Baltasar sleginn yfir hestamálinu Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið. Innlent 23. mars 2024 14:12
Hlustendaverðlaunin 2024: Barnakór tók undir með XXX Rottweiler Félagarnir í þekktustu og gamalgrónustu rapphljómsveit landsins XXX Rottweiler mættu, sáu og sigruðu á Hlustendaverðlaunum 2024 sem fram fóru í Gamla bíó á fimmtudagskvöld. Óvæntir gestir frá Drengjakór Reykjavíkur og Kársneskórnum slógu í gegn á sviðinu með hljómsveitinni. Tónlist 23. mars 2024 14:01
Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. Innlent 23. mars 2024 11:37
Níu bónorðsbréf til sömu konunnar innblásturinn að nýjustu plötunni Tónlistarkonan Emilíana Torrini stefnir á að gefa út sína fyrstu sólóplötu í tíu ár í júní. Innblásturinn að plötunni má segja að sé ævintýri líkastur en lögin á plötunni fjalla um níu bónorðsbréf sem móðir vinkonu hennar fékk á lífsleiðinni og fundust eftir að hún dó. Tónlist 22. mars 2024 23:34
Fékk draumastarfið hjá Forlaginu vegna TikTok-reiknings Embla Rún hóf að birta myndbönd á samfélagsmiðlinum TikTok árið 2022 þar sem hún gaf fylgjendum innsýn í daglegt líf með þunglyndi og kvíða. Innlent 22. mars 2024 22:29
Hlustendaverðlaunin 2024: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Það var vor í lofti og gleði í öllum andlitum á fimmtudagskvöld þegar Hlustendaverðlaunin 2024 voru haldin hátíðleg í ellefta sinn í Gamla bíói í gærkvöldi. Margir af helstu tónlistarmönnum landsins stigu á svið. Tónlist 22. mars 2024 14:01
Myndaveisla: Margt um dýrðir á Hlustendaverðlaunum 2024 Hlustendaverðlaunin 2024 voru afhent við hátíðlega athöfn í Gamla bíói í gærkvöldi. Mikið var um dýrðir líkt og myndirnar hér að neðan bera með sér þegar allt helsta tónlistarfólk landsins mætti. Tónlist 22. mars 2024 11:34
„Sætasti gaur sem ég þekki“ Tónlistaparið Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason kynntust um verslunarmannahelgi árið 2015 á Sjallanum á Akureyri þar sem þau voru bæði að koma fram. Síðan þá hafa þau trúlofað sig, gengið í hjónaband og eignast saman tvö börn, þau Unu Lóu og Frosta. Makamál 22. mars 2024 10:01
Nadine og Þórhildur snúa aftur í sjónvarpið Hlaðvarpsþættirnir Eftirmál, í umsjón Þórhildar Þorkelsdóttur og Nadine Guðrúnar Yaghi hófu göngu sína fyrir tveimur árum og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í þáttunum taka fyrrum fréttakonurnar fyrir eftirminnileg íslensk fréttamál og kryfja þau til mergjar og hafa þættirnir notið fádæma vinsælda hjá breiðum hópi fólks. Lífið 22. mars 2024 08:01
Einhleypir og eitursvalir Vorið er blómatímabil fyrir einhleypa einstaklinga. Með hækkandi sól og opnum hug ættu lesendur Vísis sem eru í leit að rétta makanum að líta vel yfir eftirfarandi lista sem samanstendur af eitursvölum og einhleypum karlmönnum. Lífið 22. mars 2024 07:01
Hlustendaverðlaunin 2024: Laufey, Patrik og Iceguys unnu tvöfalt Hlustendaverðlaunin 2024 voru afhent við hátíðlega athöfn í Gamla bíói í kvöld. Stórstjarnan Laufey hlaut verðlaun sem söngkona ársins og fyrir plötu ársins, Bewitched. Patrik Atlason var valinn nýliði ársins og hlaut verðlaun fyrir lag ársins. Drengjasveitin Iceguys voru útnefndir flytjendur ársins og myndband þeirra við lagið Krumla var valið myndband ársins. Lífið 21. mars 2024 23:26
Menntaskólinn við Hamrahlíð vann Gettu betur Lið Menntaskólans við Hamrahlíð tryggði sér Hljóðnemann eftirsótta með sannfærandi sigri á lið Menntaskólans í Reykjavík í úrslitum Gettu betur í kvöld. Lífið 21. mars 2024 21:50
Í beinni: Hlustendaverðlaunin 2024 Hlustendaverðlaunin 2024 verða haldin í Gamla Bíó í kvöld en um er að ræða ellefta skiptið sem verðlaunin eru veitt. Þau verða í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi og verður um sannkallaða tónlistarveislu að ræða þar sem margt af helsta tónlistarfólki landsins stígur á svið. Lífið 21. mars 2024 19:00
Spennuþáttaröðin Reykjavík Fusion í framleiðslu í sumar Íslenska þáttaröðin Reykjavík Fusion verður framleidd í sameiningu af hinni virtu fransk-þýsku sjónvarpsstöðinni ARTE og íslenska kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu ACT4. Tökur á seríunni hefjast seint í sumar en serían verður sýnd á Stöð 2 hér á landi. Bíó og sjónvarp 21. mars 2024 16:17
Báðar fylkingar House of the Dragon fá sína stiklu HBO hefur birt tvær stiklur fyrir aðra þáttaröð hinna vinsælu þátta House of the Dragon, sem frumsýnd verður í júní. Báðar fylkingar í borgarastyrjöldinni í Westeros fá sína stiklu. Bíó og sjónvarp 21. mars 2024 15:41
Kátt á hjalla þegar Logi og félagar fögnuðu Ásgeiri Kátt var á hjalla hjá Loga Bergmanni Eiðsyni og öðrum aðstandendum heimildarmyndar um einn sigursælasta fótboltaþjálfara landsins Ásgeir Elíasson þegar sýning á myndinni fór fram í Sambíóum Kringlunni í gær. Lífið 21. mars 2024 15:35
