„Það eru bara örfáir lukkunnar pamfílar sem hafa ekki lent á vegg“ Hljómsveitin FLOTT gaf nýlega frá sér lag sem ber heitið „Boltinn hjá mér“. Lagið er um kómísku hliðar stefnumótalífsins, er orkumikið og átti upphaflega ekki að vera gefið út. Lífið 17. júlí 2022 13:30
Rangt að ákveða að hljómsveitir séu ekki starfandi án þess að heyra í þeim Elíza Geirsdóttir Newman segir rangt af skipuleggjanda tónleikanna Rokks í Reykjavík að ákveða að Kolrassa krókríðandi væri ekki starfandi án þess að tékka á því. Hún segir tónlistarmannaúrvalið á tónleikunum tímaskekkju og til að breyta karlastemmingu í rokki þurfi að gefa konum pláss. Innlent 17. júlí 2022 12:47
Chloe: Er glansmyndin ekki alltaf fölsk? Amazon Prime Video framleiddi í samstarfi við BBC þáttaröðina Chloe, sem nú er hægt að sjá á streymisveitunni. Hún fjallar um Becky, rúmlega þrítuga konu, sem býr enn hjá móður sinni. Þegar Chloe, sem Becky hefur fylgst með á Instagram, fremur sjálfsmorð fer Becky á stúfana og grennslast fyrir um málið. Gagnrýni 17. júlí 2022 12:08
„Bónus ef að fólk leggur við hlustir og tala nú ekki um ef það hefur gaman af því í leiðinni“ Jafet Máni Magnúsarson var að gefa út sitt fyrsta lag, Tengja mig, undir listamannsnafninu JAFET. Blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira. Tónlist 17. júlí 2022 11:00
Einn handritshöfunda Big Mouth látinn Grínistinn og leikarinn Jak Knight er látinn. Knight er þekktastur fyrir að hafa verið einn af handritshöfundum teiknimyndaþáttanna Big Mouth sem eru afar vinsælir á Netflix. Lífið 16. júlí 2022 22:47
Kodak Black enn og aftur handtekinn Bill Kahan Kapri, betur þekktur sem Kodak Black, var handtekinn í gær í Flórída-ríki. Þetta er í áttunda skiptið sem þessi 25 ára rappari er handtekinn og í annað sinn á þessu ári. Lífið 16. júlí 2022 19:43
Íslenska sumarið nálgast toppinn Tónlistarmaðurinn Gummi Tóta skipar þriðja sæti íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið sitt Íslenska sumarið. Söngkonan Klara Elias situr staðföst í fyrsta sætinu með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór skipa annað sæti með lagið Dansa. Því eru efstu þrjú lög vikunnar íslensk. Tónlist 16. júlí 2022 18:01
Ekki rétt að engar konur spili á umdeildum tónleikum Tónleikarnir Rokk í Reykjavík hafa vakið athygli vegna algjörs skorts á konum í hópi fjörutíu tónlistarmanna á auglýsingaplakati tónleikanna. Einn skipuleggjenda segir umræðuna bjagaða, það sé ekki rétt að engar konur komi fram á tónleikunum og að skipuleggjendur séu að vinna í því að bæta hljómsveitum með konum við. Innlent 16. júlí 2022 12:38
Bókasafn óstarfhæft vegna óánægju með hinsegin bókmenntir Bókasafni í bænum Vinton í Iowa hefur verið lokað tímabundið vegna uppsagna meirihluta starfsfólksins. Ástæðurnar fyrir uppsögnunum segir starfsfólkið vera áreitni bókasafnsgesta á starfsfólkinu yfir útleigu safnsins á hinsegin bókmenntum. Erlent 15. júlí 2022 17:05
Snjórinn skellur á eins og stjörnuhríð á bílrúðunni Í gær, fimmtudaginn 14. júlí gefur Ásgeir út fyrstu smáskífuna af væntanlegri plötu – Time On My Hands – sem kemur út á vegum útgáfu fyrirtækisins One Little Independent í október. Albumm 15. júlí 2022 14:30
Halda orkustiginu í hæstu hæðum Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. Tónlist 15. júlí 2022 11:31
Samdi lag til unnustunnar á svipuðum tíma og hann ákvað að biðja hennar Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar var að senda frá sér lagið Alltaf Þú en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá. Tónlist 15. júlí 2022 07:30
Íslenska fjárhundinum fagnað á Árbæjarsafni Dagur íslenska fjárhundsins verður haldinn hátíðlegur á Árbæjarsafni mánudaginn 18. júlí frá klukkan eitt til fimm. Þar munu íslenskir fjárhundar og eigendur þeirra koma saman til að heilsa upp á gesti og gangandi. Menning 14. júlí 2022 16:56
Rýnt í stiklu Rings of Power Amazon Studios birtu í dag nýja stiklu fyrir þættina The Rings of Power en þeir byggja á Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkien. Þættirnir gerast þúsundum ára áður en Aragorn steig sín fyrstu skref í Rivendell. Bíó og sjónvarp 14. júlí 2022 15:29
Þjóðhátíð 2022: Frumsýning á órafmagnaðri útgáfu af Ástin á sér stað Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýrri útgáfu Þjóðhátíðarlagsins Ástin á sér stað. Klara Elias og Sverrir Bergmann sameinuðu krafta sína á dögunum og senda hér frá sér órafmagnaða útgáfu af þessu lagi. Tónlist 14. júlí 2022 12:31
Tekur lögin sem skapa mestu stemninguna Tónlistarkonan Guðrún Árný hefur vakið athygli í íslenska tónlistarheiminum fyrir kraftmikla rödd sína. Hún er þaulvön að koma fram og syngja fyrir stóran hóp áhorfenda og hlakkar mikið til að syngja fyrir og með öllum Þjóðhátíðargestum í ár. Tónlist 14. júlí 2022 11:30
Ben Stiller í Flatey með Ólafi Darra Stórleikarinn Ben Stiller virðist vera staddur á landinu og samkvæmt Eiríki Jónssyni sást hann í Flatey á Breiðarfirði með vini sínum og samstarfsfélaga Ólafi Darra leikara. Lífið 14. júlí 2022 11:14
Gaurar að borða sterkan mat í köldum potti, geðheilsumálverk og geislasverð Hópur ungmenna heldur listasýningu í Gerðarsafni í kvöld sem er afrakstur sumarstarfs þar sem krakkarnir hafa fengið að kynnast alls konar samtímalist. Til sýnis verða meðal annars tveir gaurar í köldum potti að borða sterkan mat, málverk af geðheilsu og geislasverðabardagi. Menning 14. júlí 2022 10:52
Hulið verk Van Gogh fannst í Skotlandi Hulið verk eftir listamanninn Vincent Van Gogh fannst við röntgenskoðun á öðrum verkum á safni í Skotlandi. Erlent 14. júlí 2022 08:49
Frumsýning á Vísi: Tónlistarmyndband Ásgeirs Trausta við lagið Snowblind Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýju lagi og tónlistarmyndbandi frá tónlistarmanninum Ásgeiri. Lagið heitir Snowblind og er hér um að ræða fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu, Time On My Hands, sem kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins One Little Independent í október. Tónlist 14. júlí 2022 07:30
Ákærðir fyrir að selja stolna texta af Hotel California Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa selt handskrifaða texta Don Henley, söngvara Eagles, af lögum plötunnar Hotel California. Textunum var stolið á áttunda áratug síðustu aldar. Erlent 13. júlí 2022 23:41
Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. Innlent 13. júlí 2022 22:00
Ætla að bjóða upp á auglýsingar með aðstoð Microsoft Stjórnendur Netflix hafa ákveðið að fá Microsoft til liðs við sig við að hanna áskriftarleið þar sem áskrifendur horfa á auglýsingar. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Netflix býður upp á slíka áskrift. Bíó og sjónvarp 13. júlí 2022 21:19
Frumflytja nýja útgáfu af Ástin á sér stað hjá Lífinu á Vísi Tónlistarfólkið Klara og Sverrir Bergmann frumsýna nýja og órafmagnaða útgáfu af laginu Ástin á sér stað hér á Lífinu á Vísi klukkan 12:30 á morgun. Tónlist 13. júlí 2022 20:00
Ásgeir Trausti frumsýnir glænýtt tónlistarmyndband á Vísi á morgun Tónlistarmaðurinn Ásgeir er að senda frá sér glænýtt lag og tónlistarmyndband. Myndbandið verður frumsýnt á Lífinu á Vísi á morgun klukkan 07:30. Tónlist 13. júlí 2022 16:00
Tuttugu ára gamall Innipúki snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru Tónlistarhátíðin Innipúkinn fagnar tuttugu ára afmæli um verslunarmannahelgina. Hætta þurfti við hátíðina síðastliðin tvö ár vegna Covid en listamenn og forsvarsmenn koma nú tvíefld til leiks. Fjöldi landsþekktra listamanna spilar á hátíðinni sem fer fram 29. til 31. júlí í Gamla bíó og á Röntgen. Lífið 13. júlí 2022 13:34
Raggi Kjartans kenndi Æði strákunum gjörningalist á typpinu „Þetta var alveg með topp þremur steiktustu mómentum lífs míns. Að vera fokking öskrandi, ber að ofan, á meðan Patti er að mála með typpinu og það er einhver fimmtugur karlmaður hoppandi á typpinu í sófanum,“ segir Bassi Maraj um upplifun sína af listgjörning með Ragga Kjartans í síðasta þætti ÆÐI. Lífið 13. júlí 2022 12:15
Spila í brúðkaupum þar sem brúðhjónin hafa kynnst á Tjarnarsviðinu undir tónum hljómsveitarinnar Hljómsveitin Brimnes er þaulvön að koma fram og skemmta fólki en hún spilaði á sinni fyrstu Þjóðhátíð fyrir 19 árum síðan. Allir meðlimir sveitarinnar eru fæddir og uppaldir í Eyjum og segja ekkert í heiminum jafnast á við Þjóðhátíð. Þá er í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá þeim að sjá fólk verða ástfangið þegar það dansar saman við þeirra tóna. Tónlist 13. júlí 2022 11:31
Niðurskornar Íslandsdætur Árið 2020 kom út hjá Sölku falleg og vegleg bók til heiðurs íslenskum afrekskonum og brautryðjendum, sem nefnist Íslandsdætur. Textinn er eftir Nínu Björk Jónsdóttur og myndirnar eftir Auði Ýr Elísabetardóttur. Þótti fjölskyldu minni sérstaklega vænt um umfjöllunina þar um ömmu mína, Jórunni Viðar tónskáld. Skoðun 12. júlí 2022 22:01
Daði og Matthías tilnefndir til Emmy-verðlauna Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna voru birtar í dag en hátíðin fer fram þann 12. september næst komandi. Succession fær flestar tilnefningar í ár eða 25 talsins en rétt á eftir koma þættirnir Ted Lasso og The White Lotus með tuttugu tilnefningar. Lífið 12. júlí 2022 19:48