Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Gatti hetja Juventus | Rómverjar með forystu

Federico Gatti reyndist hetja Juventus er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Sevilla í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma vann Roma góðan 1-0 sigur gegn Bayer Leverkusen í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Lundúna­liðin unnu stór­sigra

Chelsea og Arsenal unnu bæði stórsigra í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Bæði lið eru enn í bullandi toppbaráttu en Englandsmeistarar Chelsea eiga leik til góða á Manchester United sem situr á toppi deildarinnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fjórir Val­sarar í liði fyrsta fjórðungs Bestu deildarinnar

Strákarnir í Þungavigtinni gerðu upp fyrsta fjórðung í Bestu deild karla og völdu bestu menn og lið fjórðungsins. Þá var veikasti hlekkurinn einnig valinn. Víkingurinn Oliver Ekroth var bestur að mati strákanna og Hlynur Freyr Karlsson Valsari var valinn sá besti ungi eftir mikla samkeppni frá Ísaki Andra Sigurgeirssyni í Stjörnunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Úrslitaleikur í næstu viku á okkar heimavelli“

Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, var nokkuð brattur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Real Madrid í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir að framundan sé úrslitaleikur á þeirra eigin heimavelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Allt undir í seinni leiknum eftir jafntefli í Madríd

Real Madrid og Manchester City gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið mætast í undanúrslitum keppninnar, en í fyrra fór Real Madrid áfram á dramatískan hátt.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu“

Ingimar Helgi Finnsson eða litla flugvélin eins og hann er oft þekktur mætti til Sverris Mar í hlaðvarpið „Ástríðan: hetjur neðri deildanna“ á dögunum og ræddi þar sinn feril í neðri deildum Íslands í fótbolta. Eins og gengur og gerist þá eru til ansi margar góðar sögur af liðum í neðri deildum og Ingimar fór yfir eina þeirra þar sem lið Árborgar á það til að fara í nektarhlaup.

Íslenski boltinn