Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Everton vill Anthony Elanga á láni

Það styttist í að vetrarglugginn á Englandi opni og eru félögin í ensku úrvalsdeildinni farin að líta í kringum sig. Samkvæmt The Athletic er Everton sagt áhugasamt um að fá Anthony Elanga, leikmann Manchester United, á láni.

Sport
Fréttamynd

Totten­ham kom til baka gegn Brent­ford

Enska úrvalsdeildin í fótbolta fór af stað með pompi og prakt eftir nokkurra vikna frí vegna HM í Katar. Fyrsti leikur dagsins var leikur Brentford og Tottenham Hotspur en hann var vægast sagt spennandi, lokatölur 2-2.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fjöldi stór­stjarna getur samið við ný lið í janúar

BT Sport hefur tekið saman hvaða knattspyrnumenn verða samningslausir næsta sumar því það þýðir að í janúar mega þeir hefja samningaviðræður við erlend félög. Á listanum má finna leikmenn á borð við Lionel Messi, Jorginho, Milan Škriniar og Karim Benzema.

Fótbolti
Fréttamynd

Suárez á leið til Brasilíu

Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Luis Suárez er á leið til Gremio í brasilísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Suárez lék seinast með Nacional í heimalandinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir að Phillips hafi komið of þungur heim af HM

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að ástæðan fyrir því að miðjumaðurinn Kalvin Phillips hafi ekki verið í leikmannahópnum þegar liðið mætti Liverpool í enska deildarbikarnum síðastliðinn föstudag hafi verið að leikmaðurinn hafi komið of þungur heim af HM í Katar.

Fótbolti
Fréttamynd

Er ein­hver eftir í Kefla­vík?

Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn í raðir FH eftir að hafa spilað með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur nú yfirgefið Keflavík og því vert að spyrja sig hvort einhver sé eftir í liðinu sem náði góðum árangri á síðustu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ör­v­fættir mið­verðir eftir­sóttir

Áherslan á að halda boltanum betur og spila honum hraðar sín á milli í heimsfótboltanum þýðir að nú eru öll félög í óðaönn að leita sér að örvfættum miðvörðum. Það vekur athygli hversu mörg lið geta boðið upp á tvíeyki í miðverði sem innihalda bæði rétt- og örvfættan leikmann í Bestu deild karla á meðan sama er ekki upp á teningnum í Bestu deild kvenna.

Fótbolti
Fréttamynd

Rani­eri ekki dauður úr öllum æðum

Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Claudio Ranieri hefur tekið að sér sitt 23. þjálfarastarf á ferlinum. Hann var á Þorláksmessu ráðinn þjálfari Cagliari sem spilar í Serie B á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Lífið breyttist á skot­stundu“

„Ef ég á að vera hreinskilin þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tíu leik­menn sem hækkuðu veru­lega í verði á HM

Það eru alltaf nokkrir leikmenn sem koma skemmtilega á óvart á stórmótum í fótbolta. Þá eru að sama skapi nokkrir leikmenn sem eru eftirsóttir en spila það vel að þeir hækka verulega í verði. Hér að neðan má sjá hvaða tíu leikmenn hækkuðu hvað mest í verði á HM í Katar sem lauk þann 18. desember síðastliðinn með því að Lionel Messi varð loks heimsmeistari.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir að De Bru­yne spili betur þegar reiður sé

Pep Guardiola, þjálfari Kevin De Bruyne hjá Manchester City, segir að Belginn spili hvað best þegar hann sé pirraður. De Bruyne mætti fúllyndur heim frá Katar eftir að Belgía féll úr leik í riðlakeppni HM en miðjumaðurinn sýndi sínar bestu hliðar í sigri á Liverpool í deildarbikarnum í liðinni viku.

Enski boltinn
Fréttamynd

Messi verður á­fram í París

Það stefnir allt í að heimsmeistarinn Lionel Messi framlengi samning sinn við París Saint-Germain. Núverandi samningur hans rennur út næsta sumar.

Fótbolti