Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. október 2025 14:32 Jens Garðar var ekki ánægður með ákvörðun Höllu um að vitna til Maós í ræðu sinni á jafnréttisráðstefnu í Peking. Framkoma Höllu á ráðstefnunni var hluti af nokkurra daga opinberri heimsókn til Kína, í boði Xi Jinping, forseta landsins. Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi orð Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í ræðustól Alþingis í dag. Ummælin sem Jens Garðar var ósáttur við féllu í opinberri heimsókn forseta til Kína, þar sem Halla vitnaði í Maó Zedong. Hann sagði embætti forseta mögulega þurfa leiðbeiningar frá Stjórnarráðinu vegna málsins. Jens Garðar kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar rifjaði hann upp að Halla hefði verið í opinberri heimsókn til Kína á dögunum, en hún var þar í boði Xi Jinping, forseta landsins, dagana 12. til 17. október. Einræðisríki undir stjórn kommúnista „Landið er einræðisríki og undir stjórn þarlends kommúnistaflokks. Einhver hefði nú spurt sig hvort ekki hefði verið meira tilefni fyrir forseta Íslands, með heimild ríkisstjórnarinnar, að heimsækja frekar einhvert af fjölmörgum lýðræðisríkjum heimsins, og styrkja samstöðu og samstarf milli þeirra. Ekki er vanþörf á í þeim skautunarheimi sem við búum í í dag,“ sagði Jens Garðar. Hann sagði steininn hins vegar hafa tekið úr þegar Halla vitnaði í ræðu sinni á kvennaráðstefninu í Peking til Maós Zedong, formanns kínverska kommúnistaflokksins frá 1943 til 1976. Í ræðu sinni sagði Halla: „Maó Zedong sagði eitt sinn: „Konur halda uppi helmingi himinsins.“ Nú um stundir verðum við að ganga skrefinu lengra og bæta við: Í heimi þar sem ójafnvægi ríkir hafa konur styrk til að lækna, visku til að vísa veginn og hugrekki til að ýta undir þær breytingar sem eru aðkallandi.“ Mögulega heppilegra að vitna til annarra „Maó af öllum einræðisherrum veraldarsögunnar, er líklega afkastamestur þeirra allra. Talið er að 60 til 65 milljónir manna hafi dáið undir hans harðstjórn, manngerðum hungursneyðum og pólitískum ofsóknum. Ég hefði haldið að forseti Íslands, kyndilberi frelsis, mannréttinda og lýðræðis, gæti vitnað í aðra en einræðisherra eins og Maó,“ sagði Jens Garðar. Hann sagðist jafnframt vona að um einangrað dæmi væri að ræða, en mögulega væri ástæða til þess að Stjórnarráðið færi yfir það með embætti forseta að betur færi á því að vitnað yrði til annarra en helstu einræðisherra mannkynssögunnar á opinberum vettvangi. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kína Tengdar fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. 16. október 2025 14:10 Halla og Þorbjörg á leið til Kína Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. 11. október 2025 08:04 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira
Jens Garðar kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar rifjaði hann upp að Halla hefði verið í opinberri heimsókn til Kína á dögunum, en hún var þar í boði Xi Jinping, forseta landsins, dagana 12. til 17. október. Einræðisríki undir stjórn kommúnista „Landið er einræðisríki og undir stjórn þarlends kommúnistaflokks. Einhver hefði nú spurt sig hvort ekki hefði verið meira tilefni fyrir forseta Íslands, með heimild ríkisstjórnarinnar, að heimsækja frekar einhvert af fjölmörgum lýðræðisríkjum heimsins, og styrkja samstöðu og samstarf milli þeirra. Ekki er vanþörf á í þeim skautunarheimi sem við búum í í dag,“ sagði Jens Garðar. Hann sagði steininn hins vegar hafa tekið úr þegar Halla vitnaði í ræðu sinni á kvennaráðstefninu í Peking til Maós Zedong, formanns kínverska kommúnistaflokksins frá 1943 til 1976. Í ræðu sinni sagði Halla: „Maó Zedong sagði eitt sinn: „Konur halda uppi helmingi himinsins.“ Nú um stundir verðum við að ganga skrefinu lengra og bæta við: Í heimi þar sem ójafnvægi ríkir hafa konur styrk til að lækna, visku til að vísa veginn og hugrekki til að ýta undir þær breytingar sem eru aðkallandi.“ Mögulega heppilegra að vitna til annarra „Maó af öllum einræðisherrum veraldarsögunnar, er líklega afkastamestur þeirra allra. Talið er að 60 til 65 milljónir manna hafi dáið undir hans harðstjórn, manngerðum hungursneyðum og pólitískum ofsóknum. Ég hefði haldið að forseti Íslands, kyndilberi frelsis, mannréttinda og lýðræðis, gæti vitnað í aðra en einræðisherra eins og Maó,“ sagði Jens Garðar. Hann sagðist jafnframt vona að um einangrað dæmi væri að ræða, en mögulega væri ástæða til þess að Stjórnarráðið færi yfir það með embætti forseta að betur færi á því að vitnað yrði til annarra en helstu einræðisherra mannkynssögunnar á opinberum vettvangi.
Í ræðu sinni sagði Halla: „Maó Zedong sagði eitt sinn: „Konur halda uppi helmingi himinsins.“ Nú um stundir verðum við að ganga skrefinu lengra og bæta við: Í heimi þar sem ójafnvægi ríkir hafa konur styrk til að lækna, visku til að vísa veginn og hugrekki til að ýta undir þær breytingar sem eru aðkallandi.“
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kína Tengdar fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. 16. október 2025 14:10 Halla og Þorbjörg á leið til Kína Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. 11. október 2025 08:04 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira
Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. 16. október 2025 14:10
Halla og Þorbjörg á leið til Kína Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. 11. október 2025 08:04