Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Trommarinn sem myrti móður sína látinn

Bandaríski trommarinn Jim Gordon er látinn, 77 ára að aldri. Gordon átti farsælan feril sem trommari og lék með mörgum af skærustu stjörnum heims. Síðar fóru geðræn vandamál að gera vart við sig. Hann lét lífið í fangelsi þar sem hann afplánaði dóm fyrir að myrða móður sína. 

Lífið
Fréttamynd

Tekist á um dánarbú Leonards Cohen

Einkaerfingjar kanadíska ljóðskáldsins og tónlistarmannsins Leonards Cohen saka umboðsmann söngvarans um að reyna að ræna dánarbúinu innan frá. Dánarbúið er metið á tæpar 50 milljónir dala og þessa dagana er tekist á um það fyrir dómstólum í Los Angeles.

Erlent
Fréttamynd

„Ég ímyndaði mér alltaf að ég ætti aðra fjölskyldu“

„Ég veit að þetta hljómar rosalega rangt en svona var barnsheilinn minn, því að ég upplifði svo sterkt að þetta ætti ekki að vera svona,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson. Hann segir algengt að börn sem upplifi aftengingu í æsku, eigi það til að fantasera um uppruna sinn. 

Lífið
Fréttamynd

Sjón sakar höfund Harry Potter um að af­mennska trans­fólk

Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri.

Lífið
Fréttamynd

Brotlenti svolítið eftir Söngvakeppnina

Tónlistarmaðurinn Stefán Óli vakti athygli þegar hann tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. Hann elskar að flytja sína eigin tónlist upp á sviði og stefnir á að gefa út plötu á komandi tímum. Stefán Óli er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Tónlist
Fréttamynd

Hefur fundið hamingjuna á ný eftir erfiðan skilnað

Tónlistarkonan Miley Cyrus hefur hafið nýjan kafla í sínu lífi. Eftir erfið síðustu ár er Miley sögð hamingjusamari og heilbrigðari en hún hefur verið í langan tíma, auk þess sem hún á eitt vinsælasta lag í heiminum í dag.

Lífið
Fréttamynd

Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér

Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

„Maður er eins og guð í smá stund“

Tónlistarkonan og leikkonan Elín Hall skaust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2015 þegar hún tók þátt í Söngvakeppninni aðeins sextán ára gömul. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá hjá Elínu, sem leikur meðal annars í sýningunni Níu líf í Borgarleikhúsinu og hefur gefið út sóló plötu. Elín Hall er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Tónlist
Fréttamynd

Ekkert hand­rit hentaði sem verð­launa­saga

Íslensku barnabókaverðlaunin verða ekki veitt í ár. Dómnefnd Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka hefur nú lesið þau handrit sem bárust í samkeppnina í ár og er niðurstaða hennar sú að ekkert þeirra henti sem verðlaunasaga.

Menning
Fréttamynd

Saga og Villi eignuðust son

Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson, oftast þekktur sem Villi naglbítur, eignuðust son fyrr í mánuðinum. 

Lífið
Fréttamynd

Lindsay Lohan er ólétt

Leikkonan Lindsay Lohan og eiginmaður hennar, Bader Shammas, eiga von á sínu fyrsta barni. Þau gengu í það heilaga á síðasta ári eftir að hafa verið trúlofuð í tæpt ár. 

Lífið
Fréttamynd

„Ekkert erfitt við tónlist nema að fá pening fyrir hana“

Hljómsveitin Kvikindi samanstendur af Brynhildi Karlsdóttur, Friðriki Margrétar-Guðmundssyni og Valgeiri Skorra Vernharðssyni. Með tónlist sinni leggja þau upp úr því að koma fólki til að dansa í gegnum tárin, finna stelpulegu hliðina og elska meira en tónlistin hefur alltaf verið hluti af þeirra lífi. Kvikindi eru tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Tónlist
Fréttamynd

„Maður átti helst ekkert að tala um aldurinn sinn“

Tónlistarkonan og leikkonan Silja Rós er að eigin sögn orkumikil tilfinningavera sem lifir fyrir að skapa list. Það kom snemma í ljós hvert stefndi þar sem hún var syngjandi allan daginn sem barn og henni líður hvergi betur en á sviðinu. Silja Rós er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Tónlist
Fréttamynd

Stríðs­ára­­safnið verður ekki opnað í sumar

Stríðsárasafnið á Reyðarfirði verður ekki opnað í sumar með þeim hætti sem hefur verið undanfarin ár vegna tjóns sem varð á húsakosti safnsins síðastliðið haust og uppgötvaðist í byrjun árs. Þó hafa engar skemmdir orðið á sýningarmunum safnsins. 

Innlent
Fréttamynd

„Algjör draumur að geta unnið við það sem ég elska“

Tónlistarkonan Una Torfadóttir ber marga hatta og segist fyrst og fremst vera stemningskona. Hún hefur verið í kringum tónlist allt sitt líf og segir algjöran draum að geta nú unnið við það sem hún elskar. Una Torfa er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Tónlist
Fréttamynd

Tæp­lega 98 þúsund bækur seldust

97.827 bækur seldust á Bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda á Laugardalsvelli í ár sem jafngildir því að um 26 prósent allra íbúa landsins hafi náð sér í bók eða ríflega fjórðungur landsmanna.

Viðskipti innlent