Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. janúar 2026 12:00 Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. vísir/Ívar Fannar Þingstörf hefjast á ný á morgun og forseti Alþingis býst við því að málum á þingmálaskrá verði fjölgað. Þingflokkur Framsóknar hefur sent erindi á formenn allra flokka þar sem kallað er eftir þverpólitískri samstöðu í málefnum barna og ungmenna. Fyrsti þingfundur eftir jólaleyfi er á morgun og gert er ráð fyrir að á sama tíma verði einnig birt uppfærð þingmálaskrá. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, býst við annasömu vori á þingi. „Við erum í miðjum klíðum, að svo má segja, á miðjum þingvetri og þurfum að nýta tímann vel fram á sumar til þess að afgreiða mál frá ríkisstjórn og fleirum,“ segir Þórunn. Er verið að fjölga eða fækka á þingmálaskrá, eða bara færa til? „Það er aðeins verið að fjölga skilst mér, en ekki mikið.“ Búast má við annasömu vori á Alþingi.vísir/Einar Meðal stórra mála sem eiga samkvæmt fyrri þingmálaskrá að vera á dagskrá í vor er frumvarp um lagareldi en svo bíða önnur mál frá haustþingi. Þar má til dæmis nefna samgönguáætlun, um brottfararstöð og svo hin afar umdeilda bókun 35 sem var tekin af dagskrá í haust. Auk þess hefur utanríkisráðherra boðað að þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið verði lögð fram í vor. Þórunn gerir ráð fyrir að umræða um hana taki sinn tíma. „En hún snýst bara um ákvörðun og dagsetningu en ekki um efni málsins.“ Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar.vísir/Vilhelm Þingflokkur Framsóknar sendi í gær erindi á formenn allra flokka á Alþingi þar sem kallað er eftir þverpólitískri samstöðu í málefnum barna og ungmenna. „Við höfum áhyggjur af því að þriðji ráðherrann yfir barna- og menntamálum á einu ári er að taka við. Og við þekkjum það öll að þegar nýr ráðherra tekur við tekur tíma að koma sér inn í málefnin,“ segir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar. Komast upp úr skotgröfunum Svipuð leið var farin í fyrra þegar fulltrúar allra flokka voru skipaðir í nefnd við mótun stefnu í utanríkismálum. Ingibjörg telur að hér þurfii að gera slíkt hið sama til þess að komast megi upp úr skotgröfum. Hún vonar að tekið verði jákvætt í erindið í upphafi þingstarfa. „Staðan hjá börnum og ungmennum er því miður að versna og við finnum til ábyrgðar og viljum kalla alla að borðinu til þess að við getum sett niður raunverulegar aðgerðir, til lengri og skemmri tíma, í sameiningu.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókun 35 Evrópusambandið Samgöngur Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB-viðræðna Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Fyrsti þingfundur eftir jólaleyfi er á morgun og gert er ráð fyrir að á sama tíma verði einnig birt uppfærð þingmálaskrá. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, býst við annasömu vori á þingi. „Við erum í miðjum klíðum, að svo má segja, á miðjum þingvetri og þurfum að nýta tímann vel fram á sumar til þess að afgreiða mál frá ríkisstjórn og fleirum,“ segir Þórunn. Er verið að fjölga eða fækka á þingmálaskrá, eða bara færa til? „Það er aðeins verið að fjölga skilst mér, en ekki mikið.“ Búast má við annasömu vori á Alþingi.vísir/Einar Meðal stórra mála sem eiga samkvæmt fyrri þingmálaskrá að vera á dagskrá í vor er frumvarp um lagareldi en svo bíða önnur mál frá haustþingi. Þar má til dæmis nefna samgönguáætlun, um brottfararstöð og svo hin afar umdeilda bókun 35 sem var tekin af dagskrá í haust. Auk þess hefur utanríkisráðherra boðað að þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið verði lögð fram í vor. Þórunn gerir ráð fyrir að umræða um hana taki sinn tíma. „En hún snýst bara um ákvörðun og dagsetningu en ekki um efni málsins.“ Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar.vísir/Vilhelm Þingflokkur Framsóknar sendi í gær erindi á formenn allra flokka á Alþingi þar sem kallað er eftir þverpólitískri samstöðu í málefnum barna og ungmenna. „Við höfum áhyggjur af því að þriðji ráðherrann yfir barna- og menntamálum á einu ári er að taka við. Og við þekkjum það öll að þegar nýr ráðherra tekur við tekur tíma að koma sér inn í málefnin,“ segir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar. Komast upp úr skotgröfunum Svipuð leið var farin í fyrra þegar fulltrúar allra flokka voru skipaðir í nefnd við mótun stefnu í utanríkismálum. Ingibjörg telur að hér þurfii að gera slíkt hið sama til þess að komast megi upp úr skotgröfum. Hún vonar að tekið verði jákvætt í erindið í upphafi þingstarfa. „Staðan hjá börnum og ungmennum er því miður að versna og við finnum til ábyrgðar og viljum kalla alla að borðinu til þess að við getum sett niður raunverulegar aðgerðir, til lengri og skemmri tíma, í sameiningu.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókun 35 Evrópusambandið Samgöngur Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB-viðræðna Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira