Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 08:29 Frá fundi Trumps og Ishiba í Hvíta húsinu í febrúar síðastliðnum. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt um að samkomulag um „risastóran“ viðskiptasamning milli Japans og Bandaríkjanna hafi náðst. Samkomulagið felur meðal annars í sér að 15 prósenta tollur verði lagður á japanskar vörur, en Japan muni fjárfesta um 550 milljörðum dollara í Bandaríkjunum. Síðan tilkynnt var um samninginn í nótt hefur hlutabréfaverð í japönskum bílaframleiðendum tekið gríðarlegan kipp upp á við. Hlutir í Toyota hafa hækkað um fimmtán prósent og Honda um tólf prósent. Nikkei 225 vísitalan fyrir hlutabréfamarkað í Japan hækkaði um 3,9 prósent, og hefur ekki verið hærri á þessu ári. Áður hafði Trump lagt 25 prósenta toll á Japan þar sem viðskiptahalli ríkjanna var Japönum í vil. Tollalækkanirnar niður í 15 prósent munu taka gildi fyrsta ágúst næstkomandi. Trump hafði áður hótað að leggja 25 prósenta toll á japanskar vörur, þar sem viðskiptahallinn milli ríkjanna er Japönum í vil. Um fjórðungur útflutnings Japana til Bandaríkjanna samanstendur af bílum og vörum þeim tengdum. „Þeir selja okkur milljónir bíla á hverju ári. Við seljum þeim enga bíla af því þeir vilja ekki taka á móti þeim. Þeir taka ekki heldur á móti landbúnaðarvörunum okkar,“ sagði Trump um Japani í síðustu viku. Samningurinn felur meðal annars í sér að Japanir muni fjárfesta um 550 milljörðum dollara í Bandaríkjunum, sem Trump segir að muni skapa mörg hundruð þúsund störf í Bandaríkjunum. Einnig muni Japanir opna fyrir einhvern innflutning á bandarískum bílum og landbúnaðarvörum. Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, segir að Japanir séu fyrstir til að fá lægri tolla á bíla án þess að settar verði fjöldatakmarkanir á innflutning þeirra. Samkomulagið feli ekki í sér lækkun tolla sem þeir leggja á innflutning. Trump sagði í færslu á samfélagsmiðlum að samkomulagið væri stærsti viðskiptasamningur sögunnar við Japan. „Þetta eru gríðarlega spennandi tímar fyrir Bandaríkin, og sérstaklega í ljósi þess að við munum áfram eiga í frábærum samskiptum við Japan,“ sagði Trump. BBC Telegraph Donald Trump Japan Bandaríkin Skattar og tollar Efnahagsmál Bílar Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Síðan tilkynnt var um samninginn í nótt hefur hlutabréfaverð í japönskum bílaframleiðendum tekið gríðarlegan kipp upp á við. Hlutir í Toyota hafa hækkað um fimmtán prósent og Honda um tólf prósent. Nikkei 225 vísitalan fyrir hlutabréfamarkað í Japan hækkaði um 3,9 prósent, og hefur ekki verið hærri á þessu ári. Áður hafði Trump lagt 25 prósenta toll á Japan þar sem viðskiptahalli ríkjanna var Japönum í vil. Tollalækkanirnar niður í 15 prósent munu taka gildi fyrsta ágúst næstkomandi. Trump hafði áður hótað að leggja 25 prósenta toll á japanskar vörur, þar sem viðskiptahallinn milli ríkjanna er Japönum í vil. Um fjórðungur útflutnings Japana til Bandaríkjanna samanstendur af bílum og vörum þeim tengdum. „Þeir selja okkur milljónir bíla á hverju ári. Við seljum þeim enga bíla af því þeir vilja ekki taka á móti þeim. Þeir taka ekki heldur á móti landbúnaðarvörunum okkar,“ sagði Trump um Japani í síðustu viku. Samningurinn felur meðal annars í sér að Japanir muni fjárfesta um 550 milljörðum dollara í Bandaríkjunum, sem Trump segir að muni skapa mörg hundruð þúsund störf í Bandaríkjunum. Einnig muni Japanir opna fyrir einhvern innflutning á bandarískum bílum og landbúnaðarvörum. Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, segir að Japanir séu fyrstir til að fá lægri tolla á bíla án þess að settar verði fjöldatakmarkanir á innflutning þeirra. Samkomulagið feli ekki í sér lækkun tolla sem þeir leggja á innflutning. Trump sagði í færslu á samfélagsmiðlum að samkomulagið væri stærsti viðskiptasamningur sögunnar við Japan. „Þetta eru gríðarlega spennandi tímar fyrir Bandaríkin, og sérstaklega í ljósi þess að við munum áfram eiga í frábærum samskiptum við Japan,“ sagði Trump. BBC Telegraph
Donald Trump Japan Bandaríkin Skattar og tollar Efnahagsmál Bílar Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira