Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir

Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél

23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir.

Innlent
Fréttamynd

Aukið álag og engin árshátíð vegna WOW

Afleiðingar gjaldþrots WOW air teygja anga sína víða. Hætt hefur verið við árshátíðarferð starfsfólks Vinnumálastofnunar, sem fara átti fram erlendis, vegna gjaldþrots flugfélagsins. Starfsfólkið svekkt en stendur þó þétt saman.

Innlent
Fréttamynd

Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu

Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Isavia fær frest til að skila gögnum

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation krefst þess að fá afhenta Airbus flugvél sem Isavia kyrrsetti við gjaldþrot WOW air í lok síðasta mánaðar. Héraðsdómur Reykjaness tók í dag fyrir dómsmál bandaríska félagsins gegn Isavia og veitti Isavia frest til þriðjudags til að skila greinargerð.

Viðskipti innlent