Losa hreðjatakið í eitt ár Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2025 09:53 Donald Trump og Xi Jinping í Suður-Kóreu. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, virðast hafa slíðrað sverðin, ef svo má segja, í viðskiptadeilum ríkjanna. Trump tilkynnti að tollar á vörur frá Kína yrðu lækkaðir um tíu prósent og yrðu 47 prósent. Kínverjar ætla í staðinn að fresta gildistöku umfangsmikilla takmarkana á sölu og flutning sjaldgæfra málma og afurða úr þeim um eitt ár. Kínverjar munu einnig hafa samþykkt að draga úr útflutningi tiltekinna efna til Mexíkó og annarra ríkja í Suður-Ameríku. Þau efni sem um ræðir eru notuð af glæpasamtökum til að framleiða fentaníl. Þar að auki segir Trump að Kínverjar hafi samþykkt að kaupa mikið magn af sojabaunum frá Bandaríkjunum. Í frétt CGTN er haft eftir talsmanni viðskiptaráðuneytis Kína að Bandaríkjamenn hafi samþykkt að fella úr gildi takmarkanir á útflutningi frá Bandaríkjunum til Kína, að minnsta kosti í bili. Þær takmarkanir snúa sérstaklega að sölu háþróaðs tölvubúnaðar til Kína. Búnaðar eins og örflögur og tækja til að framleiða þær. Svo virðist sem þjóðarleiðtogarnir hafi í raun lagt grunn að frekari viðræðum milli erindreka ríkjanna á um níutíu mínútna löngum fundi þeirra og annarra embættismanna á herstöð í Suður-Kóreu. Trump mun ferðast til Kína í apríl og sagði forsetinn að Xi myndi svo ferðast til Bandaríkjanna í kjölfarið. Einráðir á gífurlega mikilvægum markaði Sjaldgæfir málmar eru í stuttu máli sagt gífurlega mikilvægir við framleiðslu svo gott sem allra nútímatækja og tóla. Kínverjar eru nánast einráðir á þessum markaði eftir að hafa varið fúlgum fjár og mikilli vinnu yfir áratugi í að ná þessum yfirráðum. Fyrr í mánuðinum tilkynntu ráðamenn í Kína að fyrirtæki þyrftu að fá sérstakt leyfi til að kaupa tólf tegundir sjaldgæfra málma, af sautján, eða afurðir úr þeim. Tilkynna þyrfti í hvað ætti að nota málmana og að engin leyfi yrðu veitt fyrir sölu málma til hergagnaframleiðslu. Takmarkanir voru einnig settar á útflutning rafhlaðna sem notaðar eru í rafmagnsbíla og fleira. Þessar takmarkanir tóku gildi þann 8. nóvember. Sjá einnig: Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Þá voru einnig tilkynntar takmarkanir þegar kemur að flutningi vara sem innihalda sjaldgæfa málma frá Kína eða byggja á tækni Kínverja á því sviði yfir landamæri annarra ríkja. Þetta átti að taka gildi fyrsta desember. Segjum sem svo að bandarískt bílafyrirtæki kaupi sjaldgæfa málma til að nota í bíl. Hluti hans er framleiddur í Mexíkó en til að klára hann þarf að flytja bílinn til Bandaríkjanna. Þegar takmarkanir Kínverja taka gildi má ekki flytja þennan ókláraða bíl yfir landamæri ríkjanna án leyfis frá yfirvöldum í Kína, innihaldi bíllinn einhverja örðu af sjaldgæfum málmum frá Kína. Nú virðist sem þessum takmörkunum hafi verið frestað um eitt ár, samkvæmt yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína sem New York Times vitnar í. Halda fyrri takmörkunum Í frétt Wall Street Journal segir að þegar kemur að sjaldgæfum málmum virðist sem að Kínverjar ætli að halda útflutningstakmörkunum sem settar voru á í apríl en þær takmarkanir voru ekkert nefndar í áðurnefndri yfirlýsingu viðskiptaráðuneytisins. Í apríl var því lýst yfir að útflutningur sjö tegunda af sjaldgæfum málmum yrði takmarkaður, vegna tolla sem Trump hafði beitt Kína. Meðal annars er um að ræða terbín og dysprósín. Þeir málmar eru notaðir í segla til að efla hitaþol þeirra. Slíkir seglar eru notaðir í framleiðslu alls konar vara, eins og snjallsíma og orrustuþotna. Seglarnir eru sérstaklega nauðsynlegir við framleiðslu rafmagnsbíla. Takmarkanirnar hafa komið niður á birgðakeðjum fjölmargra framleiðenda víða um heim. Bandaríkin Kína Donald Trump Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira
Kínverjar munu einnig hafa samþykkt að draga úr útflutningi tiltekinna efna til Mexíkó og annarra ríkja í Suður-Ameríku. Þau efni sem um ræðir eru notuð af glæpasamtökum til að framleiða fentaníl. Þar að auki segir Trump að Kínverjar hafi samþykkt að kaupa mikið magn af sojabaunum frá Bandaríkjunum. Í frétt CGTN er haft eftir talsmanni viðskiptaráðuneytis Kína að Bandaríkjamenn hafi samþykkt að fella úr gildi takmarkanir á útflutningi frá Bandaríkjunum til Kína, að minnsta kosti í bili. Þær takmarkanir snúa sérstaklega að sölu háþróaðs tölvubúnaðar til Kína. Búnaðar eins og örflögur og tækja til að framleiða þær. Svo virðist sem þjóðarleiðtogarnir hafi í raun lagt grunn að frekari viðræðum milli erindreka ríkjanna á um níutíu mínútna löngum fundi þeirra og annarra embættismanna á herstöð í Suður-Kóreu. Trump mun ferðast til Kína í apríl og sagði forsetinn að Xi myndi svo ferðast til Bandaríkjanna í kjölfarið. Einráðir á gífurlega mikilvægum markaði Sjaldgæfir málmar eru í stuttu máli sagt gífurlega mikilvægir við framleiðslu svo gott sem allra nútímatækja og tóla. Kínverjar eru nánast einráðir á þessum markaði eftir að hafa varið fúlgum fjár og mikilli vinnu yfir áratugi í að ná þessum yfirráðum. Fyrr í mánuðinum tilkynntu ráðamenn í Kína að fyrirtæki þyrftu að fá sérstakt leyfi til að kaupa tólf tegundir sjaldgæfra málma, af sautján, eða afurðir úr þeim. Tilkynna þyrfti í hvað ætti að nota málmana og að engin leyfi yrðu veitt fyrir sölu málma til hergagnaframleiðslu. Takmarkanir voru einnig settar á útflutning rafhlaðna sem notaðar eru í rafmagnsbíla og fleira. Þessar takmarkanir tóku gildi þann 8. nóvember. Sjá einnig: Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Þá voru einnig tilkynntar takmarkanir þegar kemur að flutningi vara sem innihalda sjaldgæfa málma frá Kína eða byggja á tækni Kínverja á því sviði yfir landamæri annarra ríkja. Þetta átti að taka gildi fyrsta desember. Segjum sem svo að bandarískt bílafyrirtæki kaupi sjaldgæfa málma til að nota í bíl. Hluti hans er framleiddur í Mexíkó en til að klára hann þarf að flytja bílinn til Bandaríkjanna. Þegar takmarkanir Kínverja taka gildi má ekki flytja þennan ókláraða bíl yfir landamæri ríkjanna án leyfis frá yfirvöldum í Kína, innihaldi bíllinn einhverja örðu af sjaldgæfum málmum frá Kína. Nú virðist sem þessum takmörkunum hafi verið frestað um eitt ár, samkvæmt yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína sem New York Times vitnar í. Halda fyrri takmörkunum Í frétt Wall Street Journal segir að þegar kemur að sjaldgæfum málmum virðist sem að Kínverjar ætli að halda útflutningstakmörkunum sem settar voru á í apríl en þær takmarkanir voru ekkert nefndar í áðurnefndri yfirlýsingu viðskiptaráðuneytisins. Í apríl var því lýst yfir að útflutningur sjö tegunda af sjaldgæfum málmum yrði takmarkaður, vegna tolla sem Trump hafði beitt Kína. Meðal annars er um að ræða terbín og dysprósín. Þeir málmar eru notaðir í segla til að efla hitaþol þeirra. Slíkir seglar eru notaðir í framleiðslu alls konar vara, eins og snjallsíma og orrustuþotna. Seglarnir eru sérstaklega nauðsynlegir við framleiðslu rafmagnsbíla. Takmarkanirnar hafa komið niður á birgðakeðjum fjölmargra framleiðenda víða um heim.
Bandaríkin Kína Donald Trump Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira