvinnuveganefndar leggur til. Það sem ég er einfaldlega að gera, sem meirihluta atvinnuveganefndar finnst bersýnilega mjög óþægilegt, er að leggja þeirra eigin tölur á borðið, svo allir sjái hvernig þessi nýja aðferðafræði virkar í raun, þegar breytingar verða í afla. Þar er engu logið. Þar er ekkert falið. Þetta eru staðreyndir, ekki áróður. Nóg komið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa allt frá því frumvarpið kom fram, bent á verulega ágalla þess. Forsendur voru rangar, töflur voru rangar, mat á fjárhæðum voru rangar, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir þær ábendingar hafa SFS mátt sæta vandlætingu og fúkyrðum ráðherra og stjórnarþingmanna. Undan því ætlum við ekki að kveinka okkur. Við munum nú sem fyrr einbeita okkur að staðreyndum, ígrunduðum útreikningum og vönduðum greiningum. Og nú þegar tölur Skattsins liggja fyrir kemur auðvitað á daginn að ábendingar okkar, bæði í umsögn í samráðsgátt og í umsögn til atvinnuveganefndar, um verulegt vanmat ráðherra voru réttar. Af þeim sökum hefði kannski mátt ætla að við hefðum áunnið okkur það lágmarkstraust meirihlutans, að á ábendingar okkar yrði að einhverju leyti hlustað. Það má vona að við seinni lestur fyrri greinar minnar kvikni kannski sú hugleiðing hjá þingmönnunum þremur að mat ráðherra á svigrúmi til fyrirvaralausra og verulegra hækkana á veiðigjaldi hafi kannski byggst á skjáskoti af einu einstöku ágætu ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem þingmenn stjórnarmeirihlutans og fulltrúar í atvinnuveganefnd birtu í gær er reitt hátt til höggs í athugasemdum við grein sem ég birti hér á Vísi í fyrradag. Þar er ég sökuð um „alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um [meinta] leiðréttingu veiðigjalds segir til um.“ Ég verð að vísa þessum ásökunum og öðrum sem þarna eru settar fram á bug og um leið að hvetja þingmennina til að lesa grein mína aftur. Ráðherra einblínir á 2023 Það er óhætt að segja að ekkert ár sé eins í sjávarútvegi. Stundum gengur vel og stundum gengur illa. Árið 2023 var gott ár í sjávarútvegi. Það vill svo til að atvinnuvegaráðherra hefur kosið að leggja alla áherslu á það góða ár þegar hún metur svigrúm til aukinnar gjaldtöku um alla framtíð. Svo áfram var ráðherra um að horfa einvörðungu á það ár, að hún keypti sérstaka sviðsmyndagreiningu frá Deloitte um hlutfallslega hækkun veiðigjalds út frá EBITDA þessa eina árs. Með því að miða við tekjur útgerða árið 2023 taldi ráðherra að hækka mætti veiðigjaldið um 7-8 milljarða króna. Það hefur hún sagt orðrétt, eins og ég benti á. En hvað hefði gerst ef ráðherra hefði horft á annað og verra ár? Hvað ef hún hefði skoðað ár þar sem engin var loðnan? Eða þar sem makríllinn gekk illa? Eða þar sem samdráttur hefði orðið í þorski? Hefði metið svigrúm þá ekki orðið lægra? Eða eru 7-8 milljarðar króna fasti, þrátt fyrir að afli geti aldrei orðið fasti? Er svigrúm fyrirtækja alltaf það sama óháð gæftum? Ég spyr því þingmennina: Hvernig í ósköpunum á að ræða tekjur útgerða án þess að horfa á afla? Tekjur byggjast einfaldlega á afla. Ef afli dregst saman um 50%, þá dregst tekjuhliðin að sjálfsögðu saman. Hið sama gildir um fjárhæð veiðigjalds, það er aflinn sem á endanum ræður hversu há fjárhæðin verður. Þetta dró ég fram í grein minni – og gat þess skýrt og skilmerkilega að ég væri að miða við afla ársins 2023, árið sem ráðherra sjálf er með til viðmiðunar. Ég fullyrti einfaldlega aldrei að við teldum að heildarfjárhæð veiðigjalds árið 2025 yrði sú sem við leiddum út, enda þekkjum við mætavel að aflinn verður ekki sá sami og árið 2023. Réttar tölur notaðar Fullyrðingar þingmannanna um að ég hafi notað rangar tölur eru einfaldlega rangar. Gögnin sem voru notuð, sem sýndu fjárhæð veiðigjalds án afsláttar upp á 27,8 milljarða króna árið 2025, byggjast á mati Skattsins miðað við veiðigjald á þorski upp á tæpar 58 krónur, ýsu tæpar 30 krónur og 80% af makrílverði, rétt eins og meirihluti atvinnuveganefndar leggur til. Það sem ég er einfaldlega að gera, sem meirihluta atvinnuveganefndar finnst bersýnilega mjög óþægilegt, er að leggja þeirra eigin tölur á borðið, svo allir sjái hvernig þessi nýja aðferðafræði virkar í raun, þegar breytingar verða í afla. Þar er engu logið. Þar er ekkert falið. Þetta eru staðreyndir, ekki áróður. Nóg komið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa allt frá því frumvarpið kom fram, bent á verulega ágalla þess. Forsendur voru rangar, töflur voru rangar, mat á fjárhæðum voru rangar, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir þær ábendingar hafa SFS mátt sæta vandlætingu og fúkyrðum ráðherra og stjórnarþingmanna. Undan því ætlum við ekki að kveinka okkur. Við munum nú sem fyrr einbeita okkur að staðreyndum, ígrunduðum útreikningum og vönduðum greiningum. Og nú þegar tölur Skattsins liggja fyrir kemur auðvitað á daginn að ábendingar okkar, bæði í umsögn í samráðsgátt og í umsögn til atvinnuveganefndar, um verulegt vanmat ráðherra voru réttar. Af þeim sökum hefði kannski mátt ætla að við hefðum áunnið okkur það lágmarkstraust meirihlutans, að á ábendingar okkar yrði að einhverju leyti hlustað. Það má vona að við seinni lestur fyrri greinar minnar kvikni kannski sú hugleiðing hjá þingmönnunum þremur að mat ráðherra á svigrúmi til fyrirvaralausra og verulegra hækkana á veiðigjaldi hafi kannski byggst á skjáskoti af einu einstöku ágætu ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar