Egill Ólafs fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd Balta Leikarinn og Stuðmaðurinn Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndin er byggð á metsölubókinni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Ólafur og Baltasar skrifa handritið saman og Baltasar leikstýrir. Bíó og sjónvarp 5. október 2022 15:49
Jennifer Lopez og Josh Duhamel í nýrri rómantískri gamanmynd Þúsundþjalasmiðurinn Jennifer Lopez fer með aðalhlutverkið í nýrri rómantískri gamanmynd ásamt leikaranum Josh Duhamel. Bíó og sjónvarp 4. október 2022 20:01
Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ Bíó og sjónvarp 4. október 2022 11:54
Nýr Svartur pardus og neðansjávar þjóðir Ný stikla vegna nýrrar Black Panther kvikmyndar, „Black Panther 2: Wakanda Forever“ var birt í gær. Stiklan gefur meiri innsýn inn í komandi kvikmynd sem verður frumsýnd þann 11. nóvember næstkomandi. Bíó og sjónvarp 4. október 2022 10:53
Kennir gagnkynhneigðum um slæmt gengi kvikmyndarinnar Miðasala fyrir nýju kvikmyndina Bros gekk heldur dapurlega um helgina en Billy Eichner, leikstjóri, höfundur og einn aðalleikari myndarinnar, segir það ekki við myndina sjálfa að sakast, heldur gagnkynhneigt fólk sem mætti ekki. Bíó og sjónvarp 3. október 2022 15:53
„Það er ekki hægt að kaupa ánægju með peningum“ Kvikmyndaleikstjórunum Albert Serra og Alexandre O. Philippe voru veitt heiðursverðlaun RIFF 2022 fyrir framúrskarandi listræna sýn. Leikstjórarnir eru staddir hér á landi og veittu verðlaununum móttöku fyrir helgi í Húsi máls og menningar. Bíó og sjónvarp 3. október 2022 15:30
Persónuleg heimildarmynd um einstakt ferðalag til Nepal Listamaðurinn Brandur Bryndísarson Karlsson deilir ævintýralegu ferðalagi sínu til Nepal í nýfrumsýndri heimildarmynd sem ber nafnið Atomy og er eftir Loga Hilmarsson. Myndin segir frá einstöku ferðalagi Brands þegar hann fór að hitta meistara austrænna lækningafræða, Rahuk Bharti, og var frumsýnd á RIFF í gærkvöldi. Bíó og sjónvarp 3. október 2022 13:31
Ákærður fyrir fjárdrátt í tengslum við kvikmyndina Grimmd Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Honum er gefið að sök að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti. Innlent 2. október 2022 10:10
Boðið að gista í kofa Sanderson systra Kvikmyndin Hocus Pocus 2 mun birtast á streymisveitunni Disney+ á morgun og í tilefni þess mun Airbnb bjóða tveimur heppnum að gista í kofa sem gert er eftir kofa Sanderson systra í kvikmyndinni. Kofinn er staðsettur í Salem í Massachusetts. Bíó og sjónvarp 29. september 2022 23:11
RIFF sett í nítjánda skipti: „Hvað í f******** er í gangi?“ RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er sett í dag. Hátíðin er haldin í nítjánda skipti frá 29. september til 9. október og fer hún fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Fjöldi mynda kemur hingað beint af helstu kvikmyndahátíðum heimsins. Bíó og sjónvarp 29. september 2022 13:31
Segir grátlegt að hafa verið dregin á asnaeyrum í átta ár af kvikmyndasjóði Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona með meiru, birtir mikla grein á Vísi þar sem hún lýsir sannkallaðri píslargöngu sinni með handrit sem stöðugt var vísað frá af Kvikmyndasjóði Íslands. Menning 28. september 2022 12:52
Kaldur raunveruleiki konu í kvikmyndagerð og viðleitni hennar í áratug við að koma bíómynd á koppinn Þegar ég sest niður til að fara yfir síðasta áratug og rifja upp rússíbanareiðina sem ég er búin að ganga í gegnum við að reyna koma kvikmynd á koppinn, er ég löngu komin yfir frústerasjón og taugatitring, því eitt af því sem þetta ferli hefur kennt mér er æðruleysi og óþrjótandi þolinmæði. Skoðun 28. september 2022 12:40
Hannes Þór tryggir sér Húsið eftir Stefán Mána Framleiðslufyrirtæki Hannesar Þórs Halldórssonar hefur keypt kvikmyndaréttinn að bókinni Húsið eftir Stefán Mána. Spennusagan kom út árið 2012. Bíó og sjónvarp 28. september 2022 09:24
Rússar sniðganga Óskarinn Rússar ætla ekki að senda inn tilnefningu til bestu erlendu kvikmyndarinnar á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fer fram í mars á næsta ári. Formaður rússnesku Óskarstilnefninganefndarinnar hefur sagt af sér vegna málsins. Bíó og sjónvarp 27. september 2022 23:45
