
Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja
Vestri hefur samið við eistneska framherjann Kristoffer Grauberg Lepik. Hann mun leika með liðinu í Bestu deild karla í sumar.
Vestri hefur samið við eistneska framherjann Kristoffer Grauberg Lepik. Hann mun leika með liðinu í Bestu deild karla í sumar.
Kjartan Kári Halldórsson var orðaður við Val og Víking sem bæði hafa boðið í strákinn en nú staðfestir hann sjálfur að hann fari ekki fet og verði áfram í Hafnarfirðinum.
Magnús Orri Schram er nýr formaður knattspyrnudeildar KR. Hann hlaut kjör á aðalfundi deildarinnar í gær og tekur við Páli Kristjánssyni.
Fótboltamaðurinn Atli Sigurjónsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KR.
Björgvin Brimi Andrésson hefur ákveðið að hætta hjá KR og fara frekar aftur til uppeldisfélags síns Gróttu.
FH-ingar eru að undirbúa sig fyrir komandi keppnistímabil í Bestu deildinni í fótbolta sem hefst eftir rúman mánuð. FH-liðið þarf þó ekki að fljúga suður til Evrópu til að komast á grasvöll.
Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson hefur samið á ný við KA og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta í sumar.
Gylfi Þór Sigurðsson kemur meiddur til Víkings en segist þó á töluvert betri stað en hann var þegar hann samdi við Val fyrir tæpum tólf mánuðum síðan.
Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, er ánægður með komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann hefur reynt að fá Gylfa til félagsins um langa hríð.
Miðvörðurinn Baldvin Þór Berndsen er genginn í raðir ÍA og skrifar undir samning á Akranesi út tímabilið 2027 í Bestu deild karla í fótbolta.
Kjartan Kári Halldórsson gæti verið á leið til Vals frá FH. Valsmenn hafa elst við leikmanninn um hríð en Hlíðarendafélagið á þó eftir að semja um kaup og kjör.
„Tilfinningin er mjög góð. Það eru spennandi tímar fram undan. Ég er mjög sáttur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings. Gylfi var kynntur til leiks í Víkinni í dag.
Landsliðsmaðurinn í fótbolta, Gylfi Þór Sigurðsson, var kynntur sem nýr leikmaður Víkings á blaðamannafundi í Víkinni í dag. Hann gerði tveggja ára samning við Fossvogsfélagið.
Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fór fram í dag. Það voru samþykktar nokkrar breytingar á lögum sambandsins.
Lið KA í Bestu deild karla í knattspyrnu er í leit að markverði og horfir nú til FH þar sem Sindri Kristinn Ólafsson er kominn á bekkinn.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir sjónarsvipti vera af Danijeli Djuric sem yfirgaf félagið í vikunni. Þar með fækkar um einn í leikmannahópi Víkinga fyrir stórleik kvöldsins við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Sölvi endurheimtir hins vegar tvo aðra.
Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar.
Ég held að það deili enginn um það mat undirritaðs að félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Val yfir í Víking í vikunni séu í hópi þeirra allra stærstu í sögu íslenskra knattspyrnu. En þekkjum við stærri félagsskipti hér á Íslandi?
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er ánægður með nýjustu kaup Víkinga. Gylfi Þór Sigurðsson varð leikmaður liðsins í gær. Hann er þó með fullan hug við stórleik morgundagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu.
Sigurður Aðalsteinsson segir Börk Edvardsson, fyrrverandi formann Knattspyrnudeildar Vals, hafa gert samkomulag við sig um að Valur myndi ekki standa í vegi Gylfa Þórs, sonar Sigurðar, færi svo að þessi þaulreyndi landsliðsmaður myndi vilja yfirgefa Val.
„Þetta var komið í algjör leiðindi. Ég get alveg tekið það á mig að ég hefði getað gert þetta öðruvísi. Báðir aðilar hefðu getað gert þetta öðruvísi,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um brotthvarf sitt frá Val yfir til Víkings.
Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf herbúðir Vals í gær og samdi við Víking. Það gerðist þó ekki hávaðalaust enda sendu Valsmenn honum tóninn.
„Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu.
Hinir ýmsu miðlar á Norðurlöndunum hafa fjallað um vistaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var í dag tilkynntur sem nýjasti leikmaður Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu. Í Færeyjum þykir það helst fréttnæmt að Gylfi Þór muni nú spila með Gunnari Vatnhamar.
ÍA hefur verið duglegt að sanka að sér ungum og efnilegum leikmönnum frá því að tímabilinu í Bestu deild karla lauk í haust. Nú hafa Skagamenn sótt Jón Viktor Hauksson frá Haukum. Sá er fæddur 2009 og hefur verið viðloðandi yngstu landslið Íslands.
Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki geta spilað með Víkingi í Sambandsdeild Evrópu á yfirstandandi leiktíð. Víkingur mætir Panathinaikos í síðari umspilsleik liðanna á fimmtudag.
Freyr Alexandersson er sagður áhugasamur um að fá Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliða Breiðabliks, til Brann í Noregi. Blikar hafi hafnað tilboði Brann.
Víkingur tilkynnti nú rétt fyrir hádegi að Gylfi Þór Sigurðsson væri búinn að semja við félagið.
Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu til stuðningsmanna liðsins. Ekki hafi staðið til að selja Gylfa en það hafi breyst eftir leik Vals og ÍA um helgina.
Gylfi Þór Sigurðsson er á leið til Víkings og hefur náð samkomulagi við félagið. Þetta herma heimildir Vísis.