Eliza hlaut heiðursverðlaun Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem hljóðbókaunnendur; útgefendur, höfundar, lesara og þýðendur fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka síðasta árs. Menning 21. mars 2024 14:00
Frumfluttu nýtt lag með Á móti sól á undan sveitinni sjálfri Í síðasta þætti af Kvöldstund með Eyþóri Inga var gestasöngvarinn Magni Ásgeirsson sem fór algjörlega á kostum í þættinum. Lífið 21. mars 2024 11:53
Spenna í loftinu fyrir Hlustendaverðlaununum 2024 Hlustendaverðlaunin 2024 verða haldin í kvöld klukkan 20:00 í Gamla Bíói en þetta er í ellefta skipti sem hátíðin fer fram. Hún verður jafnframt sýnd í beinni útsendingu á Vísi en margir af stærstu listamönnum landsins stíga á svið í tónlistarveislu. Lífið 21. mars 2024 10:01
Marta hafði betur gegn 38 sem vildu verða sérfræðingur Marta Nordal, fráfarandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hafði betur gegn 38 umsækjendum um stöðu sérfræðings í sviðslistum hjá ráðuneyti menningarmála. Innlent 21. mars 2024 08:00
Bað hennar við sólsetrið á 100 mánaða afmælinu Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós lýsir sjálfri sér sem miklum orkubolta og á erfitt með að sitja kyrr og bíða eftir tækifærunum. Hún lærði leiklist í Los Angeles og hefur frá útskrift verið að þróa þætti sem fara í loftið í næstu viku og heita Skvíz. Blaðamaður ræddi við Silju Rós um lífið, listina og ofur rómantískt bónorð. Bíó og sjónvarp 21. mars 2024 07:00
M. Emmet Walsh látinn Bandaríski leikarinn M. Emmet Walsh er látinn, 88 ára að aldri. Hann lék meðal annars í myndunum Blade Runner og Christmas with the Kranks, en hann lék 233 hlutverk á leikaraferli sem hófst á sjöunda áratugnum. Lífið 20. mars 2024 22:43
Fyrsta alþjóðlega barokkhátíðin í Reykjavík Reykjavík Early Music Festival er nafnið á nýrri tónlistarhátíð sem haldin verður í Hörpu í næstu viku dagana 26.-28. mars. Fram munu koma íslenskir og erlendir flytjendur sem sérhæfa sig í upprunaflutningi barokktónlistar. Meðal þeirra sem koma fram er fiðlustjarnan Rachel Podger, sem heldur einnig meistaranámskeið fyrir tónlistarnemendur. Menning 20. mars 2024 20:30
Sviptir hulunni af heimildarmynd og sér um föstudagskvöldin á RÚV Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður til margra ára segir fyndið símtal hafa orðið til þess að hann ákvað að taka að sér framleiðslu heimildarmyndar um Ásgeir Elíasson, einn sigursælasta fótboltaþjálfara landsins. Logi er nú að vinna í gerð fleiri heimildamynda og er í ritstjórn spurningaþáttanna Er þetta frétt? sem sýndir eru á föstudagskvöldum á RÚV. Lífið 20. mars 2024 15:29
Hlustendaverðlaunin 2024: Patr!k svaraði hraðaspurningum Tónlistarmaðurinn Patr!k lét sér ekki bregða þegar einn af hans bestu vinum og félögum útvarpsmaðurinn Gústi B. lagði fyrir hann laufléttar hraðaspurningar. Patr!k svarar því til að mynda hver er sinn uppáhalds tónlistarmaður á Íslandi. Lífið 20. mars 2024 15:00
Dró Eyþór niður á jörðina að verða tvítugur tveggja barna faðir Eyþór Ingi Gunnlaugsson segir það hafa dregið sig niður á jörðina að verða óvænt tveggja barna faðir þegar hann var tvítugur. Hann segist eiga sér fá áhugamál fyrir utan tónlistina og veltir fyrir sér hvernig ímynd hann sé fyrir dóttur sína. Lífið 20. mars 2024 12:00
Frumsýning á X: Villi Neto mætti með mömmu að endimörkum sólkerfisins Dulmagnaða og hrollvekjandi spennuleikritið X var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á laugardagskvöld. Þar var ákaflega góðmennt og mættu margir þekktir Íslendingar til að berja verkið augum í fyrsta sinn. Lífið 20. mars 2024 10:01
Hefur alltaf verið með bullandi bíladellu Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Magnea Björg Jónsdóttir hefur birst landsmönnum á skjánum í þáttunum LXS. Hún er nú að fara af stað með nýja bílaþætti sem heita 0 upp í 100. Blaðamaður ræddi við Magneu um bíladelluna. Lífið 20. mars 2024 07:01
Galið að geyma lagið í skúffunni Plötusnúðurinn DJ Margeir hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar undanfarna áratugi. Á dögunum urðu vatnaskil í hans lífi þegar hann ákvað að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni ásamt tónlistarkonunni Matthildi. Blaðamaður ræddi við Margeir og sömuleiðis má sjá tónlistarmyndband við lagið í pistlinum. Tónlist 20. mars 2024 07:01
Daði Freyr og Laufey spila á Lollapalooza Tveir Íslendingar munu koma fram á Lollapalooza tónlistarhátíðinni í Chicago-borg í Bandaríkjunum í sumar, Daði Freyr og Laufey. Lífið 19. mars 2024 22:21