Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Á­minning um auð­lindir

Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu?

Skoðun
Fréttamynd

Rétta hugar­farið

Nú er marsmánuður að renna í garð. Við erum að sigrast á Covid, þetta æðislega veður með sínum viðvörunum og her Pútíns að djöflast í Kænugarði. Ég veit ekki með ykkur en þetta allt hjálpar mér ekki að byrja árið með stæl.

Skoðun
Fréttamynd

Heilsusamlegir smoothies fyrir okkur og jörðina

Heilsuvara vikunnar á Vísi er innocent Smoothies. innocent smoothies eru stútfullir af vítamínum og trefjum. Þá hefur innocent aldrei sett viðbættan sykur út í drykki og mun aldrei gera. Drykkirnir fást í átta mismunandi bragðtegundum og hægt er að velja sér sinn smoothie eftir því hvað hentar hverjum degi, til dæmis með góðgerlum, blátt spirulina eða engifer.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Um langvinna verkjasjúkdóma og heilann

Á 17. öld kom Descartes fram með þá kenningu að líkaminn væri eins og vél, ef verkur kemur t.d. í fæti þá er einhver “bilun” þar sem þurfi að skoða. Nú er 21. öldin og vísindin eru komin ansi langt frá 17. öldinni. Taugavísindin eru að sýna okkur með rannsókn eftir rannsókn að kenning Descartes á sjaldnast við þegar verkir eru orðnir langvinnir.

Skoðun
Fréttamynd

„Innblásturinn er alls staðar ef þú ert móttækilegur“

MMA bardagakappinn Gunnar Nelson er þekktur fyrir yfirvegað viðmót og mikla velgengni í sínu fagi. Gunnar er 33 ára gamall tveggja barna faðir og maki Fransisku Bjarkar Hinriksdóttur, sálfræðings. Gunnar hefur meðal annars gaman að því að læra nýja hluti og passar sig að hafa augun opin fyrir innblæstri úr ýmsum áttum. Hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

Að vera kvíðin yfir því að verða kvíðin

Við erum alla daga að kljást við að vera okkar besta útgáfa. Það er alltaf draumurinn: Að líða vel, vera kát, ganga vel í vinnu og einkalífi. Hljómar kannski auðvelt en svo margt í dagsins amstri getur verið streituvaldandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Lífið er ekki alltaf prumpandi glimmer“

Rakel Sigurðardóttir sneri við blaðinu eftir að hún útskrifaðist sem leikkona, skipti um stefnu og lærði að verða andlegur einkaþjálfari. Hún tók þessa ákvörðun eftir að eigin vanlíðan byrjaði að gera vart við sig og sér ekki eftir því í dag. Í náminu felst fyrst og fremst mikil og djúp innri sjálfsvinna sem hefur verið henni dýrmæt. Hún segir lífið ekki alltaf vera prumpandi glimmer en það þurfi heldur ekki að vera þjáning.

Lífið
Fréttamynd

„Lífið er of stutt fyrir vondan mat“

Aldís Amah Hamilton er leikkona, hundamamma, vegan áhugakokkur og lífskúnstner sem fór með aðalhlutverk í spennuþáttunum Svartir Sandar sem sýndir voru á Stöð 2. Ásamt því að vinna við það sem hún elskar er hún dugleg að hlusta á hlaðvörp um morðingja, spila PS4 og ýmislegt fleira. Aldís Amah er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

Hreyfum okkur saman: Tabata

Í þætti dagsins af Hreyfum okkur saman sýnir Anna Eiríks tabata-æfingu. Kröftug æfing sem myndar mikinn eftirbruna.

Heilsa
Fréttamynd

Klifurfélag Reykjavíkur - 20 ára

Sunnudaginn 13. febrúar næstkomandi eru 20 ár liðin frá stofnun Klifurfélags Reykjavíkur. Stofnfelagar voru 19 og var skipuð 5 manna stjórn, sem skipti með sér verkum, og var Hallgrímur Örn Arngrímsson skipaður fyrsti formaður félagins.

Skoðun
Fréttamynd

Dásamlegu kósýfötin sem fólk fæst ekki úr

Kósýfötin frá Boody eru dásamlega létt og mjúk, rafmagnast ekki og anda vel. Jónína Birna Björnsdóttir, vörumerkjastjóri hjá OJK-ÍSAM segir Boody línuna hafa slegið í gegn enda enginn venjulegur fatnaður hér á ferð. Boody línan er framleidd úr lífrænum bambus við bestu aðstæður.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Stofnuðu PCOS samtök Íslands: Þessi hópur þurfti málsvara

PCOS samtök Íslands hafa verið stofnuð sem málsvari fyrir hóp þeirra einstaklinga sem eru með sjúkdóminn og er búið að opna á skráningu fyrir meðlimi. Áætlað er að um 10-15% kvenna á frjósemiskeiði séu með PCOS sem gerir þetta einn algengasta innkirtlasjúkdóminn hjá konum.

Lífið
Fréttamynd

„Fólk heldur að við séum búin að vera saman í tuttugu ár“

Þau Ingi og Linda kynntust í gegnum Crossfit-samfélagið á Akureyri og voru þau góðir vinir í nokkur ár áður en þau byrjuðu loks saman árið 2019. Þau segja það koma mörgum á óvart hve stutt sé síðan þau byrjuðu saman, þar sem þau séu búin að gera svo ótrúlega margt á skömmum tíma. 

Lífið
Fréttamynd

Yoga Nidra hugleiðsla með Auði Bjarna

Í sérstökum þætti af hlaðvarpinu Kviknar er einstök Yoga Nidra hugleiðsla með Auði Bjarna hjá Jógasetrinu. Yoga Nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og hjálpar fólki að slaka vel á. 

Lífið