Silversun Pickups vilja ólm spila á Íslandi Sjötta plata sveitarinnar The Silversun Pickups, Physical Thrills, kom út í vikunni. Brian Aubert söngvari hljómsveitarinnar var á línunni við Ómar Úlf á X-977. Tónlist 25. ágúst 2022 09:59
Börnin stálu senunni af Emmsjé Gauta á Menningarnótt Rapparinn Emmsjé Gauti kom fram á Tónleikaveislu Bylgjunnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt. Tónlist 25. ágúst 2022 09:37
„Það eru ekki bara æfingarnar sem eru harðar“ Fyrrum fótboltastjarnan Rúrik Gíslason er duglegur að birta myndir af lífi sínu og leik á Instagram en nóg virðist vera að gera hjá honum í módelstörfum, tónlist og ýmiskonar verkefnum. Lífið 24. ágúst 2022 16:21
Ætlar að synda í myrkrinu Rex Pistols hefur vakið athygli fyrir tónlist sína í grasrótarhreyfingum íslensks tónlistarlífs. Rex Beckett, manneskjan á bak við verkefnið, heldur sína síðustu tónleika næstkomandi föstudag en ætlar svo að loka dyrunum í bili og hefja nýjan kafla. Blaðamaður tók púlsinn á Rex. Tónlist 24. ágúst 2022 15:30
Nýtt stjörnupar: Ásgeir Trausti og Karítas fundu ástina Þau eru sannarlega músíkalskt par, tónlistarfólkið Ásgeir Trausti og Karítas Óðinsdóttir sem nýlega fundu ástina. Lífið 24. ágúst 2022 15:02
Rafmögnuð stemning í Kolaportinu á Menningarnótt Menningarnæturtónleikar X977 voru haldnir í Kolaportinu á laugardaginn og það var gríðarleg stemming í salnum. Vel var mætt á tónleikana enda einvala lið tónlistafólks sem kom þar fram eins og áður. Lífið 24. ágúst 2022 13:30
Tónleikum frestað með eins dags fyrirvara en verða haldnir 353 dögum síðar Tónleikar Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í gær en var frestað með eins dags fyrirvara í fyrradag hafa fengið nýja dagsetningu. Samkvæmt tilkynningu skipuleggjenda munu þeir fara fram 11. ágúst 2023, eða 353 dögum eftir að þeir áttu fyrst að fara fram. Innlent 24. ágúst 2022 11:35
Sandy er komin með nýjan Danny Jóhanna Guðrún, sem fer með hlutverk Sandy, er komin með nýjan Danny í Grease tónleikasýningunni og er það enginn annar en Magnús Kjartan Eyjólfsson sem tekur við hlutverkinu. Leikstjórn sýningarinnar er í höndum Grétu Salóme. Lífið 24. ágúst 2022 10:28
Markéta Irglová sótti innblástur í Bridgerton Tónlistarhjónin Markéta Irglová og Sturla Mio Þórisson gáfu á dögunum út plötuna LILA sem er þeirra önnur plata í fullri lengd saman. Hún er gefin út í samstarfi við Secretly Canadian og Overcoat Recordings en sjálf reka þau útgáfuna Masterkey Sounds. Lífið 23. ágúst 2022 13:31
Sigurlíkur Íslands tvisvar sinnum meiri í ár Fimm kvikmyndir eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 sem fagna 20 ára afmæli í ár. Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar er fulltrúi Íslands í ár og berst meðal annars um nafnbótina við Volaða land, kvikmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar, sem er fulltrúi Danmerkur. Bíó og sjónvarp 23. ágúst 2022 10:14
Andrej Kúrkov hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár og mun hann koma til Íslands þann 7. september til að veita þeim viðtöku. Menning 23. ágúst 2022 09:08
Ritskoðendur í Kína breyttu endinum á Skósveinunum: Gru rís upp Ritskoðendur í Kína breyttu endinum á teiknimyndinni Skósveinunm: Gru rís upp. Ritskoðunin er enn eitt dæmi þess að yfirvöld í Kína breyti Hollywood-myndum eða ritskoði þær fyrir innlendan markað. Bíó og sjónvarp 23. ágúst 2022 08:07
Laura Whitmore segir skilið við Love Island Laura Whitmore, stjórnandi og kynnir hins gífurvinsæla stefnumótaþáttar Love Island, hefur ákveðið að leita á ný mið og segja skilið við þáttinn. Whitmore hefur verið kynnir þáttarins undanfarin tvö ár. Lífið 22. ágúst 2022 23:14
Tónleikum Lewis Capaldi frestað vegna vandamála við framkvæmd þeirra Tónleikum Skotans Lewis Capaldi, sem fara áttu fram í Laugardalshöll á morgun, hefur verið frestað vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd þeirra. Tónlist 22. ágúst 2022 20:15
Svala Björgvins skein skært í Tónleikaveislu Bylgjunnar Svala Björgvins kom fram á Tónleikaveislu Bylgunnar á Menningarnótt. Tónlistarmaðurinn Haffi Haff deildi sviðinu með henni og tóku þau meðal annars lagið Wiggle Wiggle song, sem Svala samdi á sínum tíma og Haffi söng í undankeppni Eurovision árið 2008. Tónlist 22. ágúst 2022 16:00
Frumsýning: Gusgus og Æði strákarnir í eina sæng Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við glænýtt lag hljómsveitarinnar Gusgus. Lagið ber nafnið „Hold me in your arms again“ og hér skína Æði strákarnir skært við grípandi tóna en Jóhann Kristófer Stefánsson, leikstjóri Æði þáttanna, er einnig leikstjóri myndbandsins. Tónlist 22. ágúst 2022 13:30
Fingurinn bjargaðist rétt í tæka tíð Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson lenti í smá hryllingssögu að eigin sögn þegar hann vaknaði með slæma sýkingu í vísifingri og framundan voru tvennir tónleikar um kvöldið. Blessunarlega fór betur en á horfðist en hann deildi þessu á Instagram síðu sinni. Tónlist 22. ágúst 2022 12:30
Konur dansa til stuðnings Sönnu Myllumerkið #SolidarityWithSanna, lauslega þýtt sem samstaða með Sönnu, hefur slegið í gegn á Twitter í kjölfar þess að myndbönd af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, dansa láku á netið. Undir myllumerkinu hafa konur byrjað að birta myndbönd af sér að dansa til stuðnings við forsætisráðherrann. Erlent 22. ágúst 2022 11:31
Nánasti samstarfsmaður Stanley Kubrick er látinn Breski leikarinn Leon Vitali, sem þekktur er að hafa verið nánasti samstarfsmaður leikstjórans Stanley Kubrick, er látinn, 74 ára að aldri. Lífið 22. ágúst 2022 11:16
Af hverju er alltaf svona vandræðalegt að syngja afmælissönginn? „Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Jónas, hann á afmæli í dag.“ Höldum við áfram núna? er spurning sem vaknar í huga margra einmitt þegar þetta erindi klárast. Væri ekki hægt að komast að samkomulagi um eitt eða tvö erindi íslenska afmælissöngsins? Menning 22. ágúst 2022 08:00
„Ég veit það hljómar fáránlega en mér finnst betra að vera í Kyiv en á Íslandi“ Listamaðurinn Óskar Hallgrímsson er kominn aftur heim til Kænugarðs í Úkraínu eftir að hafa verið á Íslandi í nokkrar vikur. Hann segir ferðalagið hafa verið langt en hann sé feginn að vera kominn aftur heim, þrátt fyrir stríð í landinu. Innlent 21. ágúst 2022 07:12
Tónlistarveisla Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Tónlistarveisla Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Sýnt verður frá viðburðinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísi. Tónlist 20. ágúst 2022 17:01
22 ára gamalt lag slær í gegn í nýjum búning Franski plötusnúðurinn David Guetta sendi nýlega frá sér lagið Family Affair (Dance For Me) og er um að ræða endurgerð á sögulegu lagi sem Mary J. Blidge sendi frá sér árið 2001. Lagið hefur náð vinsældum hérlendis og situr í 16. sæti íslenska listans um þessar mundir. Tónlist 20. ágúst 2022 16:00
Idol leitar að stjörnu í Reykjavík Framleiðendur Idolsins hafa verið á leið sinni um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Síðasta stoppið er Reykjavík þar sem prufur fara fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 13:00. Jafnframt er þetta síðasti dagurinn þar sem hægt er að senda inn prufur í rafrænu formi. Lífið 20. ágúst 2022 10:01
Menningarnæturtónleikar X977 snúa aftur en nú á nýjum stað Sögulegir Menningarnæturtónleikar X977 í Portinu á Bar 11 snúa nú aftur í ár í nýju porti, Kolaportinu. Tónlist 19. ágúst 2022 19:00
Aldrei boðið í partý nema gítarinn fylgi með Allt frá því að tónlistarmaðurinn Sváfnir fékk sinn fyrsta gítar um tíu ára gamall hefur það verið einhverskonar náttúrulögmál að gítarinn rati í hendurnar á honum þar sem fólk kemur saman á mannamótum og í partýjum. Sváfnir var nú að senda frá sér nýtt lag, Gítarinn, en í laginu fjallar hann um blessun og bölvun gítarleikarans að vera aldrei boðið í partý nema að gítarinn fylgi með. Tónlist 19. ágúst 2022 18:01
„Sumt er á yfirborðinu, annað lendir undir“ Listakonan Sandra H. Andersen sækir innblástur í áhugaverðar konur í listsköpun sinni en hún hefur verið búsett í Bandaríkjunum síðastliðin átta ár, fyrst í Los Angeles og svo í New York þar sem hún býr í dag. Sandra stendur fyrir sýningunni Lag eftir lag sem er einungis opin á morgun, Menningarnótt, en blaðamaður heyrði í henni og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim. Menning 19. ágúst 2022 17:01
Dorrit stal senunni á frumsýningu Beast Í gær var kvikmyndin Beast frumsýnd, sem Baltasar Kormákur leikstýrði, og fór frumsýningin fram í Laugarásbíó. Það var þó engin önnur er Dorrit Moussaieff sem stal senunni og hélt uppi stuðinu á staðnum. Lífið 19. ágúst 2022 15:31
Hamagangi Rúriks við orgelið lauk með brothljóði SOS Barnaþorpunum á Íslandi hafa undanfarna mánuði borist peningagreiðslur frá sjónvarpsstöðvum í Þýskalandi sem nema samtals tæplega 2,2 milljónum króna. Lífið 19. ágúst 2022 15:24
„Hefði hlegið að mér og sagt að mig væri að dreyma of stórt“ Hin 19 ára gamla Kolbrún Óskarsdóttir, jafnan þekkt sem KUSK, hefur átt öflugt tónlistarár. Hún sigraði Músíktilraunir í mars síðastliðnum og hefur komið fram á tónleikum víða um landið síðan þá. KUSK var að senda frá sér lagið UNDAN BERUM HIMNI, sem er jafnframt fyrsti síngúll af væntanlegri plötu. Tónlist 19. ágúst 2022 15:00