Hugh Jackman tekur klærnar af hillunni fyrir Deadpool 3 Ryan Reynolds, sem er aðalsprautan í kvikmyndunum um andhetjuna ódrepandi Deadpool, birti rétt í þessu myndskeið þar sem hann staðfestir að Hugh Jackman muni enn einu sinni leika ofurhetjuna vinsælu Wolverine í þriðju kvikmyndinni um Deadpool. Bíó og sjónvarp 27. september 2022 21:43
„Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. Atvinnulíf 27. september 2022 07:02
Gervigreind tekur við af James Earl Jones Maðurinn sem hefur ljáð Stjörnustríðsillmenninu Svarthöfða rödd sína í tugi ára mun ekki koma til með að tala inn á fleira efni sem inniheldur persónuna. Þess í stað mun gervigreind sjá til þess að Svarthöfði muni aldrei þurfa nýja rödd. Bíó og sjónvarp 26. september 2022 22:02
HBO birtir fyrstu stiklu Last of Us HBO birti í dag fyrstu stiklu þáttanna Last of Us. Þættirnir byggja á samnefndum tölvuleikjum og eru gerðir af Craig Mazin, sem skrifaði þættina Chernobyl. Þau Pedro Pascal og Bella Ramsey eru í aðalhlutverkum sem þau Joel og Ellie. Bíó og sjónvarp 26. september 2022 16:33
Sprenging við Hörpu í fyrsta sýnishorninu úr Heart of Stone Í nýju myndbandi um gerð kvikmyndarinnar Heart of Stone má sjá atriði sem tekin voru við Hallgrímskirkju, Hörpu og í íslenskri náttúru. Bíó og sjónvarp 26. september 2022 11:45
Svona tók fólk skjáskot í gamla daga Vakin var athygli á einkar athyglisverðri senu úr hversdagslífi óbreytts Kópavogsbúa í Íslandi í dag á miðvikudag, þar sem Árni Jón Árnason sagði frá ávana sínum að taka myndir af sjónvarpi sínu með hefðbundinni stafrænni myndavél til að halda utan um sjónvarpsminningarnar. Sýnd var sena úr nýrri kvikmynd, Velkominn Árni, sem hefur vakið töluverða athygli að undanförnu. Menning 26. september 2022 09:09
Slegið á eftirvæntinguna þann 9. nóvember Æstir aðdáendur sjónvarpsþáttarins The Crown geta farið að koma sér upp lager af poppi eða öðru snakki að eigin vali. Fimmta þáttaröð þáttanna fer í sýningu þann 9. nóvember næstkomandi. Bíó og sjónvarp 24. september 2022 22:28
Leiðir skilja hjá enn einu Bachelor parinu Bachelor þátttakendurnir Clayton Echard og Susie Evans tilkynntu aðdáendum Bachelor heimsins um sambandsslit sín á Instagram í gær. Parið hafði verið saman síðan seríu Echard sem Bachelor lauk. Bíó og sjónvarp 24. september 2022 13:17
Louise Fletcher er látin Bandaríska leikkonan góðkunna, Louise Fletcher er látin, 88 ára að aldri. Fletcher var einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem hjúkrunarfræðingurinn Ratched í kvikmyndinni Gaukshreiðrinu, eða One Flew Over the Cuckoo‘s Nest, frá árinu 1975. Bíó og sjónvarp 24. september 2022 10:06
Horfðist í augu við eigin fordóma um Veru við gerð myndarinnar Tizza Covi og Rainer Frimmel verða viðstödd sýningunni á Veru á RIFF í næstu viku. Eins og fram hefur komið hér á Vísi er verðlaunamyndin Vera opnunarmynd hátíðarinnar í ár. Bíó og sjónvarp 23. september 2022 15:49
Sýna gamanmynd með Will Ferrell í bílabíóinu í ár Bílabíó RIFF verður haldið laugardaginn 24. september kl. 19, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Ergo. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir á efra bílastæðaplani við verslunarmiðstöðina Smáralind þar sem tekið verður vel á móti bíó þyrstum bílstjórum og vinum þeirra. Bíó og sjónvarp 22. september 2022 16:00
Gamla gengið sameinað á ný í „Beverly Hills Cop: Axel Foley“ Fjórða myndin í Beverly Hills Cop seríunni, „Beverly Hills Cop: Axel Foley“ er í framleiðslu hjá Netflix. Leikararnir Eddie Murphy, Judge Reinhold, John Ashton og Bronson Pinchot komi saman á ný í þessari væntanlegu viðbót við seríuna. Síðasta mynd seríunnar kom út árið 1994. Bíó og sjónvarp 21. september 2022 19:11
Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. Bíó og sjónvarp 21. september 2022 15:49
Áhugi Íslendinga á evrópskum þáttaröðum hefur stóraukist Efnisveitan Stöð 2+ hefur samið við þjónustuna Kritic sem eykur úrval þáttaraða á hinum ýmsu tungumálum eins og til dæmis frönsku, dönsku, norsku, ítölsku, spænsku, pólsku og þýsku. Áhugi Íslendinga á evrópsku efni hefur stóraukist síðustu misseri. Bíó og sjónvarp 20. september 2022 12:31
Mættu í sínu fínasta pússi á Edduna Edduverðlaunin voru afhent við hátíðlega viðhöfn í Háskólabíói í gær. Það besta í innlenndri þátta- og kvikmyndagerð var þar verðlaunað. Lífið 19. september 2022 15:01
Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. Bíó og sjónvarp 19. september 2022 00:02