Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Agnar Már Másson skrifar 4. október 2025 09:15 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (t.v.) segir að borgin sé í raun að taka upp Kópavogsmódelið svokallaða. Til hægri á mynd er Heiða Björg Hilmisdottir borgarstjóri. Samsett Mynd Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að Reykjavíkurborg sé með útspili sínu í leikskólamálum að taka upp „Kópavogsmódelið“ í meginatriðum. Með þessu taki borgin skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni. Þorbjörg Sigríður, ráðherra Viðreisnar, stigur niður penna á Vísi. Hún, „sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga“, gagnrýnir útspil borgarmeirihlutans í leikskólamálum en í gær var tilkynnt um miklar breytingar á gjaldskrá flokksins. Í breytingunum borgarinnar felst meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börn fyrir klukkan 14 á föstudögum og ókeypis maímánuður fyrir fjölskyldur sem nýta ekki þjónustna milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska. Ráðherrann vill meina að boðaðar breytingar þýði að borgin sé í meginatriðum „Kópavogsmódelið“, sem hefur samkvæmt nýrri rannsókn reynst henta betur foreldrum með sveigjanleika í starfi auk þess sem það eykur álag og stress meðal foreldra — aðallega mæðra. Þess vegna komi það Þorbjörgu einnig „skemmtilega á óvart“ að Sjálfstæðismenn leggist gegn breytingunum enda var það Sjálfstæðisflokkurinn sem innleiddi Kópavogsmódelið þar á bæ. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi nýju tillögurnar og sagði hugmyndirnar falla á herðar vinnandi foreldrum. „Of mikil og hröð fólksfjölgun“ eigi sinn þátt Þorbjörg segir að leikskólavandinn verði ekki leystur með einu pennastriki. Reynst hafi erfitt að fá fólk til starfa og halda úti góðu húsnæði. „Of mikil og hröð fólksfjölgun hefur líka haft sitt að segja,“ bætir ráðherrann við. Ráðherrann nefnir að starfsfólki leikskóla líði enn fyrir að störf þeirra hafi um langt skeið verið í höndum mæðra inni á heimilum. „Virði starfanna hefur því ekki verið metið til jafns við önnur störf. Því er grundvallaratriði að endurmeta virði þeirra starfa sem sinnt er af stórum kvennastéttum,“ skrifar hún og tekur sérstaklega fram á sú vinna sé leidd af dómsmálaráðuneytinu. Þá nefnir hún að þegar þensla er í hagkerfinu geti reynst erfitt að manna leikskóla. Þannig hafi það verið á árunum fyrir efnahagshrunið, „rétt eins og undanfarin ár,“ sem sé dapurt þar sem starfsfólk leikskóla sé samfélaginu sérstaklega dýrmætt. Snýst um meira en bókhald Hún segir boðaðar breytingar borgarinnar ekki taka mið af því að leikskólar snúist vitaskuld um meira en bókhald og að algjörlega sé litið fram hjá ólíkum áhrifum á kynin. Hún segir að leikskólakerfið sé mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku og nám, sem og grunnstoð blómlegs samfélags fyrir barnafjölskyldur. „Leikskólakerfið sem byggðist upp í Reykjavík á 10. áratug síðustu aldar markaði straumhvörf í lífi íslenskra kvenna og barnafjölskyldna. Á þeim tíma þótti ýmsum þetta vitleysa,“ skrifar ráðherra, sem kveðst stundum hugsað um hópinn sem var á móti þeirri uppbyggingu. Sá hópur sé enn áberandi í dag en birtingarmyndirnar séu aðrar, enda vilja allir gott leikskólakerfi. „Nú skilgreinir þessi hópur jafnrétti eingöngu út frá fjölda kvenna í stjórnunarstöðum en ekki almennum veruleika kvenna. Þessum sama hópi finnst fátt hlægilegra en úrbætur í jafnréttismálum,“ skrifar Þorbjörg og vísar svo til framkvæmdaáætlunar hennar í jafnréttismálum. „Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður skref afturábak.“ Óvissa með Viðreisn í borginni Slík afskipti ráðherra af málum borgarstjórnar eru ekki algeng en vert er að skoða greinarskrif ráðherrans í samhengi við yfirvofandi borgarstjórnarkosningar í vor. Ráðherrann hjólar í útspil meirihlutans í borginni, sem er leiddur af Samfylkingunni, sama flokki sem er í ríkisstjórn með Viðreisn. Viðreisn var áður í borgarstjórnarsamstarfi með Samfylkingunni þar til Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri Framsóknarflokksins, sleit samstarfinu í byrjun febrúar 2025 í von um að stofna til nýs meirihluta, meðal annars með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. En það tókst ekki. Flokkinn vantar enn oddvita fyrir næstu kosningar eftir að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi til fleiri ára, tilkynnti að hún hygðist ekki gefa kost á sér áfram þegar gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga næsta vor. Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður Einars, er nú gengin til Viðreisnar og hafði fram að því verið orðuð við oddvitasætið. Barnafjölskyldur eigi betra skilið Í niðurlagi greinarinnar vill Þorbjörg meina að ríkisstjórnin standi vaktina og styðji við barnafjölskyldur og vísar þar til þess að þak fæðingarorlofs hafi verið hækkað í 900.000 krónur, sem tekur gildi á næsta ári. Auk þess sé unnið að tillögum um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og unnið að endurmati á virði kvennastarfa. Hún segir dómsmálaráðuneytið leiða þá vinnu og afrakstur hennar verði kynntur haustið 2026. „Ég fagna allri viðleitni til að bregðast við stöðunni í leikskólum Reykjavíkurborgar. Breytingar mega þó ekki auka álagið enn frekar á mæður og framkalla veikari stöðu kvenna. Það er skýrt af hálfu Viðreisnar. Barnafjölskyldur eiga betra skilið.“ Leikskólar Reykjavík Kópavogur Skóla- og menntamál Borgarstjórn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Þorbjörg Sigríður, ráðherra Viðreisnar, stigur niður penna á Vísi. Hún, „sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga“, gagnrýnir útspil borgarmeirihlutans í leikskólamálum en í gær var tilkynnt um miklar breytingar á gjaldskrá flokksins. Í breytingunum borgarinnar felst meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börn fyrir klukkan 14 á föstudögum og ókeypis maímánuður fyrir fjölskyldur sem nýta ekki þjónustna milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska. Ráðherrann vill meina að boðaðar breytingar þýði að borgin sé í meginatriðum „Kópavogsmódelið“, sem hefur samkvæmt nýrri rannsókn reynst henta betur foreldrum með sveigjanleika í starfi auk þess sem það eykur álag og stress meðal foreldra — aðallega mæðra. Þess vegna komi það Þorbjörgu einnig „skemmtilega á óvart“ að Sjálfstæðismenn leggist gegn breytingunum enda var það Sjálfstæðisflokkurinn sem innleiddi Kópavogsmódelið þar á bæ. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi nýju tillögurnar og sagði hugmyndirnar falla á herðar vinnandi foreldrum. „Of mikil og hröð fólksfjölgun“ eigi sinn þátt Þorbjörg segir að leikskólavandinn verði ekki leystur með einu pennastriki. Reynst hafi erfitt að fá fólk til starfa og halda úti góðu húsnæði. „Of mikil og hröð fólksfjölgun hefur líka haft sitt að segja,“ bætir ráðherrann við. Ráðherrann nefnir að starfsfólki leikskóla líði enn fyrir að störf þeirra hafi um langt skeið verið í höndum mæðra inni á heimilum. „Virði starfanna hefur því ekki verið metið til jafns við önnur störf. Því er grundvallaratriði að endurmeta virði þeirra starfa sem sinnt er af stórum kvennastéttum,“ skrifar hún og tekur sérstaklega fram á sú vinna sé leidd af dómsmálaráðuneytinu. Þá nefnir hún að þegar þensla er í hagkerfinu geti reynst erfitt að manna leikskóla. Þannig hafi það verið á árunum fyrir efnahagshrunið, „rétt eins og undanfarin ár,“ sem sé dapurt þar sem starfsfólk leikskóla sé samfélaginu sérstaklega dýrmætt. Snýst um meira en bókhald Hún segir boðaðar breytingar borgarinnar ekki taka mið af því að leikskólar snúist vitaskuld um meira en bókhald og að algjörlega sé litið fram hjá ólíkum áhrifum á kynin. Hún segir að leikskólakerfið sé mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku og nám, sem og grunnstoð blómlegs samfélags fyrir barnafjölskyldur. „Leikskólakerfið sem byggðist upp í Reykjavík á 10. áratug síðustu aldar markaði straumhvörf í lífi íslenskra kvenna og barnafjölskyldna. Á þeim tíma þótti ýmsum þetta vitleysa,“ skrifar ráðherra, sem kveðst stundum hugsað um hópinn sem var á móti þeirri uppbyggingu. Sá hópur sé enn áberandi í dag en birtingarmyndirnar séu aðrar, enda vilja allir gott leikskólakerfi. „Nú skilgreinir þessi hópur jafnrétti eingöngu út frá fjölda kvenna í stjórnunarstöðum en ekki almennum veruleika kvenna. Þessum sama hópi finnst fátt hlægilegra en úrbætur í jafnréttismálum,“ skrifar Þorbjörg og vísar svo til framkvæmdaáætlunar hennar í jafnréttismálum. „Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður skref afturábak.“ Óvissa með Viðreisn í borginni Slík afskipti ráðherra af málum borgarstjórnar eru ekki algeng en vert er að skoða greinarskrif ráðherrans í samhengi við yfirvofandi borgarstjórnarkosningar í vor. Ráðherrann hjólar í útspil meirihlutans í borginni, sem er leiddur af Samfylkingunni, sama flokki sem er í ríkisstjórn með Viðreisn. Viðreisn var áður í borgarstjórnarsamstarfi með Samfylkingunni þar til Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri Framsóknarflokksins, sleit samstarfinu í byrjun febrúar 2025 í von um að stofna til nýs meirihluta, meðal annars með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. En það tókst ekki. Flokkinn vantar enn oddvita fyrir næstu kosningar eftir að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi til fleiri ára, tilkynnti að hún hygðist ekki gefa kost á sér áfram þegar gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga næsta vor. Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður Einars, er nú gengin til Viðreisnar og hafði fram að því verið orðuð við oddvitasætið. Barnafjölskyldur eigi betra skilið Í niðurlagi greinarinnar vill Þorbjörg meina að ríkisstjórnin standi vaktina og styðji við barnafjölskyldur og vísar þar til þess að þak fæðingarorlofs hafi verið hækkað í 900.000 krónur, sem tekur gildi á næsta ári. Auk þess sé unnið að tillögum um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og unnið að endurmati á virði kvennastarfa. Hún segir dómsmálaráðuneytið leiða þá vinnu og afrakstur hennar verði kynntur haustið 2026. „Ég fagna allri viðleitni til að bregðast við stöðunni í leikskólum Reykjavíkurborgar. Breytingar mega þó ekki auka álagið enn frekar á mæður og framkalla veikari stöðu kvenna. Það er skýrt af hálfu Viðreisnar. Barnafjölskyldur eiga betra skilið.“
Leikskólar Reykjavík Kópavogur Skóla- og menntamál Borgarstjórn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira