Losa hreðjatakið í eitt ár Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2025 09:53 Donald Trump og Xi Jinping í Suður-Kóreu. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, virðast hafa slíðrað sverðin, ef svo má segja, í viðskiptadeilum ríkjanna. Trump tilkynnti að tollar á vörur frá Kína yrðu lækkaðir um tíu prósent og yrðu 47 prósent. Kínverjar ætla í staðinn að fresta gildistöku umfangsmikilla takmarkana á sölu og flutning sjaldgæfra málma og afurða úr þeim um eitt ár. Kínverjar munu einnig hafa samþykkt að draga úr útflutningi tiltekinna efna til Mexíkó og annarra ríkja í Suður-Ameríku. Þau efni sem um ræðir eru notuð af glæpasamtökum til að framleiða fentaníl. Þar að auki segir Trump að Kínverjar hafi samþykkt að kaupa mikið magn af sojabaunum frá Bandaríkjunum. Í frétt CGTN er haft eftir talsmanni viðskiptaráðuneytis Kína að Bandaríkjamenn hafi samþykkt að fella úr gildi takmarkanir á útflutningi frá Bandaríkjunum til Kína, að minnsta kosti í bili. Þær takmarkanir snúa sérstaklega að sölu háþróaðs tölvubúnaðar til Kína. Búnaðar eins og örflögur og tækja til að framleiða þær. Svo virðist sem þjóðarleiðtogarnir hafi í raun lagt grunn að frekari viðræðum milli erindreka ríkjanna á um níutíu mínútna löngum fundi þeirra og annarra embættismanna á herstöð í Suður-Kóreu. Trump mun ferðast til Kína í apríl og sagði forsetinn að Xi myndi svo ferðast til Bandaríkjanna í kjölfarið. Einráðir á gífurlega mikilvægum markaði Sjaldgæfir málmar eru í stuttu máli sagt gífurlega mikilvægir við framleiðslu svo gott sem allra nútímatækja og tóla. Kínverjar eru nánast einráðir á þessum markaði eftir að hafa varið fúlgum fjár og mikilli vinnu yfir áratugi í að ná þessum yfirráðum. Fyrr í mánuðinum tilkynntu ráðamenn í Kína að fyrirtæki þyrftu að fá sérstakt leyfi til að kaupa tólf tegundir sjaldgæfra málma, af sautján, eða afurðir úr þeim. Tilkynna þyrfti í hvað ætti að nota málmana og að engin leyfi yrðu veitt fyrir sölu málma til hergagnaframleiðslu. Takmarkanir voru einnig settar á útflutning rafhlaðna sem notaðar eru í rafmagnsbíla og fleira. Þessar takmarkanir tóku gildi þann 8. nóvember. Sjá einnig: Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Þá voru einnig tilkynntar takmarkanir þegar kemur að flutningi vara sem innihalda sjaldgæfa málma frá Kína eða byggja á tækni Kínverja á því sviði yfir landamæri annarra ríkja. Þetta átti að taka gildi fyrsta desember. Segjum sem svo að bandarískt bílafyrirtæki kaupi sjaldgæfa málma til að nota í bíl. Hluti hans er framleiddur í Mexíkó en til að klára hann þarf að flytja bílinn til Bandaríkjanna. Þegar takmarkanir Kínverja taka gildi má ekki flytja þennan ókláraða bíl yfir landamæri ríkjanna án leyfis frá yfirvöldum í Kína, innihaldi bíllinn einhverja örðu af sjaldgæfum málmum frá Kína. Nú virðist sem þessum takmörkunum hafi verið frestað um eitt ár, samkvæmt yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína sem New York Times vitnar í. Halda fyrri takmörkunum Í frétt Wall Street Journal segir að þegar kemur að sjaldgæfum málmum virðist sem að Kínverjar ætli að halda útflutningstakmörkunum sem settar voru á í apríl en þær takmarkanir voru ekkert nefndar í áðurnefndri yfirlýsingu viðskiptaráðuneytisins. Í apríl var því lýst yfir að útflutningur sjö tegunda af sjaldgæfum málmum yrði takmarkaður, vegna tolla sem Trump hafði beitt Kína. Meðal annars er um að ræða terbín og dysprósín. Þeir málmar eru notaðir í segla til að efla hitaþol þeirra. Slíkir seglar eru notaðir í framleiðslu alls konar vara, eins og snjallsíma og orrustuþotna. Seglarnir eru sérstaklega nauðsynlegir við framleiðslu rafmagnsbíla. Takmarkanirnar hafa komið niður á birgðakeðjum fjölmargra framleiðenda víða um heim. Bandaríkin Kína Donald Trump Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Kínverjar munu einnig hafa samþykkt að draga úr útflutningi tiltekinna efna til Mexíkó og annarra ríkja í Suður-Ameríku. Þau efni sem um ræðir eru notuð af glæpasamtökum til að framleiða fentaníl. Þar að auki segir Trump að Kínverjar hafi samþykkt að kaupa mikið magn af sojabaunum frá Bandaríkjunum. Í frétt CGTN er haft eftir talsmanni viðskiptaráðuneytis Kína að Bandaríkjamenn hafi samþykkt að fella úr gildi takmarkanir á útflutningi frá Bandaríkjunum til Kína, að minnsta kosti í bili. Þær takmarkanir snúa sérstaklega að sölu háþróaðs tölvubúnaðar til Kína. Búnaðar eins og örflögur og tækja til að framleiða þær. Svo virðist sem þjóðarleiðtogarnir hafi í raun lagt grunn að frekari viðræðum milli erindreka ríkjanna á um níutíu mínútna löngum fundi þeirra og annarra embættismanna á herstöð í Suður-Kóreu. Trump mun ferðast til Kína í apríl og sagði forsetinn að Xi myndi svo ferðast til Bandaríkjanna í kjölfarið. Einráðir á gífurlega mikilvægum markaði Sjaldgæfir málmar eru í stuttu máli sagt gífurlega mikilvægir við framleiðslu svo gott sem allra nútímatækja og tóla. Kínverjar eru nánast einráðir á þessum markaði eftir að hafa varið fúlgum fjár og mikilli vinnu yfir áratugi í að ná þessum yfirráðum. Fyrr í mánuðinum tilkynntu ráðamenn í Kína að fyrirtæki þyrftu að fá sérstakt leyfi til að kaupa tólf tegundir sjaldgæfra málma, af sautján, eða afurðir úr þeim. Tilkynna þyrfti í hvað ætti að nota málmana og að engin leyfi yrðu veitt fyrir sölu málma til hergagnaframleiðslu. Takmarkanir voru einnig settar á útflutning rafhlaðna sem notaðar eru í rafmagnsbíla og fleira. Þessar takmarkanir tóku gildi þann 8. nóvember. Sjá einnig: Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Þá voru einnig tilkynntar takmarkanir þegar kemur að flutningi vara sem innihalda sjaldgæfa málma frá Kína eða byggja á tækni Kínverja á því sviði yfir landamæri annarra ríkja. Þetta átti að taka gildi fyrsta desember. Segjum sem svo að bandarískt bílafyrirtæki kaupi sjaldgæfa málma til að nota í bíl. Hluti hans er framleiddur í Mexíkó en til að klára hann þarf að flytja bílinn til Bandaríkjanna. Þegar takmarkanir Kínverja taka gildi má ekki flytja þennan ókláraða bíl yfir landamæri ríkjanna án leyfis frá yfirvöldum í Kína, innihaldi bíllinn einhverja örðu af sjaldgæfum málmum frá Kína. Nú virðist sem þessum takmörkunum hafi verið frestað um eitt ár, samkvæmt yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína sem New York Times vitnar í. Halda fyrri takmörkunum Í frétt Wall Street Journal segir að þegar kemur að sjaldgæfum málmum virðist sem að Kínverjar ætli að halda útflutningstakmörkunum sem settar voru á í apríl en þær takmarkanir voru ekkert nefndar í áðurnefndri yfirlýsingu viðskiptaráðuneytisins. Í apríl var því lýst yfir að útflutningur sjö tegunda af sjaldgæfum málmum yrði takmarkaður, vegna tolla sem Trump hafði beitt Kína. Meðal annars er um að ræða terbín og dysprósín. Þeir málmar eru notaðir í segla til að efla hitaþol þeirra. Slíkir seglar eru notaðir í framleiðslu alls konar vara, eins og snjallsíma og orrustuþotna. Seglarnir eru sérstaklega nauðsynlegir við framleiðslu rafmagnsbíla. Takmarkanirnar hafa komið niður á birgðakeðjum fjölmargra framleiðenda víða um heim.
Bandaríkin Kína Donald Trump Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira